Húmor beitt til mats á menningu vinnustaða Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 31. október 2019 06:30 Þórey Vilhjálsmdóttir hafði lengi gengið með hugmyndina af Jafréttisvísinum í maganum áður en hún var framkvæmd. Fréttablaðið/Ernir Tryggingamiðstöðin TM, Landsvirkjun, Landsbankinn og Síminn hafa á síðastliðnum tveimur árum orðið aðilar að Jafnréttisvísi Capacent. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Háskólinn á Akureyri og Alcoa Fjarðaál eru í aðildarferli. Um er að ræða verkefni fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja móta sér markmið í jafnréttismálum og meta stöðu jafnréttis innan fyrirtækja. „Ég var búin að vera með það lengi í maganum að það vantaði einhverja lausn fyrir fyrirtæki til þess að horfa í 360 gráður á jafnrétti,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent og forsprakki verkefnisins. „Jafnréttisvísirinn var formlega kynntur í nóvember 2017 og fyrir tilviljun var það akkúrat í sömu viku og #metoo fór af stað,“ segir Þórey. „Ég hafði, sem ráðgjafi hjá Capacent, mikið verið að vinna með stjórnendum fyrirtækja og ég fann það á þessum tíma að fólk var farið að vilja gera eitthvað í jafnréttismálum. Það var að koma þrýstingur alls staðar frá, bæði frá viðskiptavinum og starfsfólki og mikið hefur verið rætt um það í samfélaginu hversu fáar konur eru í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu,“ bætir hún við. „Jafnréttisvísirinn er vitundarvakning og stefnumótun í jafnréttismálum fyrirtækja. Við byrjum á því að greina stöðu jafnréttismála í fyrirtækinu með því að taka viðtöl við stóran hóp starfsfólks, leggja fyrir kannanir og skoða ýmis gögn en svo vinnum við líka eftir óhefðbundnum leiðum,“ segir Þórey. Með óhefðbundnum leiðum á hún til að mynda við að ráðgjafar Capacent fylgist með starfsumhverfi fyrirtækjanna sem sækja um aðild. „Við skoðum menninguna sem ríkir á vinnustaðnum og hvernig húsnæðið er skipulagt með tilliti til jafnréttis,“ útskýrir Þórey. „Annað sem við gerum er að við notum skapandi leiðir og húmor. Rán Flygenring teiknari hefur til dæmis verið í teyminu mínu frá upphafi og hún teiknar upp það sem sjáum,“ segir hún. „Þannig notum við húmor til þess að benda á hluti sem betur mega fara. Hluti sem kannski virka sem smáatriði en það geta verið litlir hlutir líkt og athugasemdir, brandarar og framígrip sem halda konum niðri í menningunni. Við getum breytt heiminum með því að horfa í smáatriðin,“ segir Þórey. Þegar Capacent hefur tekið fyrirtækin út setja þau sér markmið til þess að auka jafnrétti í fyrirtækinu. Markmiðunum er svo fylgt eftir af ráðgjöfum Capacent árlega næstu þrjú árin. Hægt verður að fylgjast með stöðu allra þeirra fyrirtækja sem eru aðilar að Jafnréttisvísinum á heimasíðu Capacent. Jafnlaunavottun hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og aðspurð segir Þórey Jafnréttisvísinn ólíkan vottuninni í framkvæmd. „Jafnlaunavottun er frábær en hún mælir ekki völd kvenna innan fyrirtækja. Þú getur verið með enga konu í framkvæmdastjóralaginu en samt með jafnlaunavottun því þú borgar sömu laun fyrir sömu störf,“ segir hún. „Við skoðum launin út frá því hvaða völd og áhrif þau eru að endurspegla. Við skoðum hvernig launakakan skiptist á milli kynjanna því að ef meðaltal launa karla og kvenna er skoðað er það yfirleitt þannig að karlar fá mun meira af kökunni og það endurspeglar auðvitað valdastöðuna í atvinnulífinu,“ segir Þórey. Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Sjá meira
Tryggingamiðstöðin TM, Landsvirkjun, Landsbankinn og Síminn hafa á síðastliðnum tveimur árum orðið aðilar að Jafnréttisvísi Capacent. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Háskólinn á Akureyri og Alcoa Fjarðaál eru í aðildarferli. Um er að ræða verkefni fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja móta sér markmið í jafnréttismálum og meta stöðu jafnréttis innan fyrirtækja. „Ég var búin að vera með það lengi í maganum að það vantaði einhverja lausn fyrir fyrirtæki til þess að horfa í 360 gráður á jafnrétti,“ segir Þórey Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent og forsprakki verkefnisins. „Jafnréttisvísirinn var formlega kynntur í nóvember 2017 og fyrir tilviljun var það akkúrat í sömu viku og #metoo fór af stað,“ segir Þórey. „Ég hafði, sem ráðgjafi hjá Capacent, mikið verið að vinna með stjórnendum fyrirtækja og ég fann það á þessum tíma að fólk var farið að vilja gera eitthvað í jafnréttismálum. Það var að koma þrýstingur alls staðar frá, bæði frá viðskiptavinum og starfsfólki og mikið hefur verið rætt um það í samfélaginu hversu fáar konur eru í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu,“ bætir hún við. „Jafnréttisvísirinn er vitundarvakning og stefnumótun í jafnréttismálum fyrirtækja. Við byrjum á því að greina stöðu jafnréttismála í fyrirtækinu með því að taka viðtöl við stóran hóp starfsfólks, leggja fyrir kannanir og skoða ýmis gögn en svo vinnum við líka eftir óhefðbundnum leiðum,“ segir Þórey. Með óhefðbundnum leiðum á hún til að mynda við að ráðgjafar Capacent fylgist með starfsumhverfi fyrirtækjanna sem sækja um aðild. „Við skoðum menninguna sem ríkir á vinnustaðnum og hvernig húsnæðið er skipulagt með tilliti til jafnréttis,“ útskýrir Þórey. „Annað sem við gerum er að við notum skapandi leiðir og húmor. Rán Flygenring teiknari hefur til dæmis verið í teyminu mínu frá upphafi og hún teiknar upp það sem sjáum,“ segir hún. „Þannig notum við húmor til þess að benda á hluti sem betur mega fara. Hluti sem kannski virka sem smáatriði en það geta verið litlir hlutir líkt og athugasemdir, brandarar og framígrip sem halda konum niðri í menningunni. Við getum breytt heiminum með því að horfa í smáatriðin,“ segir Þórey. Þegar Capacent hefur tekið fyrirtækin út setja þau sér markmið til þess að auka jafnrétti í fyrirtækinu. Markmiðunum er svo fylgt eftir af ráðgjöfum Capacent árlega næstu þrjú árin. Hægt verður að fylgjast með stöðu allra þeirra fyrirtækja sem eru aðilar að Jafnréttisvísinum á heimasíðu Capacent. Jafnlaunavottun hefur verið mikið í umræðunni undanfarið og aðspurð segir Þórey Jafnréttisvísinn ólíkan vottuninni í framkvæmd. „Jafnlaunavottun er frábær en hún mælir ekki völd kvenna innan fyrirtækja. Þú getur verið með enga konu í framkvæmdastjóralaginu en samt með jafnlaunavottun því þú borgar sömu laun fyrir sömu störf,“ segir hún. „Við skoðum launin út frá því hvaða völd og áhrif þau eru að endurspegla. Við skoðum hvernig launakakan skiptist á milli kynjanna því að ef meðaltal launa karla og kvenna er skoðað er það yfirleitt þannig að karlar fá mun meira af kökunni og það endurspeglar auðvitað valdastöðuna í atvinnulífinu,“ segir Þórey.
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Sjá meira