Hafna málatilbúnaði tónfræðings Jóhanns Garðar Örn Úlfarsson skrifar 31. október 2019 06:05 Niðurstöðum tónlistarfræðingsins Judith Finell fyrir hönd Jóhanns Helgasonar í dómsmáli í Los Angeles er harðlega mótmælt. Fréttablaðið/Anton Brink Niðurstöðum tónlistarfræðingsins Judith Finell fyrir hönd Jóhanns Helgasonar í dómsmáli í Los Angeles er harðlega mótmælt í skýrslum lögmanna og tónlistarfræðings fyrirtækjanna sem stefnt er í lagastuldarmálinu. Segja lögmennirnir Barry U. Slotnick, Tal E. Dickstein og Ava Badiee að andsvör Jóhanns við áliti tónlistarfræðings sem starfar fyrir þá byggja á sérfræðiskýrslum sem séu afar hlutdrægar, óáreiðanlegar og órökstuddar. Þess vegna eigi ekki að taka mark á þeim. Þetta kemur fram í greinargerð þeirra sem lögð hefur verið fyrir dómstólinn í Los Angeles. „Jafnvel þótt notuð sé hin gallaða greining sérfræðings stefnanda [Jóhanns] þá stendur eftir sú staðreynd að hver þau smávægilegu líkindi sem eru milli laganna tveggja er að finna í vel þekktum eldri verkum,“ segja lögmennirnir. Jafnvel séu meiri líkindi milli You Raise Me Up og þessara eldri verka en milli You Raise Me Up og Söknuðar. Tónlistarfræðingur Universal og Warner, Lawrence Ferrara, segist í 82 síðna nýrri greinargerð sinni hafa yfirfarið greinargerð Judith Finell. Skoðun hans á málinu sé óbreytt. „Það er ekkert sem styður þá fullyrðingu að tónfræðilegir þættir sem eru til staðar í You Raise Me Up séu teknir úr Söknuði,“ segir Ferrara. Margvíslegir gallar séu á vinnubrögðum Judith Finell. Hún mistúlki aðferðafræði og greiningar hans sjálfs. „Þegar þeir tónfræðilegu þættir sem um ræðir eru skildir frá eru líkindin sem eftir standa milli Söknuðar og You Raise Me Up óveruleg, slitrótt og smávægileg,“ segir í niðurstöðu Larwrence. Þess má geta að höfundar You Raise Me Up; norski lagasmiðurinn Rolf Løvland og írski textahöfundurinn Brendan Graham, hafa enn sem komið er hvorugur tilnefnt lögmann fyrir sína hönd við dómstólinn í Los Angeles. Samkvæmt dagskrá mun dómarinn ákveða í desember hvort orðið verður við kröfu lögmanna Universal og Warner um frávísun málsins eða hvort það verður tekið til áframhaldandi meðferðar. Haldi málið áfram má búast við að skipaður verði kviðdómur til að skera úr um ágreininginn. Birtist í Fréttablaðinu Höfundaréttur Jóhann Helgason gegn Universal Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Niðurstöðum tónlistarfræðingsins Judith Finell fyrir hönd Jóhanns Helgasonar í dómsmáli í Los Angeles er harðlega mótmælt í skýrslum lögmanna og tónlistarfræðings fyrirtækjanna sem stefnt er í lagastuldarmálinu. Segja lögmennirnir Barry U. Slotnick, Tal E. Dickstein og Ava Badiee að andsvör Jóhanns við áliti tónlistarfræðings sem starfar fyrir þá byggja á sérfræðiskýrslum sem séu afar hlutdrægar, óáreiðanlegar og órökstuddar. Þess vegna eigi ekki að taka mark á þeim. Þetta kemur fram í greinargerð þeirra sem lögð hefur verið fyrir dómstólinn í Los Angeles. „Jafnvel þótt notuð sé hin gallaða greining sérfræðings stefnanda [Jóhanns] þá stendur eftir sú staðreynd að hver þau smávægilegu líkindi sem eru milli laganna tveggja er að finna í vel þekktum eldri verkum,“ segja lögmennirnir. Jafnvel séu meiri líkindi milli You Raise Me Up og þessara eldri verka en milli You Raise Me Up og Söknuðar. Tónlistarfræðingur Universal og Warner, Lawrence Ferrara, segist í 82 síðna nýrri greinargerð sinni hafa yfirfarið greinargerð Judith Finell. Skoðun hans á málinu sé óbreytt. „Það er ekkert sem styður þá fullyrðingu að tónfræðilegir þættir sem eru til staðar í You Raise Me Up séu teknir úr Söknuði,“ segir Ferrara. Margvíslegir gallar séu á vinnubrögðum Judith Finell. Hún mistúlki aðferðafræði og greiningar hans sjálfs. „Þegar þeir tónfræðilegu þættir sem um ræðir eru skildir frá eru líkindin sem eftir standa milli Söknuðar og You Raise Me Up óveruleg, slitrótt og smávægileg,“ segir í niðurstöðu Larwrence. Þess má geta að höfundar You Raise Me Up; norski lagasmiðurinn Rolf Løvland og írski textahöfundurinn Brendan Graham, hafa enn sem komið er hvorugur tilnefnt lögmann fyrir sína hönd við dómstólinn í Los Angeles. Samkvæmt dagskrá mun dómarinn ákveða í desember hvort orðið verður við kröfu lögmanna Universal og Warner um frávísun málsins eða hvort það verður tekið til áframhaldandi meðferðar. Haldi málið áfram má búast við að skipaður verði kviðdómur til að skera úr um ágreininginn.
Birtist í Fréttablaðinu Höfundaréttur Jóhann Helgason gegn Universal Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira