Aukin kafbátaumferð Rússa „ekki góðar fréttir” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. október 2019 12:30 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er staddur á Norðurlandaráðsþingi í Stokkhólmi. norden.org/Magnus Fröderberg Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að aukin áhersla verði á nýstárlegar ógnir í skýrslu um aukið norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála sem væntanleg er á næsta ári. Hann segir aukna kafbátaumferð Rússa á norðurslóðum vera slæmar fréttir. Á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda í Borgarnesi í haust var ákveðið að gera nýja skýrslu um varnarsamstarf á Norðurlöndum, í anda skýrslu sem Thorvald Stoltenberg vann og kom út árið 2009. Á fundi utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í gær náðist samstaða um að Birni Bjarnasyni, fyrrverandi ráðherra, verði falið að vinna nýja skýrslu sem miðað er við að verði tilbúin um mitt næsta ár. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kynnti áformin í ræðu sinni á Norðurlandaráðsþingi í gær.Sjá einnig: Nýjar tillögur um þróun norræns samstarfs um mitt næsta ár„Það er auðvitað mikill heiður bæði fyrir hann og okkur að hann skuli gera það og það náðist góð samstaða um þá tillögu mína,” segir Guðlaugur Þór. „Það sem hann mun vinna er bara í rauninni sambærileg vinna og Stoltenberg, það eru varnar- og öryggismálin í heild sinni en þá sérstaklega með sérstaka áherslu á þær ógnir sem að voru ekki þá en það tengist þá loftslagsmálunum og netöryggismálunum sérstaklega og sömuleiðis þeirri ógn sem stafar að alþjóðakerfinu sem við höfum byggt okkar samskipti og samvinnu á á undanförnum áratugum.”Aukin umsvif NATO við Ísland beintengd umsvifum Rússa Norska ríkissjónvarpið NRK greindi frá því á mánudag að undanfarna viku hafi umsvif rússneska kafbátaflotans sjaldan eða aldrei verið meiri síðan í kalda stríðinu. Rússneskir kafbátar hafi til að mynda reynt að komast óséðir út í Barnetshaf og Noregshaf frá heimahöfnum í Múmansk og fleiri stöðum. „Það eru ekki góðar fréttir fyrir okkur sem erum á Norður-Atlantshafi að það sé aukin hernaðarumsvif Rússa á þessum slóðum. Við höfum auðvitað séð mikla aukningu bara frá 2014, eða bara frá innlimun Krímskaga og þess vegna hafa umsvif NATO-ríkjanna og Bandaríkjanna verið miklu meiri á Íslandi því að það er í beinu samhengi við þessi auknu umsvif Rússa, þannig að það eru ekki góðar fréttir,” segir Guðlaugur Þór. Rússland Utanríkismál Varnarmál Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að aukin áhersla verði á nýstárlegar ógnir í skýrslu um aukið norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála sem væntanleg er á næsta ári. Hann segir aukna kafbátaumferð Rússa á norðurslóðum vera slæmar fréttir. Á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda í Borgarnesi í haust var ákveðið að gera nýja skýrslu um varnarsamstarf á Norðurlöndum, í anda skýrslu sem Thorvald Stoltenberg vann og kom út árið 2009. Á fundi utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í gær náðist samstaða um að Birni Bjarnasyni, fyrrverandi ráðherra, verði falið að vinna nýja skýrslu sem miðað er við að verði tilbúin um mitt næsta ár. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kynnti áformin í ræðu sinni á Norðurlandaráðsþingi í gær.Sjá einnig: Nýjar tillögur um þróun norræns samstarfs um mitt næsta ár„Það er auðvitað mikill heiður bæði fyrir hann og okkur að hann skuli gera það og það náðist góð samstaða um þá tillögu mína,” segir Guðlaugur Þór. „Það sem hann mun vinna er bara í rauninni sambærileg vinna og Stoltenberg, það eru varnar- og öryggismálin í heild sinni en þá sérstaklega með sérstaka áherslu á þær ógnir sem að voru ekki þá en það tengist þá loftslagsmálunum og netöryggismálunum sérstaklega og sömuleiðis þeirri ógn sem stafar að alþjóðakerfinu sem við höfum byggt okkar samskipti og samvinnu á á undanförnum áratugum.”Aukin umsvif NATO við Ísland beintengd umsvifum Rússa Norska ríkissjónvarpið NRK greindi frá því á mánudag að undanfarna viku hafi umsvif rússneska kafbátaflotans sjaldan eða aldrei verið meiri síðan í kalda stríðinu. Rússneskir kafbátar hafi til að mynda reynt að komast óséðir út í Barnetshaf og Noregshaf frá heimahöfnum í Múmansk og fleiri stöðum. „Það eru ekki góðar fréttir fyrir okkur sem erum á Norður-Atlantshafi að það sé aukin hernaðarumsvif Rússa á þessum slóðum. Við höfum auðvitað séð mikla aukningu bara frá 2014, eða bara frá innlimun Krímskaga og þess vegna hafa umsvif NATO-ríkjanna og Bandaríkjanna verið miklu meiri á Íslandi því að það er í beinu samhengi við þessi auknu umsvif Rússa, þannig að það eru ekki góðar fréttir,” segir Guðlaugur Þór.
Rússland Utanríkismál Varnarmál Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira