Aukin kafbátaumferð Rússa „ekki góðar fréttir” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. október 2019 12:30 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er staddur á Norðurlandaráðsþingi í Stokkhólmi. norden.org/Magnus Fröderberg Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að aukin áhersla verði á nýstárlegar ógnir í skýrslu um aukið norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála sem væntanleg er á næsta ári. Hann segir aukna kafbátaumferð Rússa á norðurslóðum vera slæmar fréttir. Á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda í Borgarnesi í haust var ákveðið að gera nýja skýrslu um varnarsamstarf á Norðurlöndum, í anda skýrslu sem Thorvald Stoltenberg vann og kom út árið 2009. Á fundi utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í gær náðist samstaða um að Birni Bjarnasyni, fyrrverandi ráðherra, verði falið að vinna nýja skýrslu sem miðað er við að verði tilbúin um mitt næsta ár. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kynnti áformin í ræðu sinni á Norðurlandaráðsþingi í gær.Sjá einnig: Nýjar tillögur um þróun norræns samstarfs um mitt næsta ár„Það er auðvitað mikill heiður bæði fyrir hann og okkur að hann skuli gera það og það náðist góð samstaða um þá tillögu mína,” segir Guðlaugur Þór. „Það sem hann mun vinna er bara í rauninni sambærileg vinna og Stoltenberg, það eru varnar- og öryggismálin í heild sinni en þá sérstaklega með sérstaka áherslu á þær ógnir sem að voru ekki þá en það tengist þá loftslagsmálunum og netöryggismálunum sérstaklega og sömuleiðis þeirri ógn sem stafar að alþjóðakerfinu sem við höfum byggt okkar samskipti og samvinnu á á undanförnum áratugum.”Aukin umsvif NATO við Ísland beintengd umsvifum Rússa Norska ríkissjónvarpið NRK greindi frá því á mánudag að undanfarna viku hafi umsvif rússneska kafbátaflotans sjaldan eða aldrei verið meiri síðan í kalda stríðinu. Rússneskir kafbátar hafi til að mynda reynt að komast óséðir út í Barnetshaf og Noregshaf frá heimahöfnum í Múmansk og fleiri stöðum. „Það eru ekki góðar fréttir fyrir okkur sem erum á Norður-Atlantshafi að það sé aukin hernaðarumsvif Rússa á þessum slóðum. Við höfum auðvitað séð mikla aukningu bara frá 2014, eða bara frá innlimun Krímskaga og þess vegna hafa umsvif NATO-ríkjanna og Bandaríkjanna verið miklu meiri á Íslandi því að það er í beinu samhengi við þessi auknu umsvif Rússa, þannig að það eru ekki góðar fréttir,” segir Guðlaugur Þór. Rússland Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að aukin áhersla verði á nýstárlegar ógnir í skýrslu um aukið norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála sem væntanleg er á næsta ári. Hann segir aukna kafbátaumferð Rússa á norðurslóðum vera slæmar fréttir. Á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda í Borgarnesi í haust var ákveðið að gera nýja skýrslu um varnarsamstarf á Norðurlöndum, í anda skýrslu sem Thorvald Stoltenberg vann og kom út árið 2009. Á fundi utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í gær náðist samstaða um að Birni Bjarnasyni, fyrrverandi ráðherra, verði falið að vinna nýja skýrslu sem miðað er við að verði tilbúin um mitt næsta ár. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kynnti áformin í ræðu sinni á Norðurlandaráðsþingi í gær.Sjá einnig: Nýjar tillögur um þróun norræns samstarfs um mitt næsta ár„Það er auðvitað mikill heiður bæði fyrir hann og okkur að hann skuli gera það og það náðist góð samstaða um þá tillögu mína,” segir Guðlaugur Þór. „Það sem hann mun vinna er bara í rauninni sambærileg vinna og Stoltenberg, það eru varnar- og öryggismálin í heild sinni en þá sérstaklega með sérstaka áherslu á þær ógnir sem að voru ekki þá en það tengist þá loftslagsmálunum og netöryggismálunum sérstaklega og sömuleiðis þeirri ógn sem stafar að alþjóðakerfinu sem við höfum byggt okkar samskipti og samvinnu á á undanförnum áratugum.”Aukin umsvif NATO við Ísland beintengd umsvifum Rússa Norska ríkissjónvarpið NRK greindi frá því á mánudag að undanfarna viku hafi umsvif rússneska kafbátaflotans sjaldan eða aldrei verið meiri síðan í kalda stríðinu. Rússneskir kafbátar hafi til að mynda reynt að komast óséðir út í Barnetshaf og Noregshaf frá heimahöfnum í Múmansk og fleiri stöðum. „Það eru ekki góðar fréttir fyrir okkur sem erum á Norður-Atlantshafi að það sé aukin hernaðarumsvif Rússa á þessum slóðum. Við höfum auðvitað séð mikla aukningu bara frá 2014, eða bara frá innlimun Krímskaga og þess vegna hafa umsvif NATO-ríkjanna og Bandaríkjanna verið miklu meiri á Íslandi því að það er í beinu samhengi við þessi auknu umsvif Rússa, þannig að það eru ekki góðar fréttir,” segir Guðlaugur Þór.
Rússland Utanríkismál Varnarmál Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Sjá meira