Áttu fótum fjör að launa þegar klakastífla brast Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. nóvember 2019 08:00 Yfirleitt má sjá friðsælan foss renna niður í Kolugljúfur. Allt annað var á teningnum einn vordag fyrr á árinu. Myndband sem birt var á Vísi í vikunni þar sem sjá mátti klakastíflu bresta í Víðidalsá með þeim afleiðingum að áin steypti sér ofan í Kolugil hefur vakið mikla athygli. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áin brýtur niður klakastíflu. Það gerðist einnig síðasta vor og þá áttu tveir ferðamenn fótum fjör að launa. Síðasta vor hafði Dagný Ragnarsdóttir, bóndi á Bakka í Víðidal, fylgst áhyggjufull með ánni þegar hún heyrði allt í einu einhver „svaka læti“. „Þá hljóp ég út og ég sá að hún var að koma. Hún bara stækkaði og stækkaði og það var svolítið landbrot í því flóði. Hún fór yfir tún,“ segir Dagný í samtali við Vísi en myndband sem Dagný tók í vor af flóðinu stigmagnast má sjá hér að neðan. Líkt og sjá má í myndbandinu er um töluvert meira rennsli en það sem átti sér stað í vikunni.Tveir ferðamenn voru undir brúnni Brunaði Dagný á sama stað og nágranni hennar Inga Vala Gestsdóttir tók myndbandið sem birt var á Vísi á dögunum. „Það voru einmitt ferðamenn þarna undir brúnni í vor þegar ég var þarna og þess vegna fór ég nú líka þarna niður eftir. Ég ætlaði að vara þá við. Ég var of sein og þegar ég kom þarna hugsaði ég bara: „Jæja, þá eru þessi örugglega farin“. Svo komu þau öskrandi undan brúnni. Þau rétt sluppu sem betur fer,“ segir Dagný. Umrædda ferðamenn, par, má sjá virða ánna fyrir sér í myndbandinu, í öruggri fjarlægð í þetta skiptið. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi er um gríðarlega krafta að ræða og tiltölulega stórir ísjakar þeytast niður Kolufoss af miklu afli, niður í gljúfrið. Áin sjálf kolbrún eins og beljandi jökulfljót. „Þetta var nú bara eins og kakó, einhver drulluleðja. Það hlóðst upp endalaust og svo kom þetta svaka flóð,“ segir Dagný sem segir sambærileg flóð í ánni ekki vera algeng.„Hún gerir þetta mjög sjaldan en hún á það að til að koma með svona skot.“Hér að neðan má sjá myndband af sama fossi sem Vísir birti á dögunum. Ferðamennska á Íslandi Húnaþing vestra Veður Tengdar fréttir Sá hvernig fossinn umbreyttist á örskotsstundu Náttúran lét heldur betur á sér kræla í fyrradag í Víðidal í Húnaþingi vestra. Krakastífla brast einhvers staðar fyrir ofan Kolugljúfur með þeim afleiðingum að vatn flæddi niður Víðidalsá. 30. október 2019 08:00 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Myndband sem birt var á Vísi í vikunni þar sem sjá mátti klakastíflu bresta í Víðidalsá með þeim afleiðingum að áin steypti sér ofan í Kolugil hefur vakið mikla athygli. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áin brýtur niður klakastíflu. Það gerðist einnig síðasta vor og þá áttu tveir ferðamenn fótum fjör að launa. Síðasta vor hafði Dagný Ragnarsdóttir, bóndi á Bakka í Víðidal, fylgst áhyggjufull með ánni þegar hún heyrði allt í einu einhver „svaka læti“. „Þá hljóp ég út og ég sá að hún var að koma. Hún bara stækkaði og stækkaði og það var svolítið landbrot í því flóði. Hún fór yfir tún,“ segir Dagný í samtali við Vísi en myndband sem Dagný tók í vor af flóðinu stigmagnast má sjá hér að neðan. Líkt og sjá má í myndbandinu er um töluvert meira rennsli en það sem átti sér stað í vikunni.Tveir ferðamenn voru undir brúnni Brunaði Dagný á sama stað og nágranni hennar Inga Vala Gestsdóttir tók myndbandið sem birt var á Vísi á dögunum. „Það voru einmitt ferðamenn þarna undir brúnni í vor þegar ég var þarna og þess vegna fór ég nú líka þarna niður eftir. Ég ætlaði að vara þá við. Ég var of sein og þegar ég kom þarna hugsaði ég bara: „Jæja, þá eru þessi örugglega farin“. Svo komu þau öskrandi undan brúnni. Þau rétt sluppu sem betur fer,“ segir Dagný. Umrædda ferðamenn, par, má sjá virða ánna fyrir sér í myndbandinu, í öruggri fjarlægð í þetta skiptið. Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi er um gríðarlega krafta að ræða og tiltölulega stórir ísjakar þeytast niður Kolufoss af miklu afli, niður í gljúfrið. Áin sjálf kolbrún eins og beljandi jökulfljót. „Þetta var nú bara eins og kakó, einhver drulluleðja. Það hlóðst upp endalaust og svo kom þetta svaka flóð,“ segir Dagný sem segir sambærileg flóð í ánni ekki vera algeng.„Hún gerir þetta mjög sjaldan en hún á það að til að koma með svona skot.“Hér að neðan má sjá myndband af sama fossi sem Vísir birti á dögunum.
Ferðamennska á Íslandi Húnaþing vestra Veður Tengdar fréttir Sá hvernig fossinn umbreyttist á örskotsstundu Náttúran lét heldur betur á sér kræla í fyrradag í Víðidal í Húnaþingi vestra. Krakastífla brast einhvers staðar fyrir ofan Kolugljúfur með þeim afleiðingum að vatn flæddi niður Víðidalsá. 30. október 2019 08:00 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Sá hvernig fossinn umbreyttist á örskotsstundu Náttúran lét heldur betur á sér kræla í fyrradag í Víðidal í Húnaþingi vestra. Krakastífla brast einhvers staðar fyrir ofan Kolugljúfur með þeim afleiðingum að vatn flæddi niður Víðidalsá. 30. október 2019 08:00
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent