Matthías Orri: Gaman að fá smá fútt í þetta Árni Jóhannsson skrifar 31. október 2019 21:27 Matthías í KR-búningnum. vísir/bára Það voru endurfundir í kvöld þegar ÍR tók á móti KR í fimmtu umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik en Matthías Orri Sigurðsson var að snúa aftur á gamlar slóðir en hann lék með ÍR mjög lengi. Endurfundirnir voru ekki gleðilegri frá hans bæjardyrum séð en ÍR hafði sigur 78-77 í háspennuleik. Hvað var það sem klikkað að hans mati hjá KR í kvöld? „Sóknarleikurinn okkar var bara hræðilegur. Við vorum mjög ragir við að reyna að fara á körfuna og vorum að reyna að troða honum inn í teiginn. Þeir voru duglegir að tvöfalda á Mike og við vorum lélegir að koma honum aftur út og heilt yfir var flæðið í sókninni hræðilegt. Við spiluðum góðan varnarleik en þeir líka og við bara tjókuðum á þessu í fjórða leikhluta,“ sagði Matthías í leikslok. KR tapaði ansi mörgum boltum í kvöld og margir þessara töpuðu bolta komu án þess að þeir voru þvingaðir í það. Matti var spurður út í töpuðu boltana en reynslumikið lið eins og KR á ekki að láta svona sjást. „Við vorum eitthvað illa stemmdir í dag. Þetta var bara ljótur leikur og auðvitað eru tapaðir boltar hér og þar en við eigum samt að klára svona leiki, þetta var jafn leikur og við erum með mikla reynslu í liðinu og við eigum að klára þetta en það er bara gríðarlega erfitt að koma í Hellinn og ég veit það manna best.“ „Við gáfum þeim of mikla trú of snemma þegar við vorum komnir yfir í þriðja leikhluta og gáfum þeim allt of opin skot. Þeir eru bara erfiðir en þeir eru vel þjálfaðir og eru með flotta stuðningsmenn. Ég er svekktur en fínt að við lentum á smá vegg. Við þurfum að laga mikið, við erum komnir hrikalega stutt í okkar undirbúning og við þurfum að tala betur saman í hverju við erum góðir og hvað ekki. Við munum laga þetta og koma sterkir til leiks föstudaginn næsta.“ Það læddist bros á varir Matthíasar þegar hann var spurður út í stuðningsmenn ÍR en þeir voru duglegir að láta hann heyra það af pöllunum í dag. „Mér leið bara vel, þetta var skemmtilegt. Það er ekkert alltaf skemmtilegt að koma hérna í október þannig að það er gaman að fá smá fútt í þetta. Ef ég get verið hinum megin við línuna og látið þá drulla yfir alla á móti mér þá hlýt ég að geta tekið því sjálfur. Þetta er allt gert í kærleik og það er geggjað andrúmsloft hérna og það er alltaf gaman að koma í ÍR-hellinn hvort sem þú ert að spila á móti þeim eða með þeim.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - KR 78-77 | ÍR stöðvaði KR ÍR vann glæsilegan eins stiga sigur á Íslandsmeisturum KR og stöðvaði sigurgöngu þeirra. 31. október 2019 22:00 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Það voru endurfundir í kvöld þegar ÍR tók á móti KR í fimmtu umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik en Matthías Orri Sigurðsson var að snúa aftur á gamlar slóðir en hann lék með ÍR mjög lengi. Endurfundirnir voru ekki gleðilegri frá hans bæjardyrum séð en ÍR hafði sigur 78-77 í háspennuleik. Hvað var það sem klikkað að hans mati hjá KR í kvöld? „Sóknarleikurinn okkar var bara hræðilegur. Við vorum mjög ragir við að reyna að fara á körfuna og vorum að reyna að troða honum inn í teiginn. Þeir voru duglegir að tvöfalda á Mike og við vorum lélegir að koma honum aftur út og heilt yfir var flæðið í sókninni hræðilegt. Við spiluðum góðan varnarleik en þeir líka og við bara tjókuðum á þessu í fjórða leikhluta,“ sagði Matthías í leikslok. KR tapaði ansi mörgum boltum í kvöld og margir þessara töpuðu bolta komu án þess að þeir voru þvingaðir í það. Matti var spurður út í töpuðu boltana en reynslumikið lið eins og KR á ekki að láta svona sjást. „Við vorum eitthvað illa stemmdir í dag. Þetta var bara ljótur leikur og auðvitað eru tapaðir boltar hér og þar en við eigum samt að klára svona leiki, þetta var jafn leikur og við erum með mikla reynslu í liðinu og við eigum að klára þetta en það er bara gríðarlega erfitt að koma í Hellinn og ég veit það manna best.“ „Við gáfum þeim of mikla trú of snemma þegar við vorum komnir yfir í þriðja leikhluta og gáfum þeim allt of opin skot. Þeir eru bara erfiðir en þeir eru vel þjálfaðir og eru með flotta stuðningsmenn. Ég er svekktur en fínt að við lentum á smá vegg. Við þurfum að laga mikið, við erum komnir hrikalega stutt í okkar undirbúning og við þurfum að tala betur saman í hverju við erum góðir og hvað ekki. Við munum laga þetta og koma sterkir til leiks föstudaginn næsta.“ Það læddist bros á varir Matthíasar þegar hann var spurður út í stuðningsmenn ÍR en þeir voru duglegir að láta hann heyra það af pöllunum í dag. „Mér leið bara vel, þetta var skemmtilegt. Það er ekkert alltaf skemmtilegt að koma hérna í október þannig að það er gaman að fá smá fútt í þetta. Ef ég get verið hinum megin við línuna og látið þá drulla yfir alla á móti mér þá hlýt ég að geta tekið því sjálfur. Þetta er allt gert í kærleik og það er geggjað andrúmsloft hérna og það er alltaf gaman að koma í ÍR-hellinn hvort sem þú ert að spila á móti þeim eða með þeim.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - KR 78-77 | ÍR stöðvaði KR ÍR vann glæsilegan eins stiga sigur á Íslandsmeisturum KR og stöðvaði sigurgöngu þeirra. 31. október 2019 22:00 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Leik lokið: ÍR - KR 78-77 | ÍR stöðvaði KR ÍR vann glæsilegan eins stiga sigur á Íslandsmeisturum KR og stöðvaði sigurgöngu þeirra. 31. október 2019 22:00