Þjóðarspegillinn haldinn í tuttugasta skipti Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. október 2019 23:53 Háskóli Íslands. Fréttablaðið/GVA Á morgun fer fram Þjóðarspegillinn – Ráðstefna í félagsvísindum. Ráðstefnan var fyrst haldin árið 1994 en að henni stóðu félagsvísindadeild og viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Síðar bættist lagadeild við. Þetta er í tuttugasta sinn sem ráðstefnan er haldin og er dagskráin fjölbreytt. „Frá skipulagsbreytingum Háskóla Íslands árið 2008 hafa allar deildir Félagsvísindasviðs staðið að ráðstefnunni. Nafn ráðstefnunnar, Þjóðarspegill, hefur verið notað í rúman áratug. Þjóðarspegillinn hefur orðið meginvettvangur kynningar á rannsóknum í félagsvísindum á Íslandi. Frá upphafi var því lögð áhersla á að ráðstefnan væri vettvangur þar sem fræðafólk gæti kynnt rannsóknir og efnt til samræðna við almenning, segir Daði Már Kristófersson forseti félagsvísindasviðs.Daði Már KristóferssonMynd/Háskóli ÍslandsÞverfagleg ráðstefna Hann segir að fyrirlesarar í gegnum tíðina hafi verið hvattir til að haga erindum sínum og efni þannig að nemendur og almenningur geti haft gagn og gaman af. „Umsjón og skipulagning ráðstefnunnar hefur frá upphafi verið í höndum starfsfólks Félagsvísindastofnunar en margir aðilar innan félagsvísindasviðs hafa í gegnum tíðina lagt hönd á plóg og komið að undirbúningi ráðstefnunnar. Á síðastliðnum tuttugu árum hefur ráðstefnan vaxið mikið að umfangi. Þjóðarspegillinn er nú þverfræðileg ráðstefna á sviði félagsvísinda þar sem taka þátt sérfræðingar og fræðafólk af ýmsum fræðasviðum svo sem lögfræði, félagsfræði, bókasafns- og upplýsingafræði, aðferðafræði, afbrotafræði, fötlunarfræði, félagsráðgjöf, hagfræði, mannfræði, sálfræði, námsráðgjöf, kynjafræði, viðskiptafræði, uppeldis- og menntunarfræði, stjórnmálafræði, safnafræði og þjóðfræði.“ Bendir Daði Már á að árlega taki jafnframt þátt erlent fræðafólk, sérfræðingar hinna ýmsu stofnana, sjálfstæðir rannsakendur og fræðafólk frá öllum háskólum landsins. „Það er von mín Þjóðarspegillinn haldi áfram að þróast, vaxa og dafna um ókomna framtíð.“Fjölbreytt dagskrá Aðalfyrirlesari Þjóðarspegilsins í ár er Hein de Haas, leiðandi fræðimaður á sviði fólksflutninga. De Haas er höfundur bókarinnar The Age of Migration: International Population Movements in the Modern World ásamt Stephen Castles og Mark Miller. Mun hann í erindi sínu setja erlent starfsfólk á Íslandi í alþjóðlegt samhengi. „Hein de Haas er prófessor í félagsfræði við háskólann í Amsterdam. Hann er einn af stofnendum og fyrrum formaður International Migration Institute við Oxford University. Rannsóknir de Haas snúa að tengslum milli fólksflutninga og víðari félagslegra breytinga. Hann hefur skrifað fjölmargar kenningarlegar og empirískar greinar og bækur um orsakir fólksflutninga og áhrif stefnumótunar á lífsskilyrði innflytjenda, og fært rök fyrir því að helsti drifkraftur fólksflutninga til Evrópu sé þörf evrópska hagkerfisins fyrir ódýrt vinnuafl.“ 252 fræðimenn og konur taka þátt í ráðstefnunni í ár, þar verða 52 málstofur, 209 ágrip og 204 erindi.Dagskrá Þjóðarspegilsins má nálgast hér. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Landsbyggðarfólk hrekst á brott vegna slúðurs Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Grétu Bergrúnar Jóhannesdóttur nema við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. 31. október 2019 13:22 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Á morgun fer fram Þjóðarspegillinn – Ráðstefna í félagsvísindum. Ráðstefnan var fyrst haldin árið 1994 en að henni stóðu félagsvísindadeild og viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Síðar bættist lagadeild við. Þetta er í tuttugasta sinn sem ráðstefnan er haldin og er dagskráin fjölbreytt. „Frá skipulagsbreytingum Háskóla Íslands árið 2008 hafa allar deildir Félagsvísindasviðs staðið að ráðstefnunni. Nafn ráðstefnunnar, Þjóðarspegill, hefur verið notað í rúman áratug. Þjóðarspegillinn hefur orðið meginvettvangur kynningar á rannsóknum í félagsvísindum á Íslandi. Frá upphafi var því lögð áhersla á að ráðstefnan væri vettvangur þar sem fræðafólk gæti kynnt rannsóknir og efnt til samræðna við almenning, segir Daði Már Kristófersson forseti félagsvísindasviðs.Daði Már KristóferssonMynd/Háskóli ÍslandsÞverfagleg ráðstefna Hann segir að fyrirlesarar í gegnum tíðina hafi verið hvattir til að haga erindum sínum og efni þannig að nemendur og almenningur geti haft gagn og gaman af. „Umsjón og skipulagning ráðstefnunnar hefur frá upphafi verið í höndum starfsfólks Félagsvísindastofnunar en margir aðilar innan félagsvísindasviðs hafa í gegnum tíðina lagt hönd á plóg og komið að undirbúningi ráðstefnunnar. Á síðastliðnum tuttugu árum hefur ráðstefnan vaxið mikið að umfangi. Þjóðarspegillinn er nú þverfræðileg ráðstefna á sviði félagsvísinda þar sem taka þátt sérfræðingar og fræðafólk af ýmsum fræðasviðum svo sem lögfræði, félagsfræði, bókasafns- og upplýsingafræði, aðferðafræði, afbrotafræði, fötlunarfræði, félagsráðgjöf, hagfræði, mannfræði, sálfræði, námsráðgjöf, kynjafræði, viðskiptafræði, uppeldis- og menntunarfræði, stjórnmálafræði, safnafræði og þjóðfræði.“ Bendir Daði Már á að árlega taki jafnframt þátt erlent fræðafólk, sérfræðingar hinna ýmsu stofnana, sjálfstæðir rannsakendur og fræðafólk frá öllum háskólum landsins. „Það er von mín Þjóðarspegillinn haldi áfram að þróast, vaxa og dafna um ókomna framtíð.“Fjölbreytt dagskrá Aðalfyrirlesari Þjóðarspegilsins í ár er Hein de Haas, leiðandi fræðimaður á sviði fólksflutninga. De Haas er höfundur bókarinnar The Age of Migration: International Population Movements in the Modern World ásamt Stephen Castles og Mark Miller. Mun hann í erindi sínu setja erlent starfsfólk á Íslandi í alþjóðlegt samhengi. „Hein de Haas er prófessor í félagsfræði við háskólann í Amsterdam. Hann er einn af stofnendum og fyrrum formaður International Migration Institute við Oxford University. Rannsóknir de Haas snúa að tengslum milli fólksflutninga og víðari félagslegra breytinga. Hann hefur skrifað fjölmargar kenningarlegar og empirískar greinar og bækur um orsakir fólksflutninga og áhrif stefnumótunar á lífsskilyrði innflytjenda, og fært rök fyrir því að helsti drifkraftur fólksflutninga til Evrópu sé þörf evrópska hagkerfisins fyrir ódýrt vinnuafl.“ 252 fræðimenn og konur taka þátt í ráðstefnunni í ár, þar verða 52 málstofur, 209 ágrip og 204 erindi.Dagskrá Þjóðarspegilsins má nálgast hér.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Landsbyggðarfólk hrekst á brott vegna slúðurs Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Grétu Bergrúnar Jóhannesdóttur nema við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. 31. október 2019 13:22 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Landsbyggðarfólk hrekst á brott vegna slúðurs Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni Grétu Bergrúnar Jóhannesdóttur nema við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri um áhrif nærsamfélagsins á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. 31. október 2019 13:22