Kanna viðhorf Íslendinga til misskiptingar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. október 2019 19:30 Guðbjörg Andrea Jónsdóttir forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands segir afar mikilvægt að kanna reglulega lífsviðhorf landans, Það nýtist m.a. stjórnvöldum við stefnumótun. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands kannar nú viðhorf Íslendinga til ójöfnuðar í tveimur stórum könnunum sem eru einnig gerðar á alþjóðavísu. Forstöðumaður stofnunarinnar segir að aukinn fjöldi innflytjenda í víða um heim hafi aukið á misskiptingu. Kannanirnar eru meðal þeirra umfangsmestu sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerir. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir segir að nú sé verið að gera rannsókn sem kallast evrópska samfélagskönnunin og fer fram á tveggja ára fresti. Þar eru skoðuð séu lífsviðhorf fólks sem taki oft mun meiri breytingum en fólk geri sér grein fyrir. Þá sé verið að kanna sérstaklega viðhorf fólks til vaxandi ójöfnuðar. „Það er samdóma held ég flestra að með auknum fjölda innflytjenda þá leiði það til meiri ójöfnuðar. Það kemur í ljós í vor hvernig staðan á þessu máli er hér á landi þegar við birtum niðurstöður könnunarinnar í heild. Við erum líka að skoða félagslegan ójöfnuð í annarri stórri alþjóðlegri könnun þannig að þetta er mál sem brennur á mörgum núna,“ segir Guðbjörg. Hún segir að niðurstöður evrópsku samfélagskönnunarinnar séu eins konar þjóðarspegill og að í gegnum tíðina hafi stjórnvöld nýtt þær til stefnumótunnar og fræðimenn sótt í gagnagrunninn. Það sé því mikilvægt að fólk taki þátt í þessum könnunum. Guðbjörg segir að oft séu lífsviðhorf Íslendinga sambærileg viðhorfum íbúa á öðrum Norðurlöndum en stundum skerum við okkur úr. „Það kom til dæmis í ljós fyrir nokkrum árum að við vorum með mun meira umburðarlyndi í garð innflytjenda en víða annars staðar. Hins vegar kom í ljós að fólk taldi kjör ellilífeyrisþega væru mjög bágborin hér á landi miðað við viðhorf til sömu mála í öðrum landi og vorum við á pari við viðhorf fólks í Rússlandi og Portúgal,“ segir Guðbjörg Andrea Jónsdóttir. Félagsmál Innflytjendamál Skóla - og menntamál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands kannar nú viðhorf Íslendinga til ójöfnuðar í tveimur stórum könnunum sem eru einnig gerðar á alþjóðavísu. Forstöðumaður stofnunarinnar segir að aukinn fjöldi innflytjenda í víða um heim hafi aukið á misskiptingu. Kannanirnar eru meðal þeirra umfangsmestu sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerir. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir segir að nú sé verið að gera rannsókn sem kallast evrópska samfélagskönnunin og fer fram á tveggja ára fresti. Þar eru skoðuð séu lífsviðhorf fólks sem taki oft mun meiri breytingum en fólk geri sér grein fyrir. Þá sé verið að kanna sérstaklega viðhorf fólks til vaxandi ójöfnuðar. „Það er samdóma held ég flestra að með auknum fjölda innflytjenda þá leiði það til meiri ójöfnuðar. Það kemur í ljós í vor hvernig staðan á þessu máli er hér á landi þegar við birtum niðurstöður könnunarinnar í heild. Við erum líka að skoða félagslegan ójöfnuð í annarri stórri alþjóðlegri könnun þannig að þetta er mál sem brennur á mörgum núna,“ segir Guðbjörg. Hún segir að niðurstöður evrópsku samfélagskönnunarinnar séu eins konar þjóðarspegill og að í gegnum tíðina hafi stjórnvöld nýtt þær til stefnumótunnar og fræðimenn sótt í gagnagrunninn. Það sé því mikilvægt að fólk taki þátt í þessum könnunum. Guðbjörg segir að oft séu lífsviðhorf Íslendinga sambærileg viðhorfum íbúa á öðrum Norðurlöndum en stundum skerum við okkur úr. „Það kom til dæmis í ljós fyrir nokkrum árum að við vorum með mun meira umburðarlyndi í garð innflytjenda en víða annars staðar. Hins vegar kom í ljós að fólk taldi kjör ellilífeyrisþega væru mjög bágborin hér á landi miðað við viðhorf til sömu mála í öðrum landi og vorum við á pari við viðhorf fólks í Rússlandi og Portúgal,“ segir Guðbjörg Andrea Jónsdóttir.
Félagsmál Innflytjendamál Skóla - og menntamál Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira