Kanna viðhorf Íslendinga til misskiptingar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. október 2019 19:30 Guðbjörg Andrea Jónsdóttir forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands segir afar mikilvægt að kanna reglulega lífsviðhorf landans, Það nýtist m.a. stjórnvöldum við stefnumótun. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands kannar nú viðhorf Íslendinga til ójöfnuðar í tveimur stórum könnunum sem eru einnig gerðar á alþjóðavísu. Forstöðumaður stofnunarinnar segir að aukinn fjöldi innflytjenda í víða um heim hafi aukið á misskiptingu. Kannanirnar eru meðal þeirra umfangsmestu sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerir. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir segir að nú sé verið að gera rannsókn sem kallast evrópska samfélagskönnunin og fer fram á tveggja ára fresti. Þar eru skoðuð séu lífsviðhorf fólks sem taki oft mun meiri breytingum en fólk geri sér grein fyrir. Þá sé verið að kanna sérstaklega viðhorf fólks til vaxandi ójöfnuðar. „Það er samdóma held ég flestra að með auknum fjölda innflytjenda þá leiði það til meiri ójöfnuðar. Það kemur í ljós í vor hvernig staðan á þessu máli er hér á landi þegar við birtum niðurstöður könnunarinnar í heild. Við erum líka að skoða félagslegan ójöfnuð í annarri stórri alþjóðlegri könnun þannig að þetta er mál sem brennur á mörgum núna,“ segir Guðbjörg. Hún segir að niðurstöður evrópsku samfélagskönnunarinnar séu eins konar þjóðarspegill og að í gegnum tíðina hafi stjórnvöld nýtt þær til stefnumótunnar og fræðimenn sótt í gagnagrunninn. Það sé því mikilvægt að fólk taki þátt í þessum könnunum. Guðbjörg segir að oft séu lífsviðhorf Íslendinga sambærileg viðhorfum íbúa á öðrum Norðurlöndum en stundum skerum við okkur úr. „Það kom til dæmis í ljós fyrir nokkrum árum að við vorum með mun meira umburðarlyndi í garð innflytjenda en víða annars staðar. Hins vegar kom í ljós að fólk taldi kjör ellilífeyrisþega væru mjög bágborin hér á landi miðað við viðhorf til sömu mála í öðrum landi og vorum við á pari við viðhorf fólks í Rússlandi og Portúgal,“ segir Guðbjörg Andrea Jónsdóttir. Félagsmál Innflytjendamál Skóla - og menntamál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira
Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands kannar nú viðhorf Íslendinga til ójöfnuðar í tveimur stórum könnunum sem eru einnig gerðar á alþjóðavísu. Forstöðumaður stofnunarinnar segir að aukinn fjöldi innflytjenda í víða um heim hafi aukið á misskiptingu. Kannanirnar eru meðal þeirra umfangsmestu sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerir. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir segir að nú sé verið að gera rannsókn sem kallast evrópska samfélagskönnunin og fer fram á tveggja ára fresti. Þar eru skoðuð séu lífsviðhorf fólks sem taki oft mun meiri breytingum en fólk geri sér grein fyrir. Þá sé verið að kanna sérstaklega viðhorf fólks til vaxandi ójöfnuðar. „Það er samdóma held ég flestra að með auknum fjölda innflytjenda þá leiði það til meiri ójöfnuðar. Það kemur í ljós í vor hvernig staðan á þessu máli er hér á landi þegar við birtum niðurstöður könnunarinnar í heild. Við erum líka að skoða félagslegan ójöfnuð í annarri stórri alþjóðlegri könnun þannig að þetta er mál sem brennur á mörgum núna,“ segir Guðbjörg. Hún segir að niðurstöður evrópsku samfélagskönnunarinnar séu eins konar þjóðarspegill og að í gegnum tíðina hafi stjórnvöld nýtt þær til stefnumótunnar og fræðimenn sótt í gagnagrunninn. Það sé því mikilvægt að fólk taki þátt í þessum könnunum. Guðbjörg segir að oft séu lífsviðhorf Íslendinga sambærileg viðhorfum íbúa á öðrum Norðurlöndum en stundum skerum við okkur úr. „Það kom til dæmis í ljós fyrir nokkrum árum að við vorum með mun meira umburðarlyndi í garð innflytjenda en víða annars staðar. Hins vegar kom í ljós að fólk taldi kjör ellilífeyrisþega væru mjög bágborin hér á landi miðað við viðhorf til sömu mála í öðrum landi og vorum við á pari við viðhorf fólks í Rússlandi og Portúgal,“ segir Guðbjörg Andrea Jónsdóttir.
Félagsmál Innflytjendamál Skóla - og menntamál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira