Sky Sports bar saman 61 leik fyrir komu Van Dijk og svo þá 61 leik sem hann hefur leikið fyrir Liverpool. Það er þó vert að taka fram að koma markvarðarins Alisson frá Roma hefur einnig hjálpað til við að bæta varnarleik liðsins. Þá má einnig nefna félaga Van Dijk í miðverðinum, Joël Matip, en Kamerúninn með löngu lappirnar hefur blómstrað við hlið Hollendingsins.
Fabinho, djúpi miðjumaður Liverpool, á einnig hrós skilið að ógleymdum mögnuðum sóknarbakvörðum liðsins, þeim Trent Alexander-Arnold og Andrew Robertson.
Alls hefur Van Dijk leikið 61 leik fyrir Liverpool og því tók Sky saman tölfræði yfir síðusta 61 leik sem Liverpool lék áður en hann kom og þá leiki sem miðvörðurinn stóri og stæðilegi hefur leikið fyrir félagið.
Ótrúlegur munur
1. Sigurhlutfall liðsins hefur farið úr 57% upp í 75%.
2. Í 61 leik fyrir komu Van Dijk fékk Liverpool á sig 70 mörk, í 61 leik með Van Dijk er þessi tala komin niður í 32 mörk.
3. Liðið fór úr því að halda marki sínu hreinu 21 sinni yfir í að halda því hreinu 31 sinni.
4. Mistökum sem leiða til marka hefur fækkað úr 14 niður í fimm.
5. Að lokum hefur liðið farið úr því að fá á sig 17 mörk úr föstum leikatriðum niður í aðeins 11.
Það er því ljóst að koma Van Dijk hefur gjörbylt leik Liverpool. Nú er bara að bíða og sjá hvort það dugi til að landa Englandsmeistaratitlinum sjálfum.
@VirgilvDijk has started 60 of Liverpool’s 61 PL games since he signed in Jan 2018 - this is how they have performed compared to the 61 PL matches beforehand pic.twitter.com/5qaUS1LFE6
— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) October 20, 2019