Clinton ekki talin hafa misfarið með tölvupósta viljandi Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2019 13:41 Tölvupóstar Hillary Clinton voru efni fjölda dálksentímetra í bandarískum dagblöðum fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Vísir/EPA Rannsókn utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna leiddi í ljós að Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra, misfór ekki viljandi með leynilegar upplýsingar með því að nota einkatölvupóstþjón þegar hún var ráðherra. Umfjöllun um málið reyndist Clinton erfiður ljár í þúfu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Málið snerist um að þegar Clinton var utanríkisráðherra notaði hún einkatölvupóstþjón í störfum sínum frekar en opinbert póstfang sitt á vegum alríkisstjórnarinnar. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) rannsakaði meðal annars hvort Clinton hefði þannig misfarið með leynilegar upplýsingar en felldi rannsóknina niður án þess að nokkur væri ákærður árið 2016. Umfjöllun um tölvupóstana fór hátt í kosningabaráttunni árið 2016 þegar Clinton atti kappi við Donald Trump, núverandi forseta. James Comey, þáverandi forstjóri FBI, var harðlega gagnrýndur fyrir veita Clinton ákúrur fyrir vangát með tölvupóstana þrátt fyrir að FBI hefði ekki talið nokkuð saknæmt hafa gerst. Aðeins nokkrum dögum fyrir kosningar skrifaði Comey Bandaríkjaþingi svo umdeild bréf þar sem hann sagði að FBI hefði opnað rannsóknina á tölvupóstum Clinton eftir að fleiri tölvupóstar fundust við aðra og ótengda sakamálarannsókn. Ekkert frekar kom fram í þeim póstum en rök hafa verið færð fyrir því að bréf Comey hafi mögulega veitt framboði Clinton náðarhöggið svo skömmu fyrir kjördag.Bað Rússa um að finna póstana Utanríkisráðuneytið rannsakaði tölvupóstana í um þrjú ár. Niðurstaða þess var að þó að aukin hætta á að leynilegar upplýsingar gætu borist fylgdi því að Clinton notaði eigin tölvupóstþjón hafi ekkert kerfisbundið eða vísvitandi misferli átt sér stað í meðferð upplýsinganna, að sögn New York Times. Þrjátíu og átta núverandi og fyrrverandi embættismenn voru taldir sekir um að brjóta gegn öryggisverkferlum með tölvupóstum sem fóru í gegnum tölvupóstþjón Clinton. Rannsakendur töldu engu að síður að í langflestum tilfellum hafi embættismenn vitað af ferlunum og reynt sitt besta til að fara eftir þeim. „Það voru engar sannfærandi vísbendingar um kerfisbundið, viljandi misferli með leynilegar upplýsingar,“ segir í skýrslu rannsakendanna. Trump og fleiri repúblikanar hafa ítrekað ráðist að Clinton vegna tölvupóstsmálsins. Í kosningabaráttunni hvatti Trump rússnesk stjórnvöld meðal annars til þess að finna tölvupósta sem starfsmenn Clinton eyddu af tölvupóstþjóninum á þeim forsendum að þeir vörðuðu persónuleg mál, frekar en störf hennar sem ráðherra. Þrátt fyrir það hefur fjöldi ráðgjafa og embættismanna Trump viðurkennt að nota eigin samskiptaleiðir í opinberum störfum. Þannig hafa Ivanka Trump, dóttir forsetans, og Jared Kushner, eiginmaður hennar, notað eigin tölvupóst í opinberum störfum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sakar forstjóra FBI um lögbrot Leiðtogi Demókrata í bandarísku öldungadeildinni segir að forstjóri Alríkislögreglunnar FBI hafi mögulega gerst brotlegur við lögin þegar hann greindi frá því að stofnunin væri að rannsaka tölvupósta sem tengjast mögulega Hillary Clinton forsetaframbjóðanda. 31. október 2016 08:16 FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Kushner sagður nota WhatsApp til að ræða við erlenda aðila Þrátt fyrir að gagnaöryggi hafi verið miðpunktur forsetakosninganna árið 2016 virðist dóttir og tengdasonur Trump forseta hafa notað persónuleg samskiptaforrit til að reka opinber erindi. 21. mars 2019 21:00 Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03 Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Rannsókn utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna leiddi í ljós að Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra, misfór ekki viljandi með leynilegar upplýsingar með því að nota einkatölvupóstþjón þegar hún var ráðherra. Umfjöllun um málið reyndist Clinton erfiður ljár í þúfu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Málið snerist um að þegar Clinton var utanríkisráðherra notaði hún einkatölvupóstþjón í störfum sínum frekar en opinbert póstfang sitt á vegum alríkisstjórnarinnar. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) rannsakaði meðal annars hvort Clinton hefði þannig misfarið með leynilegar upplýsingar en felldi rannsóknina niður án þess að nokkur væri ákærður árið 2016. Umfjöllun um tölvupóstana fór hátt í kosningabaráttunni árið 2016 þegar Clinton atti kappi við Donald Trump, núverandi forseta. James Comey, þáverandi forstjóri FBI, var harðlega gagnrýndur fyrir veita Clinton ákúrur fyrir vangát með tölvupóstana þrátt fyrir að FBI hefði ekki talið nokkuð saknæmt hafa gerst. Aðeins nokkrum dögum fyrir kosningar skrifaði Comey Bandaríkjaþingi svo umdeild bréf þar sem hann sagði að FBI hefði opnað rannsóknina á tölvupóstum Clinton eftir að fleiri tölvupóstar fundust við aðra og ótengda sakamálarannsókn. Ekkert frekar kom fram í þeim póstum en rök hafa verið færð fyrir því að bréf Comey hafi mögulega veitt framboði Clinton náðarhöggið svo skömmu fyrir kjördag.Bað Rússa um að finna póstana Utanríkisráðuneytið rannsakaði tölvupóstana í um þrjú ár. Niðurstaða þess var að þó að aukin hætta á að leynilegar upplýsingar gætu borist fylgdi því að Clinton notaði eigin tölvupóstþjón hafi ekkert kerfisbundið eða vísvitandi misferli átt sér stað í meðferð upplýsinganna, að sögn New York Times. Þrjátíu og átta núverandi og fyrrverandi embættismenn voru taldir sekir um að brjóta gegn öryggisverkferlum með tölvupóstum sem fóru í gegnum tölvupóstþjón Clinton. Rannsakendur töldu engu að síður að í langflestum tilfellum hafi embættismenn vitað af ferlunum og reynt sitt besta til að fara eftir þeim. „Það voru engar sannfærandi vísbendingar um kerfisbundið, viljandi misferli með leynilegar upplýsingar,“ segir í skýrslu rannsakendanna. Trump og fleiri repúblikanar hafa ítrekað ráðist að Clinton vegna tölvupóstsmálsins. Í kosningabaráttunni hvatti Trump rússnesk stjórnvöld meðal annars til þess að finna tölvupósta sem starfsmenn Clinton eyddu af tölvupóstþjóninum á þeim forsendum að þeir vörðuðu persónuleg mál, frekar en störf hennar sem ráðherra. Þrátt fyrir það hefur fjöldi ráðgjafa og embættismanna Trump viðurkennt að nota eigin samskiptaleiðir í opinberum störfum. Þannig hafa Ivanka Trump, dóttir forsetans, og Jared Kushner, eiginmaður hennar, notað eigin tölvupóst í opinberum störfum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sakar forstjóra FBI um lögbrot Leiðtogi Demókrata í bandarísku öldungadeildinni segir að forstjóri Alríkislögreglunnar FBI hafi mögulega gerst brotlegur við lögin þegar hann greindi frá því að stofnunin væri að rannsaka tölvupósta sem tengjast mögulega Hillary Clinton forsetaframbjóðanda. 31. október 2016 08:16 FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Kushner sagður nota WhatsApp til að ræða við erlenda aðila Þrátt fyrir að gagnaöryggi hafi verið miðpunktur forsetakosninganna árið 2016 virðist dóttir og tengdasonur Trump forseta hafa notað persónuleg samskiptaforrit til að reka opinber erindi. 21. mars 2019 21:00 Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03 Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Sakar forstjóra FBI um lögbrot Leiðtogi Demókrata í bandarísku öldungadeildinni segir að forstjóri Alríkislögreglunnar FBI hafi mögulega gerst brotlegur við lögin þegar hann greindi frá því að stofnunin væri að rannsaka tölvupósta sem tengjast mögulega Hillary Clinton forsetaframbjóðanda. 31. október 2016 08:16
FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30
Kushner sagður nota WhatsApp til að ræða við erlenda aðila Þrátt fyrir að gagnaöryggi hafi verið miðpunktur forsetakosninganna árið 2016 virðist dóttir og tengdasonur Trump forseta hafa notað persónuleg samskiptaforrit til að reka opinber erindi. 21. mars 2019 21:00
Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03
Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30