Misstu einn besta leikstjórnanda sögunnar en hafa ekki tapað síðan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2019 22:45 Teddy Bridgewater stýrir sínum mönnum í New Orleans Saints. Getty/Nuccio DiNuzzo Sigurganga Dýrlinganna frá New Orleans hefur vakið mikla athygli í NFL-deildinni enda ekki mörg lið sem ráða við að missa hershöfðingja sinn. New Orleans Saints liðið varð fyrir miklu áfalli í byrjun NFL-tímabilsins þegar stjörnuleikstjórnandi liðsins, Drew Brees, meiddist illa á kasthendinni sinni. Drew Brees er einn besti leikstjórnandi sögunnar og á fjöldamörg met í NFL-deildinni. Hann hefur nánast sloppið við meiðsli undanfarin áratug en Brees meiddist snemma í öðrum leik tímabilsins á móti Los Angeles Rams. Seinna kom í ljós að hann yrði frá í sex til átta vikur.Teddy Bridgewater looking to go 5-0 as the #Saints starter.pic.twitter.com/dI3QfQSEBQ — Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) October 20, 2019 Saints liðið bjó svo vel að vera með Teddy Bridgewater á bekknum. Bridgewater var vonarstjarna hjá Minnesota Vikings áður en hann rústaði hnénu sínu skömmu fyrir tímabilið 2016. Bridgewater var frá í tvö ár og fékk ekki nýjan samning hjá Vikings. Hann fór í eitt ár til New York Jets en samdi svo við New Orleans Saints í fyrra. Fyrir þetta tímabil gerði Saints hann svo að launahæsta varaleikstjórnanda deildarinnar. Teddy Bridgewater var öruggur með að fá 7,25 milljónir dollara, 908 milljónir íslenskra króna, fyrir tímabilið þrátt fyrir að vera varamaður Drew Brees. Saints menn sjá ekki eftir þeim peningum því hann hefur leitt liðið til sigurs í öllum fimm leikjunum sem hann hefur verið í byrjunarliðinu.Teddy Bridgewater since taking over for an injured Drew Brees: 5-0 W-L 9-2 TD/Int ratio 1,205 pass yds pic.twitter.com/ocMSzNoK7B — ESPN (@espn) October 20, 2019 New Orleans Saints vann 36-25 sigur á Chicago Bears í gær en hafði áður unnið Seattle Seahawks, Dallas Cowboys, Tampa Bay Buccaneers og Jacksonville Jaguars. Eina tapið á tímabili er leikurinn afdrifaríki á móti Los Angeles Rams þar sem Drew Brees meiddist. Teddy Bridgewater hefur skilað flottum tölum og er með níu snertimarkssendingar á móti aðeins tveimur töpuðum boltum.Saints stomp Bears, move to 5-0 with Bridgewater https://t.co/EzTr2HsdAi — ProFootballTalk (@ProFootballTalk) October 20, 2019 Sean Payton, þjálfari New Orleans Saints, hefur enn á ný sannað sig sem einn af allra bestu þjálfurum deildarinnar í fjarveru Brees og með frammistöðu sinni hefur Teddy Bridgewater stimplað sig aftur inn í hóp þeirra leikstjórnanda sem eiga skilið byjunarliðssæti í NFL-deildinni. Drew Brees er allur að ná sér og byrjar að æfa í vikunni. Hann er örugglega orðinn óþolinmóður að komast aftur inn á völlinn og kannski smá hræddur við að Bridgewater haldi honum út úr liðinu. Það er þó 99 prósent líkur á því að Drew Brees komi aftur inn þegar hann er klár. NFL Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Sigurganga Dýrlinganna frá New Orleans hefur vakið mikla athygli í NFL-deildinni enda ekki mörg lið sem ráða við að missa hershöfðingja sinn. New Orleans Saints liðið varð fyrir miklu áfalli í byrjun NFL-tímabilsins þegar stjörnuleikstjórnandi liðsins, Drew Brees, meiddist illa á kasthendinni sinni. Drew Brees er einn besti leikstjórnandi sögunnar og á fjöldamörg met í NFL-deildinni. Hann hefur nánast sloppið við meiðsli undanfarin áratug en Brees meiddist snemma í öðrum leik tímabilsins á móti Los Angeles Rams. Seinna kom í ljós að hann yrði frá í sex til átta vikur.Teddy Bridgewater looking to go 5-0 as the #Saints starter.pic.twitter.com/dI3QfQSEBQ — Dov Kleiman (@NFL_DovKleiman) October 20, 2019 Saints liðið bjó svo vel að vera með Teddy Bridgewater á bekknum. Bridgewater var vonarstjarna hjá Minnesota Vikings áður en hann rústaði hnénu sínu skömmu fyrir tímabilið 2016. Bridgewater var frá í tvö ár og fékk ekki nýjan samning hjá Vikings. Hann fór í eitt ár til New York Jets en samdi svo við New Orleans Saints í fyrra. Fyrir þetta tímabil gerði Saints hann svo að launahæsta varaleikstjórnanda deildarinnar. Teddy Bridgewater var öruggur með að fá 7,25 milljónir dollara, 908 milljónir íslenskra króna, fyrir tímabilið þrátt fyrir að vera varamaður Drew Brees. Saints menn sjá ekki eftir þeim peningum því hann hefur leitt liðið til sigurs í öllum fimm leikjunum sem hann hefur verið í byrjunarliðinu.Teddy Bridgewater since taking over for an injured Drew Brees: 5-0 W-L 9-2 TD/Int ratio 1,205 pass yds pic.twitter.com/ocMSzNoK7B — ESPN (@espn) October 20, 2019 New Orleans Saints vann 36-25 sigur á Chicago Bears í gær en hafði áður unnið Seattle Seahawks, Dallas Cowboys, Tampa Bay Buccaneers og Jacksonville Jaguars. Eina tapið á tímabili er leikurinn afdrifaríki á móti Los Angeles Rams þar sem Drew Brees meiddist. Teddy Bridgewater hefur skilað flottum tölum og er með níu snertimarkssendingar á móti aðeins tveimur töpuðum boltum.Saints stomp Bears, move to 5-0 with Bridgewater https://t.co/EzTr2HsdAi — ProFootballTalk (@ProFootballTalk) October 20, 2019 Sean Payton, þjálfari New Orleans Saints, hefur enn á ný sannað sig sem einn af allra bestu þjálfurum deildarinnar í fjarveru Brees og með frammistöðu sinni hefur Teddy Bridgewater stimplað sig aftur inn í hóp þeirra leikstjórnanda sem eiga skilið byjunarliðssæti í NFL-deildinni. Drew Brees er allur að ná sér og byrjar að æfa í vikunni. Hann er örugglega orðinn óþolinmóður að komast aftur inn á völlinn og kannski smá hræddur við að Bridgewater haldi honum út úr liðinu. Það er þó 99 prósent líkur á því að Drew Brees komi aftur inn þegar hann er klár.
NFL Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira