Enn mikil vinna óunnin hjá FAA vegna 737 MAX flugvélanna Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2019 15:46 Mynd sem tekin var við starfsstöð Boeing í Seattle. AP/Elaine Thompson Starfsmenn Boeing hafa náð miklum árangri í að koma 737 MAX flugvélum fyrirtækisins aftur í loftið. Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, þurfa þó einhverjar vikur til að tryggja að úrræði Boeing dugi til. Þetta sagði Steve Dickson, forstjóri FAA, í dag. Galli í hugbúnaði flugvélanna er talinn hafa valdið tveimur flugslysum sem urðu 346 manns að bana. Fyrra slysið varð í Indónesíu í október 2018 þegar Boeing Max 737 vél Lion Air hrapaði í sjóinn stuttu eftir flugtak frá Jakarta. Í því slysi létust 189. Síðara slysið varð í Eþíópíu þegar vél Ethiopian Airlines hrapaði nokkrum mínútum eftir að vélin tók á loft og létust allir 157 um borð. Síðan þá hafa flugvélarnar verið kyrrsettar víða um heim og pantanir flugfélaga frá Boeing sömuleiðis. Fyrirtækið vonast til þess að koma þeim aftur í loftið seinna á þessu ári. Dickson sagði á ráðstefnu í dag, samkvæmt frétt Reuters, að FAA hefði fengið nýjar uppfærslur fyrir hugbúnaðinn og önnur gögn. Hann sagði þó mikla vinnu fyrir höndum og að 737 MAX-flugvélarnar færu ekki aftur í loftið fyrr en hann væri sannfærður um að þær væru fyllilega öruggar. Um helgina bárust fregnir af því að starfsmenn Boeing hafi vitað af göllum flugvélanna. Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Starfsmenn Boeing hafa náð miklum árangri í að koma 737 MAX flugvélum fyrirtækisins aftur í loftið. Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, þurfa þó einhverjar vikur til að tryggja að úrræði Boeing dugi til. Þetta sagði Steve Dickson, forstjóri FAA, í dag. Galli í hugbúnaði flugvélanna er talinn hafa valdið tveimur flugslysum sem urðu 346 manns að bana. Fyrra slysið varð í Indónesíu í október 2018 þegar Boeing Max 737 vél Lion Air hrapaði í sjóinn stuttu eftir flugtak frá Jakarta. Í því slysi létust 189. Síðara slysið varð í Eþíópíu þegar vél Ethiopian Airlines hrapaði nokkrum mínútum eftir að vélin tók á loft og létust allir 157 um borð. Síðan þá hafa flugvélarnar verið kyrrsettar víða um heim og pantanir flugfélaga frá Boeing sömuleiðis. Fyrirtækið vonast til þess að koma þeim aftur í loftið seinna á þessu ári. Dickson sagði á ráðstefnu í dag, samkvæmt frétt Reuters, að FAA hefði fengið nýjar uppfærslur fyrir hugbúnaðinn og önnur gögn. Hann sagði þó mikla vinnu fyrir höndum og að 737 MAX-flugvélarnar færu ekki aftur í loftið fyrr en hann væri sannfærður um að þær væru fyllilega öruggar. Um helgina bárust fregnir af því að starfsmenn Boeing hafi vitað af göllum flugvélanna.
Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira