Enski boltinn

Liverpool fordæmir eigin stuðningsmenn fyrir rasískan borða um Divock Origi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Myndin er ekki af borðanum sem um ræðir en hún er frá leiknum í kvöld.
Myndin er ekki af borðanum sem um ræðir en hún er frá leiknum í kvöld. vísir/getty
Liverpool þurfti að fjarlægja borða sem þeirra eigin stuðningsmenn voru með í kvöld er liðið spilar við Genk í Belgíu í Meistaradeild Evrópu.

Stuðningsmennirnir settu upp borða af Divock Origi. Framherjinn var nakinn á myndinni og stóð hliðina á Meistaradeildarbikarnum.

Starfsmenn Liverpool voru fljótir til og létu fjarlægja borðann sem þeir sögðu að væri staðalímynd fyrir kynþáttahatur.

„Þetta er algjörlega óafsakanlegt. Liverpool fordæmir móðgandi borða sem var á okkar svæði á vellinum áður en leikurinn hófst,“ segir í tilkynningu Liverpool.







„Við brugðumst fljótt við til þess að fjarlægja borðann og nú erum við að vinna að því ásamt starfsfólki vallarins í Genk hverjir bera ábyrgð á þessu.“

„Allar aðgerðir í kjölfarið munu vera teknar í samræmi við refsiferlið innan félagsins,“ sagði félagið að lokum.

Origi sem er 24 ára gamall kom í gegnum akademíu Genk áður en hann fór þaðan til Lille árið 2010.

Hann byrjaði leikinn í kvöld á varamannabekknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×