Það er mikið um meiðsli í NFL-deildinni en sum eru stærri en önnur. Þegar leikstjórnendur meiðast þá geta lið lent í miklum vandræðum og hvað þá þegar besti leikmaður síðasta tímabils
Patrick Mahomes, besti leikmaður NFL-deildarinnar, meiddist illa á hné í leik Kansas City Chiefs síðastliðinn fimmtudag. Stuðningsmenn Kansas City Chiefs þurftu sumir eflaust áfallahjálp enda útlitið ekki gott.
From NFL Now: #Chiefs QB Patrick Mahomes is going to be on the field throwing today, and if that's all he does, that's still good. Nothing but positive news following his dislocated kneecap. pic.twitter.com/bfKZ1aQ7gD
— Ian Rapoport (@RapSheet) October 23, 2019
Í beinni sjónvarpsútsendingu sáust sjúkraþjálfarar Kansas City Chiefs kippa hnéskel Patrick Mahomes aftur í liðinn og það er ekki beint góð tíðindi þegar hnéskelinn er farin á flakk. Patrick Mahomes stóð samt upp og var studdur af velli en spilaði ekki meira í leiknum.
Eftir leikinn fóru menn að velta fyrir sér hvort tímabilið væri búið hjá þessum frábæra leikmanni og um leið væru kannski úr sögunni möguleikar Kansas City Chiefs um að fara alla leið í Super Bowl leikinn.
Patrick Mahomes fékk góðar fréttir daginn eftir þegar það kom í ljós að ekkert var slitið. Það var samt búist við því að Patrick Mahomes yrði frá í þrjár til sex vikur.
There's something different about Patrick Mahomes, and Andy Reid knows it. pic.twitter.com/ac1emmcg9c
— NFL on ESPN (@ESPNNFL) October 24, 2019
Það kom því mörgum mjög á óvart í gær þegar Patrick Mahomes var mættur aftur á æfingu hjá Kansas City Chiefs innan við sex dögum eftir atvikið. Hann sást kasta boltanum á æfingu en tók að sjálfsögðu ekki þátt í neinum líkamlegum átökum.
Það mun síðan koma í ljós hvenær Kansas City Chiefs er tilbúið að setja hann aftur út á völlinn. Það hljóta að vera einhverjar vikur í það enda mikilvægt fyrir liðið að leikstjórnandinn fá tíma til að ná sér almennilega.
Patrick Mahomes er einstakur leikmaður og með einstaka kasttækni. Hæfileikar hans hafa gert hann að stórstjörnu í NFL-deildinni á einu tímabili. Það væri annar kafli í hetjusöguna ef hann nær að snúa fljótt til baka eftir svona erfið meiðsli.
Video: #Chiefs QB Patrick Mahomes returns to the practice field six days removed from a kneecap dislocation. pic.twitter.com/m53byDYs1r
— Arrowhead Pride (@ArrowheadPride) October 23, 2019