Segir þingmann sá tortryggni með orðum sínum um endurheimt votlendis Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2019 13:59 Einar Bárðarson er framkvæmdastjóri Votlendissjóðs. Aðsent Framkvæmdastjóri Votlendissjóðs, segir Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, sá tortryggni með orðum sem hún lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagði Líneik Anna meðal annars að margvísleg mistök hafi verið gerð við framræslu lands á sínum tíma og að gæta þurfi að því að fara ekki of geyst við endurheimt votlendis. „Þingmaður, sem greinilega hefur kynnt sér málaflokkinn takmarkað, fullyrti þar að endurheimt votlendis á Íslandi væri ákvörðun eins manns og það þyrfti að fara varlega í það. Það er fráleit fullyrðing,“ segir í tilkynningu frá Votlendissjóði sem Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri sjóðsins, ritar undir. Sjá einnig: Ekki megi stilla upp aðferðum við kolefnisbindingu sem andstæðum Í tilkynningunni segir að þær jarðir þar sem sjóðurinn vinnur að endurheimt votlendis eða stendur til að hefja endurheimt séu verkefni þar sem landeigendur hafi átt frumkvæði. „Í framhaldi eru jarðirnar mældar og teknar út, bæði af sérfræðingum á vegum Votlendissjóðs og svo aftur og mun ítarlegar af Landgræðslunni. Þegar Landgræðslan hefur staðfest að jarðirnar séu hæfar til endurheimtar hefst hið verklega ferli. Undanfari verklegra framkvæmda er því í flestum tilfellum ár eða lengra,“ segir í tilkynningunni. Þá sé endurheimt votlendis hér á landi unnin eftir leiðsögn og leiðbeiningum sérfræðinga og vísindamanna. Votlendissjóður leiti jafnframt til sérstaks fagráðs um verkefni sjóðsins þar sem sitja fulltrúar frá Náttúrufræðistofnun, Rannsóknasetri HÍ á Suðurlandi, Landgræðsunni, Arkitektafélagi Íslands og verkfræðistofunni Eflu.Vonar að samtal komi í veg fyrir „óþarfa uppnám“ „Votlendissjóður harmar orð þingmannsins sem sá tortryggni og innistæðulausri andstöðu við öflugustu og einföldustu leið í átt að kolefnisjöfnun sem Íslendingar eiga völ á að fara,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Þá er áréttað að sjóðurinn sé sjálfseignastofnun sem fjármögnuð er af einstaklingum og fyrirtækjum. Þá hafi sjóðurinn engar fyrirfram gefnar heimildir til nokkurra framkvæmda. Fyrir öllum framkvæmdum þurfi að liggja fyrir skýrt leyfi og vilji hlutaðeigandi landeigenda. „Votlendissjóður tekur þó undir orð þingmannsins um að við þurfum að vinna að skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis á grunni skipulags og víðtæks samráðs. Alþingi hefur þó litlu sem engu bætt við í þá málaflokka þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar um vilja til annars,“ segir í tilkynningunni. Loks er þingmanni bent á opinn fund um endurheimt votlendis sem fer fram í nóvember þar sem verkefni sjóðsins verða til umfjöllunar. „Það er von Votlendissjóðsins að áframhaldandi samtal milli sjóðsins og þingmanna muni koma í veg fyrir svona óþarfa uppnám.“ Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Framkvæmdastjóri Votlendissjóðs, segir Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingmann Framsóknarflokksins, sá tortryggni með orðum sem hún lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar sagði Líneik Anna meðal annars að margvísleg mistök hafi verið gerð við framræslu lands á sínum tíma og að gæta þurfi að því að fara ekki of geyst við endurheimt votlendis. „Þingmaður, sem greinilega hefur kynnt sér málaflokkinn takmarkað, fullyrti þar að endurheimt votlendis á Íslandi væri ákvörðun eins manns og það þyrfti að fara varlega í það. Það er fráleit fullyrðing,“ segir í tilkynningu frá Votlendissjóði sem Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri sjóðsins, ritar undir. Sjá einnig: Ekki megi stilla upp aðferðum við kolefnisbindingu sem andstæðum Í tilkynningunni segir að þær jarðir þar sem sjóðurinn vinnur að endurheimt votlendis eða stendur til að hefja endurheimt séu verkefni þar sem landeigendur hafi átt frumkvæði. „Í framhaldi eru jarðirnar mældar og teknar út, bæði af sérfræðingum á vegum Votlendissjóðs og svo aftur og mun ítarlegar af Landgræðslunni. Þegar Landgræðslan hefur staðfest að jarðirnar séu hæfar til endurheimtar hefst hið verklega ferli. Undanfari verklegra framkvæmda er því í flestum tilfellum ár eða lengra,“ segir í tilkynningunni. Þá sé endurheimt votlendis hér á landi unnin eftir leiðsögn og leiðbeiningum sérfræðinga og vísindamanna. Votlendissjóður leiti jafnframt til sérstaks fagráðs um verkefni sjóðsins þar sem sitja fulltrúar frá Náttúrufræðistofnun, Rannsóknasetri HÍ á Suðurlandi, Landgræðsunni, Arkitektafélagi Íslands og verkfræðistofunni Eflu.Vonar að samtal komi í veg fyrir „óþarfa uppnám“ „Votlendissjóður harmar orð þingmannsins sem sá tortryggni og innistæðulausri andstöðu við öflugustu og einföldustu leið í átt að kolefnisjöfnun sem Íslendingar eiga völ á að fara,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Þá er áréttað að sjóðurinn sé sjálfseignastofnun sem fjármögnuð er af einstaklingum og fyrirtækjum. Þá hafi sjóðurinn engar fyrirfram gefnar heimildir til nokkurra framkvæmda. Fyrir öllum framkvæmdum þurfi að liggja fyrir skýrt leyfi og vilji hlutaðeigandi landeigenda. „Votlendissjóður tekur þó undir orð þingmannsins um að við þurfum að vinna að skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis á grunni skipulags og víðtæks samráðs. Alþingi hefur þó litlu sem engu bætt við í þá málaflokka þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar um vilja til annars,“ segir í tilkynningunni. Loks er þingmanni bent á opinn fund um endurheimt votlendis sem fer fram í nóvember þar sem verkefni sjóðsins verða til umfjöllunar. „Það er von Votlendissjóðsins að áframhaldandi samtal milli sjóðsins og þingmanna muni koma í veg fyrir svona óþarfa uppnám.“
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira