Ekki horft til kynjajafnræðis í inn- og útlánum Íslandsbanka Heimir Már Pétursson skrifar 24. október 2019 18:30 Stefna Íslandsbanka í jafnréttismálum mun ekki hafa áhrif á hvaðan bankinn þiggur innlán að sögn upplýsingafulltrúa bankans. Aðeins sé verið að horfa til þess hvaðan bankinn kaupi þjónustu. Fjármálaráðherra segir fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins fyrst og fremst eiga að þjóna fyrirtækjum og heimilum landsins. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag gerði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins athugasemdir við boðaða stefnu Íslandsbanka um að sniðganga viðskipti við fyrirtæki þar sem ekki væri jafnræði í stöðu kynjanna. Eru kaup auglýsinga í fjölmiðlum sérstaklega nefnd íþessu samhengi. Formaðurinn spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvort eðlilegt væri að ríkisbanki nýtti afl sitt með þessum hætti til í þvingunarskyni. „Þar sem meðal annars fjölmiðlar eiga á hættu að fylgi þeir ekki stefnu bankans, því sem bankinn ætlast til, þá verði þeim refsað fjárhagslega,“ sagði Sigmundur Davíð.Sjá einnig: Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Ráðherra sagði fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins eiga að fylgja eigendastefnu ríkisins og þjóna fyrirtækjum og heimilum meðal annars með út- og innlánum. Vissulega hefði ríkisstjórnin lagt áherslu á græna málaflokka og jafnréttismál, en það væri spurning hvar bankinn ætlaði að draga línurnar í þeim málaflokkum. „Ef að menn ætla að gera þá að einhverju aðalatriði í sinni starfsemi finnst mér ákveðinn tvískinnungsháttur í því að ætla að gera það eingöngu á útgjaldahlið bankans en ekki á tekjuhliðinni. Ef menn ætla að taka þessa stefnu og þróa hana eitthvað lengra, þessa hugmyndafræði, ætla menn þá að neita viðskiptum við þá sem starfa ekki samkvæmt þessari hugmyndafræði,“ sagði Bjarni. Edda Hermannsdóttir upplýsingafulltrúi Íslandsbanka segir að með stefnu sinni vilji bankinn hafa jákvæð áhrif og hvetja fyrirtæki til að horfa til jafnréttis- og umhverfismála. „Þetta snýr eingöngu að innkaupum bankans. Það er ekki tengt útlánum og innlánum. Þetta er bara þjónusta og þeir birgjar sem við erum að vinna með. Það er líka rétt að taka fram að þetta er ekkert sem er að fara að gerast á einum degi,“ segir Edda. Það sé ekki verið að slökkva á neinum viðskiptum en bankinn vilji uppfylla heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem bankinn hafi sett sér og muni þar með horfa til stöðu kvenna í fjölmiðlum við auglýsingakaup. „En við erum að sjálfsögðu ekki að skipta okkur af einhverjum efnistökum þessara fjölmiðla. Þeir hafa eins frjálsar hendur með það eins og þeir vilja. En bara að við sjáum fleiri konur komast að á ákveðnum fjölmiðlum,“ segir Edda Hermannsdóttir. Fjölmiðlar Íslenskir bankar Jafnréttismál Tengdar fréttir Ritstjórnarvald ríkisins Útspil Íslandsbanka um að úthýsa fjölmiðlum sem fullnægja ekki skilyrðum bankans um kynjajafnrétti vekur athygli. Ákvörðunin byggir á sjónarmiðum um samfélagsábyrgð. 24. október 2019 16:15 Útspil Íslandsbanka kemur fjármálaráðherra spánskt fyrir sjónir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum "sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“ 24. október 2019 11:30 Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Stefna Íslandsbanka í jafnréttismálum mun ekki hafa áhrif á hvaðan bankinn þiggur innlán að sögn upplýsingafulltrúa bankans. Aðeins sé verið að horfa til þess hvaðan bankinn kaupi þjónustu. Fjármálaráðherra segir fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins fyrst og fremst eiga að þjóna fyrirtækjum og heimilum landsins. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag gerði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins athugasemdir við boðaða stefnu Íslandsbanka um að sniðganga viðskipti við fyrirtæki þar sem ekki væri jafnræði í stöðu kynjanna. Eru kaup auglýsinga í fjölmiðlum sérstaklega nefnd íþessu samhengi. Formaðurinn spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hvort eðlilegt væri að ríkisbanki nýtti afl sitt með þessum hætti til í þvingunarskyni. „Þar sem meðal annars fjölmiðlar eiga á hættu að fylgi þeir ekki stefnu bankans, því sem bankinn ætlast til, þá verði þeim refsað fjárhagslega,“ sagði Sigmundur Davíð.Sjá einnig: Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Ráðherra sagði fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins eiga að fylgja eigendastefnu ríkisins og þjóna fyrirtækjum og heimilum meðal annars með út- og innlánum. Vissulega hefði ríkisstjórnin lagt áherslu á græna málaflokka og jafnréttismál, en það væri spurning hvar bankinn ætlaði að draga línurnar í þeim málaflokkum. „Ef að menn ætla að gera þá að einhverju aðalatriði í sinni starfsemi finnst mér ákveðinn tvískinnungsháttur í því að ætla að gera það eingöngu á útgjaldahlið bankans en ekki á tekjuhliðinni. Ef menn ætla að taka þessa stefnu og þróa hana eitthvað lengra, þessa hugmyndafræði, ætla menn þá að neita viðskiptum við þá sem starfa ekki samkvæmt þessari hugmyndafræði,“ sagði Bjarni. Edda Hermannsdóttir upplýsingafulltrúi Íslandsbanka segir að með stefnu sinni vilji bankinn hafa jákvæð áhrif og hvetja fyrirtæki til að horfa til jafnréttis- og umhverfismála. „Þetta snýr eingöngu að innkaupum bankans. Það er ekki tengt útlánum og innlánum. Þetta er bara þjónusta og þeir birgjar sem við erum að vinna með. Það er líka rétt að taka fram að þetta er ekkert sem er að fara að gerast á einum degi,“ segir Edda. Það sé ekki verið að slökkva á neinum viðskiptum en bankinn vilji uppfylla heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem bankinn hafi sett sér og muni þar með horfa til stöðu kvenna í fjölmiðlum við auglýsingakaup. „En við erum að sjálfsögðu ekki að skipta okkur af einhverjum efnistökum þessara fjölmiðla. Þeir hafa eins frjálsar hendur með það eins og þeir vilja. En bara að við sjáum fleiri konur komast að á ákveðnum fjölmiðlum,“ segir Edda Hermannsdóttir.
Fjölmiðlar Íslenskir bankar Jafnréttismál Tengdar fréttir Ritstjórnarvald ríkisins Útspil Íslandsbanka um að úthýsa fjölmiðlum sem fullnægja ekki skilyrðum bankans um kynjajafnrétti vekur athygli. Ákvörðunin byggir á sjónarmiðum um samfélagsábyrgð. 24. október 2019 16:15 Útspil Íslandsbanka kemur fjármálaráðherra spánskt fyrir sjónir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum "sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“ 24. október 2019 11:30 Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Ritstjórnarvald ríkisins Útspil Íslandsbanka um að úthýsa fjölmiðlum sem fullnægja ekki skilyrðum bankans um kynjajafnrétti vekur athygli. Ákvörðunin byggir á sjónarmiðum um samfélagsábyrgð. 24. október 2019 16:15
Útspil Íslandsbanka kemur fjármálaráðherra spánskt fyrir sjónir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum "sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“ 24. október 2019 11:30
Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00