Gylfi lék í klukkutíma í grátlegu tapi gegn Brighton | Öll úrslit dagsins Anton Ingi Leifsson skrifar 26. október 2019 15:45 Baráttan í leik dagsins. vísir/getty Everton tapaði 3-2 fyrir Brighton á útivelli í enska boltanum í dag en sigurmarkið kom á 95. mínútu. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði í rúman klukkutíma. Pascal Gross kom Brighton yfir eftir stundarfjórðung. Andre Gomes braut þá klaufalega af sér og Gross þrumaði boltanum í netið úr aukaspyrnunni en Jordan Pickford átti að gera betur.1 - Pascal Groß has scored Brighton’s first ever direct free-kick in the Premier League and their first in league competition since Sébastien Pocognoli netted vs QPR in the Championship in April 2017. Rocket.— OptaJoe (@OptaJoe) October 26, 2019 Adam var þó ekki lengi í paradís hjá Brighton því fimm mínútum síðar var staðan orðinn jöfn. Richarlison skallaði hornspyrnu Lucas Digne í Adam Webster og í netið. Gylfa var skipt inn eftir hálftímaleik eftir að Bernard hafi runnið til á vellinum og meiðst en ekki voru fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleik. Everton komst svo yfir stundarfjórðungi fyrir leikslok. Uppöldu strákarnir í Everton-liðinu, Mason Holgate, stakk boltanum á varamanninn Dominic Calvert-Lewin sem skoraði úr þröngu færi.Dominic Calvert-Lewin has now scored five goals in his last five games for Everton in all competitions. Super-sub. pic.twitter.com/8ZkCh2xePF— Squawka Football (@Squawka) October 26, 2019 Einungis tveimur mínútum síðar fékk Brighton vítaspyrnu eftir að Michael Keane braut klaufalega af sér. Á punktinn steig Neal Maupay og skoraði af öryggi. Dramatíkinn var ekki lokið. Brighton skoraði sigurmark á 95. mínútu en eftir skyndisókn varð Lucas Digne fyri því óláni að skora sjálfsmark. Lokatölur 3-2. Everton er í 15. sæti deildarinnar með tíu stig en Brighton skaust upp í níu stig með sigri dagsins. West Ham og Sheffield United gerðu svo 1-1 jafntefli á Lundúnar-leikvanginum. Robert Snodgrass kom West Ham yfir í fyrri hálfleik en Lys Mousset jafnaði metin í þeim síðari.FULL-TIME West Ham 1-1 Sheff Utd Lys Mousset's second-half strike earns the visitors a well-earned point#WHUSHUpic.twitter.com/1rz795k0rE— Premier League (@premierleague) October 26, 2019 West Ham er í 9. sætinu með 13 stig en Sheffield United er að gera það gott. Þeir eru í sjöunda sætinu með þrettán stig. Watford og Bournemouth gerðu svo markalaust jafntefli. Watford áfram á botninum en Bournemouth siglir lygnan sjó í áttunda sætinu.Úrslit dagsins: Man. City - Aston Villa 3-0 Brighton - Everton 3-2 Watford - Bournemouth 0-0 West Ham - Sheffield United 1-1 16.30 Burnley - Chelsea Enski boltinn
Everton tapaði 3-2 fyrir Brighton á útivelli í enska boltanum í dag en sigurmarkið kom á 95. mínútu. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði í rúman klukkutíma. Pascal Gross kom Brighton yfir eftir stundarfjórðung. Andre Gomes braut þá klaufalega af sér og Gross þrumaði boltanum í netið úr aukaspyrnunni en Jordan Pickford átti að gera betur.1 - Pascal Groß has scored Brighton’s first ever direct free-kick in the Premier League and their first in league competition since Sébastien Pocognoli netted vs QPR in the Championship in April 2017. Rocket.— OptaJoe (@OptaJoe) October 26, 2019 Adam var þó ekki lengi í paradís hjá Brighton því fimm mínútum síðar var staðan orðinn jöfn. Richarlison skallaði hornspyrnu Lucas Digne í Adam Webster og í netið. Gylfa var skipt inn eftir hálftímaleik eftir að Bernard hafi runnið til á vellinum og meiðst en ekki voru fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleik. Everton komst svo yfir stundarfjórðungi fyrir leikslok. Uppöldu strákarnir í Everton-liðinu, Mason Holgate, stakk boltanum á varamanninn Dominic Calvert-Lewin sem skoraði úr þröngu færi.Dominic Calvert-Lewin has now scored five goals in his last five games for Everton in all competitions. Super-sub. pic.twitter.com/8ZkCh2xePF— Squawka Football (@Squawka) October 26, 2019 Einungis tveimur mínútum síðar fékk Brighton vítaspyrnu eftir að Michael Keane braut klaufalega af sér. Á punktinn steig Neal Maupay og skoraði af öryggi. Dramatíkinn var ekki lokið. Brighton skoraði sigurmark á 95. mínútu en eftir skyndisókn varð Lucas Digne fyri því óláni að skora sjálfsmark. Lokatölur 3-2. Everton er í 15. sæti deildarinnar með tíu stig en Brighton skaust upp í níu stig með sigri dagsins. West Ham og Sheffield United gerðu svo 1-1 jafntefli á Lundúnar-leikvanginum. Robert Snodgrass kom West Ham yfir í fyrri hálfleik en Lys Mousset jafnaði metin í þeim síðari.FULL-TIME West Ham 1-1 Sheff Utd Lys Mousset's second-half strike earns the visitors a well-earned point#WHUSHUpic.twitter.com/1rz795k0rE— Premier League (@premierleague) October 26, 2019 West Ham er í 9. sætinu með 13 stig en Sheffield United er að gera það gott. Þeir eru í sjöunda sætinu með þrettán stig. Watford og Bournemouth gerðu svo markalaust jafntefli. Watford áfram á botninum en Bournemouth siglir lygnan sjó í áttunda sætinu.Úrslit dagsins: Man. City - Aston Villa 3-0 Brighton - Everton 3-2 Watford - Bournemouth 0-0 West Ham - Sheffield United 1-1 16.30 Burnley - Chelsea
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti