Lárus telur að fyrirliði ÍR sé á leið í langt leikbann Arnar Geir Halldórsson skrifar 25. október 2019 21:00 Lárus Jónsson, þjálfari Þórs. ÞórTV/ thorsport.is Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, var hundfúll eftir að hafa séð sína menn tapa með tíu stiga mun fyrir ÍR í 4.umferð Dominos deildar karla í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Lárus telur að ljótt atvik sem gerðist seint í þriðja leikhluta hafi farið með leikinn fyrir Þórsara. „Við byrjuðum vel en svo skaut Evan (Singletary) þeim inn í leikinn í öðrum leikhluta. Hann skoraði 25 stig í fyrri hálfleik. Svo voru ÍR-ingar með fólskubragð sem fer með leikinn fyrir okkur. Það var greinilegt að Daði var ekki nálægt frákastinu,“ segir Lárus. Þarna ræðir Lárus um Daða Berg Grétarsson, sem er fyrirliði ÍR, en honum var vikið úr húsi fyrir að ráðast á Mantas Virbalas, miðherja Þórs, eftir að sá síðarnefndi tók frákast. Hins vegar var Mantas sömuleiðis sendur úr húsi fyrir viðbrögð sín við árás Daða. „Hann byrjar á að fella Mantas og svo sparkar Daði í Mantas þegar hann liggur. Auðvitað bregðast menn við. Við hefðum unnið þennan leik ef Mantas hefði klárað leikinn,“ segir Lárus. Mantas Virbalas er lykilmaður í leik Þórs á meðan Daði er í aukahlutverki í liði ÍR og vill Lárus meina að þetta hafi verið þaulskipulögð áætlun hjá Daða. Lárus ræddi lengi við dómaratríóið eftir leik og segir þá hafa verið sammála því en þeir hafi engu að síður þurft að refsa Mantas fyrir að bregðast ókvæða við. „Þetta var úthugsað hjá Daða og ég reikna með að hann fái langt bann. Dómararnir voru sammála því að þetta hafi líklega verið útreiknað hjá Daða en þeir þurftu að bregðast við útaf því að Mantas fór í Daða eftir atvikið. Mér finnst að dómararnir hefðu átt að vera fljótari að skerast í leikinn og stoppa þetta. Þeir áttu að bregðast við þegar þeir sjá Daða ráðast á Mantas en þetta gerist auðvitað á einni sekúndu,“ segir Lárus. Lárus hafði ekki náð að ræða við Mantas þegar hann ræddi við blaðamann í leikslok. „Honum var náttúrulega vikið út úr húsi svo ég náði ekkert að tala við hann. Þegar einhver fellir þig, sparkar í þig liggjandi og hótar svo að kýla þig. Hvað gerir þú? Eðlilega reynir hann bara að verja sig. Þetta er fólskuleg áras,“ sagði Lárus. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Ak. 75-85 ÍR | Þórsarar enn án sigurs ÍR-ingar unnu annan sigur sinn í röð í Dominos deild karla þegar þeir lögðu Þórsara að velli norðan heiða í kvöld. 25. október 2019 21:45 Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila Sjá meira
Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, var hundfúll eftir að hafa séð sína menn tapa með tíu stiga mun fyrir ÍR í 4.umferð Dominos deildar karla í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld. Lárus telur að ljótt atvik sem gerðist seint í þriðja leikhluta hafi farið með leikinn fyrir Þórsara. „Við byrjuðum vel en svo skaut Evan (Singletary) þeim inn í leikinn í öðrum leikhluta. Hann skoraði 25 stig í fyrri hálfleik. Svo voru ÍR-ingar með fólskubragð sem fer með leikinn fyrir okkur. Það var greinilegt að Daði var ekki nálægt frákastinu,“ segir Lárus. Þarna ræðir Lárus um Daða Berg Grétarsson, sem er fyrirliði ÍR, en honum var vikið úr húsi fyrir að ráðast á Mantas Virbalas, miðherja Þórs, eftir að sá síðarnefndi tók frákast. Hins vegar var Mantas sömuleiðis sendur úr húsi fyrir viðbrögð sín við árás Daða. „Hann byrjar á að fella Mantas og svo sparkar Daði í Mantas þegar hann liggur. Auðvitað bregðast menn við. Við hefðum unnið þennan leik ef Mantas hefði klárað leikinn,“ segir Lárus. Mantas Virbalas er lykilmaður í leik Þórs á meðan Daði er í aukahlutverki í liði ÍR og vill Lárus meina að þetta hafi verið þaulskipulögð áætlun hjá Daða. Lárus ræddi lengi við dómaratríóið eftir leik og segir þá hafa verið sammála því en þeir hafi engu að síður þurft að refsa Mantas fyrir að bregðast ókvæða við. „Þetta var úthugsað hjá Daða og ég reikna með að hann fái langt bann. Dómararnir voru sammála því að þetta hafi líklega verið útreiknað hjá Daða en þeir þurftu að bregðast við útaf því að Mantas fór í Daða eftir atvikið. Mér finnst að dómararnir hefðu átt að vera fljótari að skerast í leikinn og stoppa þetta. Þeir áttu að bregðast við þegar þeir sjá Daða ráðast á Mantas en þetta gerist auðvitað á einni sekúndu,“ segir Lárus. Lárus hafði ekki náð að ræða við Mantas þegar hann ræddi við blaðamann í leikslok. „Honum var náttúrulega vikið út úr húsi svo ég náði ekkert að tala við hann. Þegar einhver fellir þig, sparkar í þig liggjandi og hótar svo að kýla þig. Hvað gerir þú? Eðlilega reynir hann bara að verja sig. Þetta er fólskuleg áras,“ sagði Lárus.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Ak. 75-85 ÍR | Þórsarar enn án sigurs ÍR-ingar unnu annan sigur sinn í röð í Dominos deild karla þegar þeir lögðu Þórsara að velli norðan heiða í kvöld. 25. október 2019 21:45 Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila Sjá meira
Leik lokið: Þór Ak. 75-85 ÍR | Þórsarar enn án sigurs ÍR-ingar unnu annan sigur sinn í röð í Dominos deild karla þegar þeir lögðu Þórsara að velli norðan heiða í kvöld. 25. október 2019 21:45
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum