Inter missteig sig gegn Parma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2019 18:03 Lukaku jafnar fyrir Inter. vísir/getty Inter og Parma gerðu jafntefli, 2-2, á San Siro í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Með sigri hefði Inter komist á topp deildarinnar. Heimamenn byrjuðu betur og komust yfir á 23. mínútu með marki Antonio Candreva. Yann Karamoh jafnaði fyrir Parma á 26. mínútu. Fjórum mínútum síðar lagði hann upp mark fyrir Gervinho. Gestirnir voru 1-2 yfir í hálfleik. Á 55. mínútu jafnaði Romelu Lukaku fyrir Inter skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Candreva. Þetta var sjötta deildarmark Lukakus á tímabilinu. Aðeins Ciro Immobile, leikmaður Lazio, hefur skorað fleiri mörk, eða níu. Inter sótti stíft undir lokin en náði ekki að skora. Lokatölur 2-2. Inter er í 2. sæti deildarinnar með 22 stig, einu stigi á eftir toppliði Juventus sem gerði 1-1 jafntefli við Lecce fyrr í dag. Parma er í 7. sæti deildarinnar. Liðið hefur aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Enginn Ronaldo er Juventus tapaði stigum gegn Lecce Cristiano Ronaldo fékk frí er Juventus gerði 1-1 jafntefli við Lecce á útivelli í ítalska boltanum í dag. 26. október 2019 15:00
Inter og Parma gerðu jafntefli, 2-2, á San Siro í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Með sigri hefði Inter komist á topp deildarinnar. Heimamenn byrjuðu betur og komust yfir á 23. mínútu með marki Antonio Candreva. Yann Karamoh jafnaði fyrir Parma á 26. mínútu. Fjórum mínútum síðar lagði hann upp mark fyrir Gervinho. Gestirnir voru 1-2 yfir í hálfleik. Á 55. mínútu jafnaði Romelu Lukaku fyrir Inter skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Candreva. Þetta var sjötta deildarmark Lukakus á tímabilinu. Aðeins Ciro Immobile, leikmaður Lazio, hefur skorað fleiri mörk, eða níu. Inter sótti stíft undir lokin en náði ekki að skora. Lokatölur 2-2. Inter er í 2. sæti deildarinnar með 22 stig, einu stigi á eftir toppliði Juventus sem gerði 1-1 jafntefli við Lecce fyrr í dag. Parma er í 7. sæti deildarinnar. Liðið hefur aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Enginn Ronaldo er Juventus tapaði stigum gegn Lecce Cristiano Ronaldo fékk frí er Juventus gerði 1-1 jafntefli við Lecce á útivelli í ítalska boltanum í dag. 26. október 2019 15:00
Enginn Ronaldo er Juventus tapaði stigum gegn Lecce Cristiano Ronaldo fékk frí er Juventus gerði 1-1 jafntefli við Lecce á útivelli í ítalska boltanum í dag. 26. október 2019 15:00
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti