Hvíta húsið segir Kelly ekki hafa ráðið við „snilli“ Trump Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2019 23:45 Kelly hætti sem starfsmannastjóri fyrir að verða ári en segist nú sjá nokkuð eftir því. Vísir/EPA Ummæli Johns Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að hann hafi varað Donald Trump Bandaríkjaforseta, við því að hann yrði kærður fyrir embættisbrot réði hann jámann sem eftirmann sinn féllu í grýttan jarðveg á gamla vinnustað hans. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir Kelly ekki hafa ráðið við „snilligáfu“ forsetans. Bandaríkjaþing rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot með þrýstingi sem hann setti á úkraínsk stjórnvöld um að gera sér pólitískan greiða fyrir forsetakosningar næsta árs. Kelly, sem hætti sem starfsmannastjóri í desember, skellti skuldinni á Mick Mulvaney, eftirmann sinn, og aðra í Hvíta húsinu vegna þess að þeir hafi ekki haft hemil á forsetanum. „Ég sagði, hvað sem þú gerir, og hér vorum við enn að reyna að finna einhvern í staðinn fyrir mig, ég sagði hvað sem þú gerir, ekki ráða „jámann“, einhvern sem segir þér ekki sannleikann, ekki gera það. Vegna þess að ef þú gerir það þá verður þú kærður fyrir embættisbrot,“ sagði Kelly hafa sagt við Trump í viðtali á ráðstefnu sem blaðið Washington Examiner stóð fyrir.Kelly var starfsmannastjóri Hvíta hússins í átján mánuði. Undir lokin eru þeir Trump varla sagðir hafa ræðst við.Vísir/GettySér eftir að hafa yfirgefið Hvíta húsið Trump er ekki þekktur fyrir að taka gagnrýni þegjandi og hann gerði enga undantekningu vegna ummæla fyrrverandi starfsmannastjóra hans. „John Kelly sagði þetta aldrei, hann sagði aldrei neitt í líkingu við þetta. Ef hann hefði sagt það hefðu ég látið kasta honum út af skrifstofunni. Hann vill bara komast aftur í slaginn eins og allir aðrir,“ sagði Trump við CNN-fréttastöðina. Blaðafulltrúi Hvíta hússins, Stephanie Grisham, bætti um betur. „Ég vann með John Kelly og hann var algerlega vanbúinn til að takast á við snilligáfu frábæra forsetans okkar,“ sagði Grisham. Kelly sagðist á ráðstefnunni sjá eftir því að vera ekki í Hvíta húsinu því að hann teldi að hann hefði getað komið í veg fyrir atburðina sem leiddu til þess að rannsókn þingsins á Trump hófst. „Það tekur á mig það sem gengur á vegna þess að ég trú því að ef ég væri ennþá þarna eða einhver eins og ég þá væri hann ekki einhvern veginn út um víðan völl,“ sagði Kelly. Þrátt fyrir þau orð Kelly gekk tíð hans sem starfsmannastjóri þó ekki áfallalaust. Þannig áttu að minnsta kosti tvö af vandræðalegustu augnablikum forsetatíðar Trump sér stað á vakt Kelly: annars vegar viðbrögð forsetans við samkomu nýnasista og hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í ágúst árið 2017 og hins vegar fundur Trump og Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Helsinki í júlí í fyrra þar sem Trump tók afstöðu með Pútín gegn bandarísku leyniþjónustunni. Mulvaney, sem hefur verið starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins frá því að Kelly hætti, hefur ekki átt auðveldar uppdráttar. Þótti hann koma illa út þegar hann reyndi að verja Trump forseta á blaðamannafundi í síðustu viku. Þá staðfesti hann að Trump hefði í reynd átt í „kaupum kaups“ við úkraínsk stjórnvöld til að þau rannsökuðu pólitískan andstæðing hans þrátt fyrir að Trump og bandamenn hans hefðu frá upphafi málsins þrætt ákaflega fyrir það. Mulvaney neyddist til að draga orð sín til baka skömmu eftir blaðamannafundinn. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump skipar nýjan starfsmannastjóra Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í kvöld um ráðningu í stöðu starfsmannastjóra Hvíta hússins. Mick Mulvaney hreppir hnossið en hann hefur starfað innan ríkisstjórnarinnar síðan í ársbyrjun 2017. 14. desember 2018 22:30 John Kelly hættir sem starfsmannastjóri Hvíta hússins fyrir áramót Donald Trump staðfesti fréttirnar í samtali við blaðamenn í dag. 8. desember 2018 18:57 Kelly segir Trump ekki skilja takmörk valda sinna John Kelly, sem mun hætta sem starfsmannastjóri Hvíta hússins á miðvikudaginn, segir bestu leiðina til að mæla virkni hans í starfi vera að skoða hvað Donald Trump, forseti, gerði ekki á meðan Kelly var starfsmannastjóri. 31. desember 2018 09:31 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Ummæli Johns Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að hann hafi varað Donald Trump Bandaríkjaforseta, við því að hann yrði kærður fyrir embættisbrot réði hann jámann sem eftirmann sinn féllu í grýttan jarðveg á gamla vinnustað hans. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir Kelly ekki hafa ráðið við „snilligáfu“ forsetans. Bandaríkjaþing rannsakar nú hvort Trump hafi framið embættisbrot með þrýstingi sem hann setti á úkraínsk stjórnvöld um að gera sér pólitískan greiða fyrir forsetakosningar næsta árs. Kelly, sem hætti sem starfsmannastjóri í desember, skellti skuldinni á Mick Mulvaney, eftirmann sinn, og aðra í Hvíta húsinu vegna þess að þeir hafi ekki haft hemil á forsetanum. „Ég sagði, hvað sem þú gerir, og hér vorum við enn að reyna að finna einhvern í staðinn fyrir mig, ég sagði hvað sem þú gerir, ekki ráða „jámann“, einhvern sem segir þér ekki sannleikann, ekki gera það. Vegna þess að ef þú gerir það þá verður þú kærður fyrir embættisbrot,“ sagði Kelly hafa sagt við Trump í viðtali á ráðstefnu sem blaðið Washington Examiner stóð fyrir.Kelly var starfsmannastjóri Hvíta hússins í átján mánuði. Undir lokin eru þeir Trump varla sagðir hafa ræðst við.Vísir/GettySér eftir að hafa yfirgefið Hvíta húsið Trump er ekki þekktur fyrir að taka gagnrýni þegjandi og hann gerði enga undantekningu vegna ummæla fyrrverandi starfsmannastjóra hans. „John Kelly sagði þetta aldrei, hann sagði aldrei neitt í líkingu við þetta. Ef hann hefði sagt það hefðu ég látið kasta honum út af skrifstofunni. Hann vill bara komast aftur í slaginn eins og allir aðrir,“ sagði Trump við CNN-fréttastöðina. Blaðafulltrúi Hvíta hússins, Stephanie Grisham, bætti um betur. „Ég vann með John Kelly og hann var algerlega vanbúinn til að takast á við snilligáfu frábæra forsetans okkar,“ sagði Grisham. Kelly sagðist á ráðstefnunni sjá eftir því að vera ekki í Hvíta húsinu því að hann teldi að hann hefði getað komið í veg fyrir atburðina sem leiddu til þess að rannsókn þingsins á Trump hófst. „Það tekur á mig það sem gengur á vegna þess að ég trú því að ef ég væri ennþá þarna eða einhver eins og ég þá væri hann ekki einhvern veginn út um víðan völl,“ sagði Kelly. Þrátt fyrir þau orð Kelly gekk tíð hans sem starfsmannastjóri þó ekki áfallalaust. Þannig áttu að minnsta kosti tvö af vandræðalegustu augnablikum forsetatíðar Trump sér stað á vakt Kelly: annars vegar viðbrögð forsetans við samkomu nýnasista og hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í ágúst árið 2017 og hins vegar fundur Trump og Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Helsinki í júlí í fyrra þar sem Trump tók afstöðu með Pútín gegn bandarísku leyniþjónustunni. Mulvaney, sem hefur verið starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins frá því að Kelly hætti, hefur ekki átt auðveldar uppdráttar. Þótti hann koma illa út þegar hann reyndi að verja Trump forseta á blaðamannafundi í síðustu viku. Þá staðfesti hann að Trump hefði í reynd átt í „kaupum kaups“ við úkraínsk stjórnvöld til að þau rannsökuðu pólitískan andstæðing hans þrátt fyrir að Trump og bandamenn hans hefðu frá upphafi málsins þrætt ákaflega fyrir það. Mulvaney neyddist til að draga orð sín til baka skömmu eftir blaðamannafundinn.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Trump skipar nýjan starfsmannastjóra Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í kvöld um ráðningu í stöðu starfsmannastjóra Hvíta hússins. Mick Mulvaney hreppir hnossið en hann hefur starfað innan ríkisstjórnarinnar síðan í ársbyrjun 2017. 14. desember 2018 22:30 John Kelly hættir sem starfsmannastjóri Hvíta hússins fyrir áramót Donald Trump staðfesti fréttirnar í samtali við blaðamenn í dag. 8. desember 2018 18:57 Kelly segir Trump ekki skilja takmörk valda sinna John Kelly, sem mun hætta sem starfsmannastjóri Hvíta hússins á miðvikudaginn, segir bestu leiðina til að mæla virkni hans í starfi vera að skoða hvað Donald Trump, forseti, gerði ekki á meðan Kelly var starfsmannastjóri. 31. desember 2018 09:31 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Trump skipar nýjan starfsmannastjóra Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í kvöld um ráðningu í stöðu starfsmannastjóra Hvíta hússins. Mick Mulvaney hreppir hnossið en hann hefur starfað innan ríkisstjórnarinnar síðan í ársbyrjun 2017. 14. desember 2018 22:30
John Kelly hættir sem starfsmannastjóri Hvíta hússins fyrir áramót Donald Trump staðfesti fréttirnar í samtali við blaðamenn í dag. 8. desember 2018 18:57
Kelly segir Trump ekki skilja takmörk valda sinna John Kelly, sem mun hætta sem starfsmannastjóri Hvíta hússins á miðvikudaginn, segir bestu leiðina til að mæla virkni hans í starfi vera að skoða hvað Donald Trump, forseti, gerði ekki á meðan Kelly var starfsmannastjóri. 31. desember 2018 09:31