„Það er ekki þannig að það hafi aldrei fundist hæf kona“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2019 11:15 Hulda Ragnheiður Árnadóttir segir að gefa þurfi konum tækifæri til að komast að borðinu þar sem forstjórar skráðra fyrirtækja í Kauphöllinni séu valdir. Vísir/Vilhelm/Aðsend Hulda Ragnheiður Árnadóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, telur að til sé fjöldi kvenna í atvinnulífinu hér á landi sem gegnt geti starfi forstjóra skráðs fyrirtækis í Kauphöll Íslands. Engin kona situr nú í forstjórasæti fyrirtækis sem þar er skráð. Til þess að breyta því segir Hulda að horfa verði til fleiri þátta en hefðbundið hefur verið þegar forstjórar eru ráðnir. Þetta kom fram í viðtali við Huldu Ragnheiði á Sprengisandi á Bylgjunni þar sem Frosti Logason hélt um taumana í fjarveru Kristjáns Kristjánssonar. Jafnréttismál voru ofarlega á baugi í viðtalinu og spurði Frosti meðal annars hvað ætti væri við með því þegar talað væri um að ná fullu jafnrétti á milli kynjanna. Sagði Hulda að málið snerist ekki endilega um að jafnt kynjahlutfall væri í öllum starfsgreinum, heldur að öll kyn fengu jafna möguleika. „Í sumum störfum hafa karlmenn meiri áhuga fyrir að sinna og í öðrum störfum hafa konur meiri áhuga fyrir að sinna en ég held að aðgengi að störfum þurfi að vera opið öllum þannig að fólk hafi raunverulega val um hvert það vill stefna,“ sagði Hulda.Hlusta má á viðtal Frosta við Huldu hér að neðan. Farið var yfir víðan völl í viðtalinu.Viljinn til staðar en rýmið ekki Nefndi hún skráð fyrirtæki í Kauphöll Íslands sem dæmi. Þar er engin kona forstjóri. „Það er ekki vegna þess að konur hafi ekki viljað gera það og hafi ekki áhuga fyrir því, heldur einfaldlega ekki verið gefið rými til þess,“ sagði Hulda. Var hún þá spurð að því hver væri birtingarmynd þess. „Það er í rauninni margs konar og það hefur einmitt verið sú vinna sem hefur orðið að fara fram. Það er að greina allt ferlið. Það er að greina starfsumhverfið sem boðið er upp á. Hvernig það hentar kynjunum. Það er í rauninni ráðningarferlið, hvernig staðið er að ráðningum. Það hefur oft verið talað um ólíka virkni tengslaneta karla og kvenna og við einmitt tölum fyrir auknu tengslaneti hjá FKA,“ sagði Hulda.Nefndi Frosti þá að forstjórar fyrirtækjanna í Kauphöllinni væru búnir að berjast fyrir stöðu í mikilli samkeppni um að komast í stöðuna. Spurði hann hvort að konum væri þá einfaldlega meinaður aðgangur að þessari samkeppni.„Ég er algjörlega sannfærð um það að það er ekki þannig að það hafi aldrei fundist hæf kona. Við þurfum að horfa á þetta í miklu miklu stærra samhengi og þá komum við aftur að því hvernig eru þessir einstaklingar valdir,“ sagði Hulda.Bjöllunni í Kauphöllinn var hringt fyrir jafnrétti kynjanna fyrr á árinu af Sigyn Jónsdóttur, formanni Ungra athafnakvenna.Tengslanetið geti komið sterkt inn Oftar en ekki væru svokallaður „hausaveiðarar“ sem fengnir væru af stjórnum fyrirtækja til þess að finna hæfa einstaklinga sem væru þá handvaldir í stöðurnar. Í þessu ferli gæti hinum svokölluðu hausaveiðurum vantað upplýsingar um eiginleika þeirra kvenna sem væru hæfar til að gegna stöðu forstjóra. „Ég þekki bara það margar konur sem eru með gríðarlega þekkingu og reynslu og mikla samskiptahæfileika og tilfinningagreind og mjög margt sem kannski er ekki metið inn í störfin sem okkur vantar kannski fleiri matsþætti inn í það hvað telst vera góður kandídat í það að stýra fyrirtæki í kauphöll,“ sagði Hulda. Þar gæti styrking á tengslaneti kvenna komið sterk inn. „Ég tel að við þurfum að dýpka þekkingu okkar á getu og eiginleikum þeirra kvenna sem eru komnar á þetta kaliber í stjórnendareynslu til þess einmitt að geta virkjað þetta tengslanet til að mæla með konum sem að eru öflugar.“ Jafnréttismál Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ísland ekki lengur á toppi lista um jafnrétti og öryggi kvenna Á nýjum alþjóðlegum lista yfir jafnrétti og öryggi kvenna fellur Ísland úr fyrsta sæti niður í það fimmta. Áhrifin eru mest í atvinnuþátttöku og kynjaskiptingu á þjóðþinginu. Þá fellur öryggi skarplega. Sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu segir of snemmt að fullyrða að bakslag hafi komið í jafnréttisbaráttuna. 26. október 2019 08:00 Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu, telur að til sé fjöldi kvenna í atvinnulífinu hér á landi sem gegnt geti starfi forstjóra skráðs fyrirtækis í Kauphöll Íslands. Engin kona situr nú í forstjórasæti fyrirtækis sem þar er skráð. Til þess að breyta því segir Hulda að horfa verði til fleiri þátta en hefðbundið hefur verið þegar forstjórar eru ráðnir. Þetta kom fram í viðtali við Huldu Ragnheiði á Sprengisandi á Bylgjunni þar sem Frosti Logason hélt um taumana í fjarveru Kristjáns Kristjánssonar. Jafnréttismál voru ofarlega á baugi í viðtalinu og spurði Frosti meðal annars hvað ætti væri við með því þegar talað væri um að ná fullu jafnrétti á milli kynjanna. Sagði Hulda að málið snerist ekki endilega um að jafnt kynjahlutfall væri í öllum starfsgreinum, heldur að öll kyn fengu jafna möguleika. „Í sumum störfum hafa karlmenn meiri áhuga fyrir að sinna og í öðrum störfum hafa konur meiri áhuga fyrir að sinna en ég held að aðgengi að störfum þurfi að vera opið öllum þannig að fólk hafi raunverulega val um hvert það vill stefna,“ sagði Hulda.Hlusta má á viðtal Frosta við Huldu hér að neðan. Farið var yfir víðan völl í viðtalinu.Viljinn til staðar en rýmið ekki Nefndi hún skráð fyrirtæki í Kauphöll Íslands sem dæmi. Þar er engin kona forstjóri. „Það er ekki vegna þess að konur hafi ekki viljað gera það og hafi ekki áhuga fyrir því, heldur einfaldlega ekki verið gefið rými til þess,“ sagði Hulda. Var hún þá spurð að því hver væri birtingarmynd þess. „Það er í rauninni margs konar og það hefur einmitt verið sú vinna sem hefur orðið að fara fram. Það er að greina allt ferlið. Það er að greina starfsumhverfið sem boðið er upp á. Hvernig það hentar kynjunum. Það er í rauninni ráðningarferlið, hvernig staðið er að ráðningum. Það hefur oft verið talað um ólíka virkni tengslaneta karla og kvenna og við einmitt tölum fyrir auknu tengslaneti hjá FKA,“ sagði Hulda.Nefndi Frosti þá að forstjórar fyrirtækjanna í Kauphöllinni væru búnir að berjast fyrir stöðu í mikilli samkeppni um að komast í stöðuna. Spurði hann hvort að konum væri þá einfaldlega meinaður aðgangur að þessari samkeppni.„Ég er algjörlega sannfærð um það að það er ekki þannig að það hafi aldrei fundist hæf kona. Við þurfum að horfa á þetta í miklu miklu stærra samhengi og þá komum við aftur að því hvernig eru þessir einstaklingar valdir,“ sagði Hulda.Bjöllunni í Kauphöllinn var hringt fyrir jafnrétti kynjanna fyrr á árinu af Sigyn Jónsdóttur, formanni Ungra athafnakvenna.Tengslanetið geti komið sterkt inn Oftar en ekki væru svokallaður „hausaveiðarar“ sem fengnir væru af stjórnum fyrirtækja til þess að finna hæfa einstaklinga sem væru þá handvaldir í stöðurnar. Í þessu ferli gæti hinum svokölluðu hausaveiðurum vantað upplýsingar um eiginleika þeirra kvenna sem væru hæfar til að gegna stöðu forstjóra. „Ég þekki bara það margar konur sem eru með gríðarlega þekkingu og reynslu og mikla samskiptahæfileika og tilfinningagreind og mjög margt sem kannski er ekki metið inn í störfin sem okkur vantar kannski fleiri matsþætti inn í það hvað telst vera góður kandídat í það að stýra fyrirtæki í kauphöll,“ sagði Hulda. Þar gæti styrking á tengslaneti kvenna komið sterk inn. „Ég tel að við þurfum að dýpka þekkingu okkar á getu og eiginleikum þeirra kvenna sem eru komnar á þetta kaliber í stjórnendareynslu til þess einmitt að geta virkjað þetta tengslanet til að mæla með konum sem að eru öflugar.“
Jafnréttismál Sprengisandur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ísland ekki lengur á toppi lista um jafnrétti og öryggi kvenna Á nýjum alþjóðlegum lista yfir jafnrétti og öryggi kvenna fellur Ísland úr fyrsta sæti niður í það fimmta. Áhrifin eru mest í atvinnuþátttöku og kynjaskiptingu á þjóðþinginu. Þá fellur öryggi skarplega. Sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu segir of snemmt að fullyrða að bakslag hafi komið í jafnréttisbaráttuna. 26. október 2019 08:00 Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Ísland ekki lengur á toppi lista um jafnrétti og öryggi kvenna Á nýjum alþjóðlegum lista yfir jafnrétti og öryggi kvenna fellur Ísland úr fyrsta sæti niður í það fimmta. Áhrifin eru mest í atvinnuþátttöku og kynjaskiptingu á þjóðþinginu. Þá fellur öryggi skarplega. Sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu segir of snemmt að fullyrða að bakslag hafi komið í jafnréttisbaráttuna. 26. október 2019 08:00