Telur að maður komi í manns stað hjá Ríki íslams Kjartan Kjartansson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 27. október 2019 22:44 Ætlað fráfall Abu Bakr al-Bagdadi, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams, er áfall fyrir fylgismenn hans en hefur líklega ekki teljandi áhrif á framgang samtakanna, að mati íslensks sérfræðings í málefnum þeirra. Maður komi að líkindum í manns stað. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að Bagdadi hefði sprengt sjálfan sig í loft upp þegar bandarískir sérsveitarmenn reyndu að taka hann höndum í aðgerð í norðvestanverðu Sýrlandi að næturþeli. Bagdadi var ekki aðeins andlegur leiðtogi og andlit Ríkis íslams heldur var hann sagður stýra aðgerðum samtakanna með beinum hætti, að sögn Gunnars Hrafns Jónssonar, blaðamanns, sem hefur fjallað ítarlega um hryðjuverksamtökin. Í tíð Bagdadi hefur Ríki íslams tekið við af al-Qaeda sem alþjóðlega hryðjuverkaógnin. Bagdadi hefur verið þekktur fyrir sérstaka grimmd, að sögn erlendra fjölmiðla. Gunnar Hrafn telur að staðurinn þar sem Bagdadi fannst hafi líklega verið síðasti felustaðurinn sem hann átti eftir. Svæðið sé nærri landamærunum að Tyrklandi og þar hafi kúrdískar hersveitir sem hafa mestu til fórnað til að uppræta hryðjuverkasamtökin því veigrað sér við að gera árásir. Tyrknesk stjórnvöld líta á kúrdískar hersveitir sem hryðjuverksamtök og gerðu innrás í norðanvert Sýrland á dögunum til að þjarma að Kúrdum. Þrátt fyrir þá athygli sem líklegt fall Bagdadi hefur vakið telur Gunnar Hrafn það ekki hafa teljandi áhrif á Ríki íslams. „Það kemur auðvitað bara einhver annar í hans stað en þetta er áfall fyrir þetta net sem hann myndaði sjálfur þarna í Sýrlandi,“ segir Gunnar Hrafn. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Undanhald Trump sagt hafa raskað aðgerðinni gegn Bagdadi Bandarískir embættismenn segja að leiðtogi Ríkis íslams hafi verið felldur þrátt fyrir nýlegar aðgerðir Trump forseta í Sýrlandi. 27. október 2019 21:24 Leiðtogi ISIS sagður hafa sprengt sig í loft upp í miðri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því í morgun að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í sérstakri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands. Búist er við tilkynningu frá Bandaríkjaforseta klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. 27. október 2019 07:27 Segir endalok al-Baghdadi ekki marka endalok ISIS Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, óskaði Bandarískum yfirvöldum til hamingju með að hafa ráðið niðurlögum hryðjuverkaleiðtogans Abu Bakr al-Baghdadi í nótt. Parly varaði Bandaríkjastjórn þó við því að þótt að lífi al-Baghdadi sé lokið þýði það ekki að svo sé komið fyrir samtökum hans ISIS. 27. október 2019 16:39 Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Ætlað fráfall Abu Bakr al-Bagdadi, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams, er áfall fyrir fylgismenn hans en hefur líklega ekki teljandi áhrif á framgang samtakanna, að mati íslensks sérfræðings í málefnum þeirra. Maður komi að líkindum í manns stað. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að Bagdadi hefði sprengt sjálfan sig í loft upp þegar bandarískir sérsveitarmenn reyndu að taka hann höndum í aðgerð í norðvestanverðu Sýrlandi að næturþeli. Bagdadi var ekki aðeins andlegur leiðtogi og andlit Ríkis íslams heldur var hann sagður stýra aðgerðum samtakanna með beinum hætti, að sögn Gunnars Hrafns Jónssonar, blaðamanns, sem hefur fjallað ítarlega um hryðjuverksamtökin. Í tíð Bagdadi hefur Ríki íslams tekið við af al-Qaeda sem alþjóðlega hryðjuverkaógnin. Bagdadi hefur verið þekktur fyrir sérstaka grimmd, að sögn erlendra fjölmiðla. Gunnar Hrafn telur að staðurinn þar sem Bagdadi fannst hafi líklega verið síðasti felustaðurinn sem hann átti eftir. Svæðið sé nærri landamærunum að Tyrklandi og þar hafi kúrdískar hersveitir sem hafa mestu til fórnað til að uppræta hryðjuverkasamtökin því veigrað sér við að gera árásir. Tyrknesk stjórnvöld líta á kúrdískar hersveitir sem hryðjuverksamtök og gerðu innrás í norðanvert Sýrland á dögunum til að þjarma að Kúrdum. Þrátt fyrir þá athygli sem líklegt fall Bagdadi hefur vakið telur Gunnar Hrafn það ekki hafa teljandi áhrif á Ríki íslams. „Það kemur auðvitað bara einhver annar í hans stað en þetta er áfall fyrir þetta net sem hann myndaði sjálfur þarna í Sýrlandi,“ segir Gunnar Hrafn.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Undanhald Trump sagt hafa raskað aðgerðinni gegn Bagdadi Bandarískir embættismenn segja að leiðtogi Ríkis íslams hafi verið felldur þrátt fyrir nýlegar aðgerðir Trump forseta í Sýrlandi. 27. október 2019 21:24 Leiðtogi ISIS sagður hafa sprengt sig í loft upp í miðri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því í morgun að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í sérstakri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands. Búist er við tilkynningu frá Bandaríkjaforseta klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. 27. október 2019 07:27 Segir endalok al-Baghdadi ekki marka endalok ISIS Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, óskaði Bandarískum yfirvöldum til hamingju með að hafa ráðið niðurlögum hryðjuverkaleiðtogans Abu Bakr al-Baghdadi í nótt. Parly varaði Bandaríkjastjórn þó við því að þótt að lífi al-Baghdadi sé lokið þýði það ekki að svo sé komið fyrir samtökum hans ISIS. 27. október 2019 16:39 Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Undanhald Trump sagt hafa raskað aðgerðinni gegn Bagdadi Bandarískir embættismenn segja að leiðtogi Ríkis íslams hafi verið felldur þrátt fyrir nýlegar aðgerðir Trump forseta í Sýrlandi. 27. október 2019 21:24
Leiðtogi ISIS sagður hafa sprengt sig í loft upp í miðri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa greint frá því í morgun að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í sérstakri aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í Idlib-héraði í norðurhluta Sýrlands. Búist er við tilkynningu frá Bandaríkjaforseta klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. 27. október 2019 07:27
Segir endalok al-Baghdadi ekki marka endalok ISIS Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, óskaði Bandarískum yfirvöldum til hamingju með að hafa ráðið niðurlögum hryðjuverkaleiðtogans Abu Bakr al-Baghdadi í nótt. Parly varaði Bandaríkjastjórn þó við því að þótt að lífi al-Baghdadi sé lokið þýði það ekki að svo sé komið fyrir samtökum hans ISIS. 27. október 2019 16:39
Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22