Ályktun SGS kornið sem fyllti mælinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. október 2019 15:31 Búið er að vísa kjaradeilu SÍS við Eflingu og SGS til ríkisáttasemjara, sem er til húsa í Borgartúni 21. vísir/vilhelm Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur vísað kjaradeilu sinni við Starfsgreinasambandið (SGS) og Eflingu til ríkissáttasemjara. Upp sé kominn trúnaðarbrestur vegna ályktunar sem samþykkt var fyrir helgi. Síðarnefndu félögin hafa ýmislegt við vísunina að athuga og segja hana ekki til þess fallna að stuðla að lausn „þessarar alvarlegu deilu.“ Í bréfi SÍS til ríkissáttasemjara er þess getið að viðræður um endurnýjun kjarasamnings við SGS og Eflingu hafi staðið yfir frá því 15. mars, án árangurs. Því næst er vikið að ályktun sem SGS samþykkti á þingi sínu fyrir helgi, sem fór öfugt ofan í sveitarfélögin. Ályktun SGS var svohljóðandi:„Starfsgreinarsambandið stendur í harðri kjaradeilu við sveitarfélögin, Reykjavíkurborg og ríki. Þar undir eru fjölmennar kvennastéttir í umönnunarstörfum. Sambandinu blöskrar hvernig komið er fram við þessar konur og hversu takmarkalaus lítilsvirðing í þeirra garð lýsir sér í viðræðunum.“ Í fyrrnefndu bréfi til ríkissáttasemjara segist samninganefnd SÍS mótmæla harðlega „þeim ósönnu fullyrðingum sem fram koma í ályktuninni um að illa sé komið fram við kvennastéttir í umönnunarstörfum og að þeim sé sýnd takmarkalaus lítilsvirðing.“ Samninganefndin líti svo á að upp sé kominn „alger trúnaðarbrestur á milli aðila“ og að útilokað sé að ná frekari árangri í viðræðunum án atbeina ríkissáttasemjara.Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, og Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn varaformaður SGS.Vísir/vilhelmSGS og Efling fría sig ábyrgð Í yfirlýsingu frá Eflingu og SGS segja félögin að þessi einhliða vísun sé til marks um hugleysi samningnefndar SÍS. „Sveitarfélögin virðast telja ástæðu til að slíta viðræðum við SGS og Eflingu þegar þau segja hlutina eins og þeir eru alveg óhrædd við að berjast fyrir eðlilegum réttindum og betri kjörum fyrir sitt fólk. Kjarkurinn er nú ekki meiri en svo hjá samninganefnd sveitarfélaganna að þau treystu sér ekki til þess að koma þessu á framfæri á fundi né að hafa samband með beinum hætti við okkur sem sína viðsemjendur,“ segir í yfirlýsingu SGS og Eflingar. Aukinheldur sé það „skrýtinn veruleiki sem birtist í þessu bréfi sveitarfélaganna að telja það ekki ,,að koma illa fram við kvennastéttir og að þeim sé sýnd takmarkalaus lítisvirðing í yfirstandandi viðræðum“ að neita að ræða kröfur þessa hóps, vísa hluta þeirra til dómstóla og sýna sjónarmiðum okkar í engu skilning.“ Félögin tvö segjast ætla að halda áfram að álykta á þingum sínum um það sem brennur á félagsmönnum sínum, eins og birtist í fyrrnefndi ályktun sem virðist hafa sett kjaraviðræðurnar í uppnám. SGS og Efling segja að sama skapi að vísun kjaradeilunnar stuðli „með engu móti að lausn þessarar alvarlegu deilu og hvaða afleiðingar það getur haft er alfarið á ábyrgð Sambands íslenskra sveitarfélaga.“ Kjaramál Tengdar fréttir Ófaglærðar verkakonur beri þyngstu byrðarnar Starfsgreinasambandið skorar á hið opinbera að koma af heilum hug til samningaviðræðna um laun og vinnuaðstæður verkafólks í þeirra ranni. 24. október 2019 16:35 Mál SGS og SÍS fyrir Hæstarétt Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur vísað deilu sinni við Starfsgreinasambandið (SGS) um efndir á samkomulagi um viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda til Hæstaréttar. Mikil vonbrigði að mati SGS. 5. október 2019 07:45 Segir sveitarfélögin láta kjaradeiluna bitna á þeim sem hafa lægstu launin Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir ótækt að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga láti þá kjaradeilu sem er í gangi á milli sambandanna bitna á þeim félagsmönnum sem hafa lægstu launin. 17. júlí 2019 13:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur vísað kjaradeilu sinni við Starfsgreinasambandið (SGS) og Eflingu til ríkissáttasemjara. Upp sé kominn trúnaðarbrestur vegna ályktunar sem samþykkt var fyrir helgi. Síðarnefndu félögin hafa ýmislegt við vísunina að athuga og segja hana ekki til þess fallna að stuðla að lausn „þessarar alvarlegu deilu.“ Í bréfi SÍS til ríkissáttasemjara er þess getið að viðræður um endurnýjun kjarasamnings við SGS og Eflingu hafi staðið yfir frá því 15. mars, án árangurs. Því næst er vikið að ályktun sem SGS samþykkti á þingi sínu fyrir helgi, sem fór öfugt ofan í sveitarfélögin. Ályktun SGS var svohljóðandi:„Starfsgreinarsambandið stendur í harðri kjaradeilu við sveitarfélögin, Reykjavíkurborg og ríki. Þar undir eru fjölmennar kvennastéttir í umönnunarstörfum. Sambandinu blöskrar hvernig komið er fram við þessar konur og hversu takmarkalaus lítilsvirðing í þeirra garð lýsir sér í viðræðunum.“ Í fyrrnefndu bréfi til ríkissáttasemjara segist samninganefnd SÍS mótmæla harðlega „þeim ósönnu fullyrðingum sem fram koma í ályktuninni um að illa sé komið fram við kvennastéttir í umönnunarstörfum og að þeim sé sýnd takmarkalaus lítilsvirðing.“ Samninganefndin líti svo á að upp sé kominn „alger trúnaðarbrestur á milli aðila“ og að útilokað sé að ná frekari árangri í viðræðunum án atbeina ríkissáttasemjara.Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, og Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn varaformaður SGS.Vísir/vilhelmSGS og Efling fría sig ábyrgð Í yfirlýsingu frá Eflingu og SGS segja félögin að þessi einhliða vísun sé til marks um hugleysi samningnefndar SÍS. „Sveitarfélögin virðast telja ástæðu til að slíta viðræðum við SGS og Eflingu þegar þau segja hlutina eins og þeir eru alveg óhrædd við að berjast fyrir eðlilegum réttindum og betri kjörum fyrir sitt fólk. Kjarkurinn er nú ekki meiri en svo hjá samninganefnd sveitarfélaganna að þau treystu sér ekki til þess að koma þessu á framfæri á fundi né að hafa samband með beinum hætti við okkur sem sína viðsemjendur,“ segir í yfirlýsingu SGS og Eflingar. Aukinheldur sé það „skrýtinn veruleiki sem birtist í þessu bréfi sveitarfélaganna að telja það ekki ,,að koma illa fram við kvennastéttir og að þeim sé sýnd takmarkalaus lítisvirðing í yfirstandandi viðræðum“ að neita að ræða kröfur þessa hóps, vísa hluta þeirra til dómstóla og sýna sjónarmiðum okkar í engu skilning.“ Félögin tvö segjast ætla að halda áfram að álykta á þingum sínum um það sem brennur á félagsmönnum sínum, eins og birtist í fyrrnefndi ályktun sem virðist hafa sett kjaraviðræðurnar í uppnám. SGS og Efling segja að sama skapi að vísun kjaradeilunnar stuðli „með engu móti að lausn þessarar alvarlegu deilu og hvaða afleiðingar það getur haft er alfarið á ábyrgð Sambands íslenskra sveitarfélaga.“
Kjaramál Tengdar fréttir Ófaglærðar verkakonur beri þyngstu byrðarnar Starfsgreinasambandið skorar á hið opinbera að koma af heilum hug til samningaviðræðna um laun og vinnuaðstæður verkafólks í þeirra ranni. 24. október 2019 16:35 Mál SGS og SÍS fyrir Hæstarétt Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur vísað deilu sinni við Starfsgreinasambandið (SGS) um efndir á samkomulagi um viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda til Hæstaréttar. Mikil vonbrigði að mati SGS. 5. október 2019 07:45 Segir sveitarfélögin láta kjaradeiluna bitna á þeim sem hafa lægstu launin Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir ótækt að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga láti þá kjaradeilu sem er í gangi á milli sambandanna bitna á þeim félagsmönnum sem hafa lægstu launin. 17. júlí 2019 13:00 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Sjá meira
Ófaglærðar verkakonur beri þyngstu byrðarnar Starfsgreinasambandið skorar á hið opinbera að koma af heilum hug til samningaviðræðna um laun og vinnuaðstæður verkafólks í þeirra ranni. 24. október 2019 16:35
Mál SGS og SÍS fyrir Hæstarétt Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur vísað deilu sinni við Starfsgreinasambandið (SGS) um efndir á samkomulagi um viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda til Hæstaréttar. Mikil vonbrigði að mati SGS. 5. október 2019 07:45
Segir sveitarfélögin láta kjaradeiluna bitna á þeim sem hafa lægstu launin Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir ótækt að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga láti þá kjaradeilu sem er í gangi á milli sambandanna bitna á þeim félagsmönnum sem hafa lægstu launin. 17. júlí 2019 13:00