Greiða atkvæði í þinginu um rannsókn Demókrata Andri Eysteinsson skrifar 28. október 2019 21:56 Nancy Pelosi er forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Getty/Chip Somodevilla Greidd verða atkvæði um rannsókn Demókrata á hugsanlegum embættisbrotum Donald Trump í samskiptum sínum við úkraínsk stjórnvöld fyrr á árinu í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í vikunni. AP greinir frá. Bandaríkjaforseti og Repúblikanar á þingi hafa gagnrýnt rannsóknina og sagt að hún eigi sér hvergi stoð í lögum, hluti þess sem gagnrýnt hefur verið er að rannsóknin hefur ekki verið samþykkt með atkvæðagreiðslu á þingi. Því hefur forsetinn og ríkisstjórn hans eftir fremsta megni reynt að koma í veg fyrir að vitni komi fyrir þingnefndir og að skjöl verði rannsökuð. Bandaríska stjórnarskráin kveður ekki á um að atkvæðagreiðslu á þingi þurfi til þess að hefja rannsókn með það fyrir augum að ákæra Bandaríkjaforseta, þvert á málflutning forsetans og Repúblikana. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Nancy Pelosi, sagði í bréfi til þingmanna að fyrirhuguð atkvæðagreiðsla sé ætluð til þess að staðfesta ferlið og til þess að taka af allan vafa um lögmæti rannsóknarinnar. Slíkt ætti að koma í veg fyrir tilraunir framkvæmdavaldsins til þess að stöðva rannsóknina á meintum brotum. Í bréfi sínu hafnaði Pelosi með öllu túlkun Hvíta hússins á stjórnarskrárákvæðunum sem snúa að ákæruferlinu. Þrátt fyrir bann gegn því að bera vitni hefur fjöldi núverandi og fyrrverandi ríkisstarfsmönnum komið fyrir nefndirnar þrjár sem sjá um rannsóknina. Þær þrjár nefndir sem að rannsókninni koma eru leyniþjónustumálanefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og utanríkismálanefnd. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Lögmaður Trump „vasahringdi“ í fréttamann Fréttamaður NBC fékk tvenn talhólfsskilaboð sem Rudy Giuliani sendi honum óvart. 26. október 2019 18:46 Hvíta húsið segir Kelly ekki hafa ráðið við „snilli“ Trump Fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins sagðist hafa varað Trump við því að ráða jámann í sinn stað í fyrra. Trump hafnar því algerlega. 26. október 2019 23:45 Hvíta húsið hvetur ríkisstofnanir til að segja upp áskrift að Washington Post og New York Times Hvíta húsið hefur hvatt ríkisstofnanir í Bandaríkjunum til að segja upp áskrift að bandarísku dagblöðunum New York Times og Washington Post. Blöðin hafa verið gagnrýnin á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Talsmaður Hvíta hússins segir að aðeins sé um sparnaðarráð að ræða. 24. október 2019 23:30 Trump bað þingmenn um að verja sig af hörku og þeir hlýddu Þingmenn Repúblikanaflokksins ollu usla í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær þegar þeir ruddu sér leið inn í fundarherbergi þar sem lokaður nefndarfundur fór fram. 24. október 2019 12:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Greidd verða atkvæði um rannsókn Demókrata á hugsanlegum embættisbrotum Donald Trump í samskiptum sínum við úkraínsk stjórnvöld fyrr á árinu í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í vikunni. AP greinir frá. Bandaríkjaforseti og Repúblikanar á þingi hafa gagnrýnt rannsóknina og sagt að hún eigi sér hvergi stoð í lögum, hluti þess sem gagnrýnt hefur verið er að rannsóknin hefur ekki verið samþykkt með atkvæðagreiðslu á þingi. Því hefur forsetinn og ríkisstjórn hans eftir fremsta megni reynt að koma í veg fyrir að vitni komi fyrir þingnefndir og að skjöl verði rannsökuð. Bandaríska stjórnarskráin kveður ekki á um að atkvæðagreiðslu á þingi þurfi til þess að hefja rannsókn með það fyrir augum að ákæra Bandaríkjaforseta, þvert á málflutning forsetans og Repúblikana. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Nancy Pelosi, sagði í bréfi til þingmanna að fyrirhuguð atkvæðagreiðsla sé ætluð til þess að staðfesta ferlið og til þess að taka af allan vafa um lögmæti rannsóknarinnar. Slíkt ætti að koma í veg fyrir tilraunir framkvæmdavaldsins til þess að stöðva rannsóknina á meintum brotum. Í bréfi sínu hafnaði Pelosi með öllu túlkun Hvíta hússins á stjórnarskrárákvæðunum sem snúa að ákæruferlinu. Þrátt fyrir bann gegn því að bera vitni hefur fjöldi núverandi og fyrrverandi ríkisstarfsmönnum komið fyrir nefndirnar þrjár sem sjá um rannsóknina. Þær þrjár nefndir sem að rannsókninni koma eru leyniþjónustumálanefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og utanríkismálanefnd.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Lögmaður Trump „vasahringdi“ í fréttamann Fréttamaður NBC fékk tvenn talhólfsskilaboð sem Rudy Giuliani sendi honum óvart. 26. október 2019 18:46 Hvíta húsið segir Kelly ekki hafa ráðið við „snilli“ Trump Fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins sagðist hafa varað Trump við því að ráða jámann í sinn stað í fyrra. Trump hafnar því algerlega. 26. október 2019 23:45 Hvíta húsið hvetur ríkisstofnanir til að segja upp áskrift að Washington Post og New York Times Hvíta húsið hefur hvatt ríkisstofnanir í Bandaríkjunum til að segja upp áskrift að bandarísku dagblöðunum New York Times og Washington Post. Blöðin hafa verið gagnrýnin á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Talsmaður Hvíta hússins segir að aðeins sé um sparnaðarráð að ræða. 24. október 2019 23:30 Trump bað þingmenn um að verja sig af hörku og þeir hlýddu Þingmenn Repúblikanaflokksins ollu usla í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær þegar þeir ruddu sér leið inn í fundarherbergi þar sem lokaður nefndarfundur fór fram. 24. október 2019 12:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Lögmaður Trump „vasahringdi“ í fréttamann Fréttamaður NBC fékk tvenn talhólfsskilaboð sem Rudy Giuliani sendi honum óvart. 26. október 2019 18:46
Hvíta húsið segir Kelly ekki hafa ráðið við „snilli“ Trump Fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins sagðist hafa varað Trump við því að ráða jámann í sinn stað í fyrra. Trump hafnar því algerlega. 26. október 2019 23:45
Hvíta húsið hvetur ríkisstofnanir til að segja upp áskrift að Washington Post og New York Times Hvíta húsið hefur hvatt ríkisstofnanir í Bandaríkjunum til að segja upp áskrift að bandarísku dagblöðunum New York Times og Washington Post. Blöðin hafa verið gagnrýnin á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Talsmaður Hvíta hússins segir að aðeins sé um sparnaðarráð að ræða. 24. október 2019 23:30
Trump bað þingmenn um að verja sig af hörku og þeir hlýddu Þingmenn Repúblikanaflokksins ollu usla í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær þegar þeir ruddu sér leið inn í fundarherbergi þar sem lokaður nefndarfundur fór fram. 24. október 2019 12:00