Tómhentur af fæðingardeild Haukur Örn Birgisson skrifar 29. október 2019 09:15 Í síðustu viku eignaðist ég tvíburadrengi og í síðustu viku missti ég tvíburadrengi. Eineggja létust þeir í ljúfum móðurkviði eftir fimm og hálfs mánaðar legu. Þegar ég hélt að við værum komin fyrir vind þá hætti lífið í maganum. Fyrirvaralaust var fótunum kippt undan. Það var sárt að horfa á þá, liggjandi í vöggu sinni, og hugsa til alls þess sem við þremenningarnir fórum á mis við. Ég hefði viljað fá að kynnast þeim. Ég hefði viljað fá að sjá þá koma í heiminn undir öðrum kringumstæðum. Ég hefði viljað fá að heyra þá gráta í fyrsta sinn. Ég hefði viljað fá að fara með þá heim af fæðingardeildinni í stað þess að skilja þá þar eftir. Ég hefði viljað fá að sjá þá taka sín fyrstu skref, segja sín fyrstu orð. Ég hefði viljað fá að kenna þeim að hjóla, hvetja þá áfram þegar þeir detta. Ég hefði viljað fá að sjá þá fara í taugarnar á eldri systkinum sínum. Ég hefði viljað fá að sjá þá að morgni fyrsta skóladags. Ég hefði viljað fá að ruglast á þeim. Ég hefði viljað fá að fara með þeim í golf. Ég hefði viljað fá að sjá þá útskrifast úr skóla. Ég hefði viljað fá að sjá þá fara á fyrstu stefnumótin. Ég hefði viljað fá að vera svaramaður þeirra á brúðkaupsdaginn. Ég hefði viljað fá að hitta börnin þeirra. Ég hefði viljað fá að fara í taugarnar á þeim á mínum gamals aldri. Mest af öllu hefði ég viljað fá að kveðja þá á mínum eigin dánarbeð, í stað þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku eignaðist ég tvíburadrengi og í síðustu viku missti ég tvíburadrengi. Eineggja létust þeir í ljúfum móðurkviði eftir fimm og hálfs mánaðar legu. Þegar ég hélt að við værum komin fyrir vind þá hætti lífið í maganum. Fyrirvaralaust var fótunum kippt undan. Það var sárt að horfa á þá, liggjandi í vöggu sinni, og hugsa til alls þess sem við þremenningarnir fórum á mis við. Ég hefði viljað fá að kynnast þeim. Ég hefði viljað fá að sjá þá koma í heiminn undir öðrum kringumstæðum. Ég hefði viljað fá að heyra þá gráta í fyrsta sinn. Ég hefði viljað fá að fara með þá heim af fæðingardeildinni í stað þess að skilja þá þar eftir. Ég hefði viljað fá að sjá þá taka sín fyrstu skref, segja sín fyrstu orð. Ég hefði viljað fá að kenna þeim að hjóla, hvetja þá áfram þegar þeir detta. Ég hefði viljað fá að sjá þá fara í taugarnar á eldri systkinum sínum. Ég hefði viljað fá að sjá þá að morgni fyrsta skóladags. Ég hefði viljað fá að ruglast á þeim. Ég hefði viljað fá að fara með þeim í golf. Ég hefði viljað fá að sjá þá útskrifast úr skóla. Ég hefði viljað fá að sjá þá fara á fyrstu stefnumótin. Ég hefði viljað fá að vera svaramaður þeirra á brúðkaupsdaginn. Ég hefði viljað fá að hitta börnin þeirra. Ég hefði viljað fá að fara í taugarnar á þeim á mínum gamals aldri. Mest af öllu hefði ég viljað fá að kveðja þá á mínum eigin dánarbeð, í stað þeirra.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar