Segir kjör blaðamanna hörmuleg og útlit fyrir vinnustöðvanir Heimir Már Pétursson skrifar 29. október 2019 19:00 Ekkert bendir til annars en að fyrstu vinnustöðvanir blaðmanna á Íslandi skelli á í næstu viku, að sögn Hjálmars Jónssonar, formanns Blaðamannafélags Íslands. Samtök atvinnulífsins birtu tilboð sitt til félagsins í dag og segja það samræmast launastefnu lífskjarasamninga. Hjálmar segir kjör blaðamanna hörmulegar og kröfur þeirra vel innan marka sem samið hefur verið um við aðra. Fundi fulltrúa SA og BÍ í dag lauk án árangurs og fer atkvæðagreiðsla um röð vinnustöðvana því fram að óbreyttu á morgun. Verði þær samþykktur verður það í fyrsta skipti í 41 ár sem íslenskir blaðamenn fara í verkfall. Í tilkynningu á vefsíðu sinni fullyrða SA að tilboðið sem þau gerðu blaðamönnum feli í sér kjarabætur sem „samrýmast að fullu þeirri launastefnu sem mörkuð var með Lífskjarasamningnum“. Vara þau við því að verkföll valdi alltaf tjóni og skerði getu fyrirtækja til að standa undir kjarabótum í erfiðu árferði. Hjálmar segir kröfugerð blaðamanna aftur á móti hóflega og langt innan þeirra marka sem samið hafi verið um við aðra hópa.Aðgerðirnar sem hafa verið boðaðar ná til fjögurra daga í nóvember.Verða að standa með sjálfum sér Atkvæðagreiðslan á morgun nær til blaða-, frétta- og myndatökumanna á Árvakri, sem gefur út Morgunblaðið og mbl.is, Ríkisútvarpinu, Sýnar, sem rekur fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og Torgs, sem gefur út Fréttablaðið og samnefnda vefsíðu. Verði að verkföllum munu blaða- og myndatökumenn netmiðlanna fara í fjögurra tíma verkfall föstudaginn 8. nóvember frá klukkan 10 til 14, í átta tíma frá 10 til 18 hinn 15. nóvember og í tólf klukkustundir fimmtudaginn 22. nóvember. Hafi enn ekki náðst samningar fimmtudaginn 28. nóvember leggja blaðamenn á prentútgáfum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins niður störf í einn dag og nær sú vinnustöðvun einnig til ljósmyndara og tökumanna á þessum miðlum. Þegar hefur útgáfufélagið Birtíngur samið við BÍ á forsendum kröfugerðar blaðamanna, að sögn Hjálmars. Kjarninn hafi gengið frá samningi í dag og viðræður standi yfir við smærri miðla. Telur Hjálmar að ekkert bendi til annars en að verkfallsaðgerðir skelli á. „Auðvitað vill maður ekki fara í verkfall en stundum þarf maður að standa með sjálfum sér og blaðamenn standa bara með sjálfum sér. Það er enginn annar sem gerir þetta fyrir þá,“ segir Hjálmar. Spurður að því hvernig andinn hjá blaðamönnum sé segist Hjálmar finna fyrir miklum stuðningi innan stéttarinnar. „Enda eru kjör blaðamanna hörmuleg, því miður,“ segir hann.Tekið skal fram að blaðamenn Vísis eru flestir félagar í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar. Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. 29. október 2019 12:08 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Ekkert bendir til annars en að fyrstu vinnustöðvanir blaðmanna á Íslandi skelli á í næstu viku, að sögn Hjálmars Jónssonar, formanns Blaðamannafélags Íslands. Samtök atvinnulífsins birtu tilboð sitt til félagsins í dag og segja það samræmast launastefnu lífskjarasamninga. Hjálmar segir kjör blaðamanna hörmulegar og kröfur þeirra vel innan marka sem samið hefur verið um við aðra. Fundi fulltrúa SA og BÍ í dag lauk án árangurs og fer atkvæðagreiðsla um röð vinnustöðvana því fram að óbreyttu á morgun. Verði þær samþykktur verður það í fyrsta skipti í 41 ár sem íslenskir blaðamenn fara í verkfall. Í tilkynningu á vefsíðu sinni fullyrða SA að tilboðið sem þau gerðu blaðamönnum feli í sér kjarabætur sem „samrýmast að fullu þeirri launastefnu sem mörkuð var með Lífskjarasamningnum“. Vara þau við því að verkföll valdi alltaf tjóni og skerði getu fyrirtækja til að standa undir kjarabótum í erfiðu árferði. Hjálmar segir kröfugerð blaðamanna aftur á móti hóflega og langt innan þeirra marka sem samið hafi verið um við aðra hópa.Aðgerðirnar sem hafa verið boðaðar ná til fjögurra daga í nóvember.Verða að standa með sjálfum sér Atkvæðagreiðslan á morgun nær til blaða-, frétta- og myndatökumanna á Árvakri, sem gefur út Morgunblaðið og mbl.is, Ríkisútvarpinu, Sýnar, sem rekur fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og Torgs, sem gefur út Fréttablaðið og samnefnda vefsíðu. Verði að verkföllum munu blaða- og myndatökumenn netmiðlanna fara í fjögurra tíma verkfall föstudaginn 8. nóvember frá klukkan 10 til 14, í átta tíma frá 10 til 18 hinn 15. nóvember og í tólf klukkustundir fimmtudaginn 22. nóvember. Hafi enn ekki náðst samningar fimmtudaginn 28. nóvember leggja blaðamenn á prentútgáfum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins niður störf í einn dag og nær sú vinnustöðvun einnig til ljósmyndara og tökumanna á þessum miðlum. Þegar hefur útgáfufélagið Birtíngur samið við BÍ á forsendum kröfugerðar blaðamanna, að sögn Hjálmars. Kjarninn hafi gengið frá samningi í dag og viðræður standi yfir við smærri miðla. Telur Hjálmar að ekkert bendi til annars en að verkfallsaðgerðir skelli á. „Auðvitað vill maður ekki fara í verkfall en stundum þarf maður að standa með sjálfum sér og blaðamenn standa bara með sjálfum sér. Það er enginn annar sem gerir þetta fyrir þá,“ segir Hjálmar. Spurður að því hvernig andinn hjá blaðamönnum sé segist Hjálmar finna fyrir miklum stuðningi innan stéttarinnar. „Enda eru kjör blaðamanna hörmuleg, því miður,“ segir hann.Tekið skal fram að blaðamenn Vísis eru flestir félagar í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar.
Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. 29. október 2019 12:08 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. 29. október 2019 12:08