Flugstjóri er Þórarinn Hjálmarsson og flugmaðurinn er Guðjón S. Guðmundsson. Um korteri síðar stendur til að flugvélin Búlandstindur TF-ICO leggi af stað til Spánar og eru það þeir Kári Kárason og Franz Ploder sem fljúga þeirri vél.
Sjá einnig frétt Stöðvar 2: MAX-vél Icelandair flýgur í fyrsta sinn frá því í mars
Vélunum er flogið suður á bóginn til að koma þeim í betra loftslag fyrir veturinn en eins og kunnugt er hafa MAX-vélarnar verið kyrrsettar frá því í mars á þessu ári eftir tvö mannskæð flugslys.
Alls verður fimm Boeing 737 MAX 8-vélum Icelandair flogið til Spánar og einni MAX 9-vél.
Vísir verður í beinni útsendingu frá Keflavíkurflugvelli nú í morgunsárið og má fylgjast með útsendingunni í spilaranum neðst í fréttinni.
Uppfært klukkan 10:31
Mývatn fór í loftið um klukkan níu en seinkun hefur orðið á brottför Búlandstinds sem enn er ekki farin í loftið.
Uppfært klukkan 10:48
Útsendingu er lokið. Búlandstindur er ekki enn farin í loftið en Icelandair vonast til að hún komist af stað um hádegisbil.


