Sjálfbær ferðaþjónusta þýðir sjálfbær laun Drífa Snædal skrifar 11. október 2019 15:45 Það er undarlegt að sitja undir þeim málflutningi að hár launakostnaður á Íslandi stefni fyrirtækjum í voða, sérstaklega í ferðaþjónustunni. Hér eru vissulega há laun á heimsmælikvarða en það er líka dýrt að lifa eins og allir þekkja sem einhvern tímann hafa farið út í búð eða staðið undir húsnæðiskostnaði. En þegar atvinnurekendur gagnrýna há laun liggur í loftinu að þau eigi að vera lægri, undirliggjandi er frekjuleg krafa um að fólk eigi að komast af með minna. Sama er uppi á teningnum þegar Íslendingar kvarta yfir háu verði á vöru og þjónustu. Nýjasta dæmið í vikunni var það sem einhverjir telja háan leigubílakostnað. Ef leigubílstjórar væru að maka krókinn langt umfram annað vinnandi fólk á Íslandi myndi ég skilja gagnrýnina, en svo er sannarlega ekki. Við búum við góð lífsgæði og þau kosta! Við eigum að vera stolt af okkar lífsgæðum og gera betur, eins og lönd sem eru fremst í flokki. Þau hafa aldrei sætt sig við að vera góð í alþjóðlegum samanburði heldur stefnt hærra. Við markaðssetjum okkur gagnvart túristum sem sjálfbært land sem býður upp á sjálfbærar ferðir. Í því hlýtur að felast að greiða líka laun sem má lifa af, góðar vinnuaðstæður og skynsaman vinnutíma. Annars fer sjálfbærnin fyrir lítið. Hluti af því að vera stolt af landinu okkar og samfélagi er því að greiða laun yfir kjarasamningum, uppræta launaþjófnað, tryggja jafnrétti og jöfnuð og sterka velferð fyrir alla. Það á einfaldlega að vera hluti af því sem við bjóðum gestum uppá. Leiðsögumenn sem ég hef rætt við telja ferðamenn ekki síður heillaða af samfélagslegum áherslum en náttúru undrum. Stöndum undir þeirri hrifningu! Njótið helgarinnar, Drífa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það er undarlegt að sitja undir þeim málflutningi að hár launakostnaður á Íslandi stefni fyrirtækjum í voða, sérstaklega í ferðaþjónustunni. Hér eru vissulega há laun á heimsmælikvarða en það er líka dýrt að lifa eins og allir þekkja sem einhvern tímann hafa farið út í búð eða staðið undir húsnæðiskostnaði. En þegar atvinnurekendur gagnrýna há laun liggur í loftinu að þau eigi að vera lægri, undirliggjandi er frekjuleg krafa um að fólk eigi að komast af með minna. Sama er uppi á teningnum þegar Íslendingar kvarta yfir háu verði á vöru og þjónustu. Nýjasta dæmið í vikunni var það sem einhverjir telja háan leigubílakostnað. Ef leigubílstjórar væru að maka krókinn langt umfram annað vinnandi fólk á Íslandi myndi ég skilja gagnrýnina, en svo er sannarlega ekki. Við búum við góð lífsgæði og þau kosta! Við eigum að vera stolt af okkar lífsgæðum og gera betur, eins og lönd sem eru fremst í flokki. Þau hafa aldrei sætt sig við að vera góð í alþjóðlegum samanburði heldur stefnt hærra. Við markaðssetjum okkur gagnvart túristum sem sjálfbært land sem býður upp á sjálfbærar ferðir. Í því hlýtur að felast að greiða líka laun sem má lifa af, góðar vinnuaðstæður og skynsaman vinnutíma. Annars fer sjálfbærnin fyrir lítið. Hluti af því að vera stolt af landinu okkar og samfélagi er því að greiða laun yfir kjarasamningum, uppræta launaþjófnað, tryggja jafnrétti og jöfnuð og sterka velferð fyrir alla. Það á einfaldlega að vera hluti af því sem við bjóðum gestum uppá. Leiðsögumenn sem ég hef rætt við telja ferðamenn ekki síður heillaða af samfélagslegum áherslum en náttúru undrum. Stöndum undir þeirri hrifningu! Njótið helgarinnar, Drífa.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun