Klósettröðin Sif Sigmarsdóttir skrifar 12. október 2019 13:30 Þótt ég sé búsett í Bretlandi og Brexit vofi yfir hef ég ekki gripið til nokkurra varúðarráðstafana. Fari svo að Bretland hverfi samningslaust úr Evrópusambandinu 31. október næstkomandi er spáð bæði matvæla- og lyfjaskorti í landinu. Ég á vini sem fyllt hafa skápana af niðursuðudósum, frönsku víni og aspiríni. Sjálf hef ég í heiðri séríslenska hefð: Þetta reddast. Og ef þetta reddast ekki kennir neyðin naktri konu að spinna. Því neyðin er móðir nýrra uppfinninga, eins og máltækið hljómar í meðförum Engilsaxa. Það var hins vegar fyrst í vikunni sem leið að mér hætti að standa á sama um yfirvofandi vöntun. Nýjustu fréttir herma að náist ekki samningar með Bretum og Evrópusambandinu stefni í alvarlegan skort á klósettpappír í Bretlandi. Þótt neyðin kenni naktri konu að spinna er teppa í flæði klósettpappírs við bresk landamæri ekki þröng sem undirrituð kona kærir sig um að ráða fram úr með úrræðasemi. Ég er langt frá því að vera sú fyrsta sem mætir nýsköpun inni á salerni með tregðu. Þótt fyrstu vatnsklósettin sem vitað er um séu frá um 2800 fyrir Krist, en leifar þeirra fundust í Indusdalnum þar sem nú er Pakistan, náðu þau seint almennri útbreiðslu. Á 16. öld efaðist fólk enn um vatnsklósettið þegar guðsonur Elísabetar I Englandsdrottningar hannaði vatnssalerni og gaf henni. Sagan segir að drottningin hafi verið ófús til að nota uppfinninguna því hún kunni illa við lætin sem heyrðust þegar hún sturtaði niður; drottningin vildi ekki að öll hirðin vissi af því í hvert skipti sem hún tefldi við páfann. Af nýlegum fréttum að dæma á þessi tortryggni í garð nýjunga á náðhúsum fullan rétt á sér. Að pissa eða ekki pissa Eitt stærsta deilumál í Bretlandi undanfarnar vikur – fyrir utan Brexit – eru ný klósett í The Old Vic leikhúsinu í London. Að pissa eða ekki pissa – þarna er efinn. Konur sem sækja bresk leikhús kvarta gjarnan undan því að þurfa að eyða öllu hléinu í biðröð á klósettið. Hlé í leikhúsum eru 20 mínútur. Samkvæmt rannsókn þyrfti hléið að vera að meðaltali 57 mínútur til að allar konur í salnum ættu að geta létt á sér. Á síðasta ári stóð The Old Vic fyrir fjársöfnun svo tvöfalda mætti fjölda kvennaklósetta í leikhúsinu. Klósettin eru tilbúin. Konur eru þó síður en svo sáttar. Þótt klósettin séu nú 44 í stað 22 áður er fjöldi kvennaklósetta 0. Öll nýju klósett leikhússins eru ókyngreind en þau eru merkt eftir því hvort inni á þeim er að finna setklósett eða pissuskál. Gagnrýnendur benda á að enn á ný beri konur skertan hlut frá borði því nú geti karlar notað öll 26 setklósettin og pissuskálarnar 18 en konur geti aðeins notað setklósettin. Fyrirkomulagið lengi biðtíma hjá konum en stytti hann hjá körlum. Forsvarsmenn The Old Vic hefðu átt að vita betur. Ekki er langt síðan klósett menningarhússins The Barbican gerðu allt brjálað á Twitter. Í apríl 2017 fór breska fréttakonan Samira Ahmed í bíó. Í hléi rauk hún fram til að ná plássi framarlega í klósettröðinni. Biðröðin var hins vegar mun lengri en venjulega. Skýringin blasti við Ahmed þegar röðin kom loks að henni. Kvennaklósettin voru full af körlum. Klósettmerkingum hafði verið breytt úr karla- eða kvennaklósett í „ókyngreind með klósettbásum“ og „ókyngreind með pissuskálum“. Karlar gátu nú farið á öll klósettin en konur aðeins á helming þeirra. Reglulegt flæði Brexit-teppan og klósettstíflan eiga eitt sameiginlegt. Lausnin blasir við. Samningur við Evrópusambandið um útgöngu Breta úr sambandinu tryggði reglulegt flæði klósettpappírs og annarra nauðsynja. Ef pissuskálum karla yrði breytt í setklósett yrðu salernin í The Old Vic ekki aðeins ókyngreind í orði heldur líka á borði. Stundum þarf bara að gyrða sig í brók. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Brexit Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Þótt ég sé búsett í Bretlandi og Brexit vofi yfir hef ég ekki gripið til nokkurra varúðarráðstafana. Fari svo að Bretland hverfi samningslaust úr Evrópusambandinu 31. október næstkomandi er spáð bæði matvæla- og lyfjaskorti í landinu. Ég á vini sem fyllt hafa skápana af niðursuðudósum, frönsku víni og aspiríni. Sjálf hef ég í heiðri séríslenska hefð: Þetta reddast. Og ef þetta reddast ekki kennir neyðin naktri konu að spinna. Því neyðin er móðir nýrra uppfinninga, eins og máltækið hljómar í meðförum Engilsaxa. Það var hins vegar fyrst í vikunni sem leið að mér hætti að standa á sama um yfirvofandi vöntun. Nýjustu fréttir herma að náist ekki samningar með Bretum og Evrópusambandinu stefni í alvarlegan skort á klósettpappír í Bretlandi. Þótt neyðin kenni naktri konu að spinna er teppa í flæði klósettpappírs við bresk landamæri ekki þröng sem undirrituð kona kærir sig um að ráða fram úr með úrræðasemi. Ég er langt frá því að vera sú fyrsta sem mætir nýsköpun inni á salerni með tregðu. Þótt fyrstu vatnsklósettin sem vitað er um séu frá um 2800 fyrir Krist, en leifar þeirra fundust í Indusdalnum þar sem nú er Pakistan, náðu þau seint almennri útbreiðslu. Á 16. öld efaðist fólk enn um vatnsklósettið þegar guðsonur Elísabetar I Englandsdrottningar hannaði vatnssalerni og gaf henni. Sagan segir að drottningin hafi verið ófús til að nota uppfinninguna því hún kunni illa við lætin sem heyrðust þegar hún sturtaði niður; drottningin vildi ekki að öll hirðin vissi af því í hvert skipti sem hún tefldi við páfann. Af nýlegum fréttum að dæma á þessi tortryggni í garð nýjunga á náðhúsum fullan rétt á sér. Að pissa eða ekki pissa Eitt stærsta deilumál í Bretlandi undanfarnar vikur – fyrir utan Brexit – eru ný klósett í The Old Vic leikhúsinu í London. Að pissa eða ekki pissa – þarna er efinn. Konur sem sækja bresk leikhús kvarta gjarnan undan því að þurfa að eyða öllu hléinu í biðröð á klósettið. Hlé í leikhúsum eru 20 mínútur. Samkvæmt rannsókn þyrfti hléið að vera að meðaltali 57 mínútur til að allar konur í salnum ættu að geta létt á sér. Á síðasta ári stóð The Old Vic fyrir fjársöfnun svo tvöfalda mætti fjölda kvennaklósetta í leikhúsinu. Klósettin eru tilbúin. Konur eru þó síður en svo sáttar. Þótt klósettin séu nú 44 í stað 22 áður er fjöldi kvennaklósetta 0. Öll nýju klósett leikhússins eru ókyngreind en þau eru merkt eftir því hvort inni á þeim er að finna setklósett eða pissuskál. Gagnrýnendur benda á að enn á ný beri konur skertan hlut frá borði því nú geti karlar notað öll 26 setklósettin og pissuskálarnar 18 en konur geti aðeins notað setklósettin. Fyrirkomulagið lengi biðtíma hjá konum en stytti hann hjá körlum. Forsvarsmenn The Old Vic hefðu átt að vita betur. Ekki er langt síðan klósett menningarhússins The Barbican gerðu allt brjálað á Twitter. Í apríl 2017 fór breska fréttakonan Samira Ahmed í bíó. Í hléi rauk hún fram til að ná plássi framarlega í klósettröðinni. Biðröðin var hins vegar mun lengri en venjulega. Skýringin blasti við Ahmed þegar röðin kom loks að henni. Kvennaklósettin voru full af körlum. Klósettmerkingum hafði verið breytt úr karla- eða kvennaklósett í „ókyngreind með klósettbásum“ og „ókyngreind með pissuskálum“. Karlar gátu nú farið á öll klósettin en konur aðeins á helming þeirra. Reglulegt flæði Brexit-teppan og klósettstíflan eiga eitt sameiginlegt. Lausnin blasir við. Samningur við Evrópusambandið um útgöngu Breta úr sambandinu tryggði reglulegt flæði klósettpappírs og annarra nauðsynja. Ef pissuskálum karla yrði breytt í setklósett yrðu salernin í The Old Vic ekki aðeins ókyngreind í orði heldur líka á borði. Stundum þarf bara að gyrða sig í brók.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun