Búa sig undir kraftmesta fellibyl síðustu 60 ára Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. október 2019 09:45 Japanir búa sig nú undir að Hagibis, öflugasti fellibylur sem sést hefur í Japan í 60 ár, nái landi. Vísir/AP Japanir búa sig nú undir að fellibylurinn Hagibis komi að ströndum landsins, en fellibylurinn er sá kraftmesti sem sést hefur í Japan í 60 ár. Gert er ráð fyrir að veðurofsinn skelli á landinu rétt fyrir utan Tókýó síðar í dag. Þrátt fyrir að Hagibis hafi ekki enn náð landi er áhrifa fellibyljarins þegar farið að gæta í Japan og hefur ein manneskja látist vegna þeirra. Flóð eru viðvarandi á nokkrum svæðum í og við Tókýó og þúsundir heimila eru án rafmagns. Í frétt á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að vindstyrkur Hagibis geti náð allt að 50 metrum á sekúndu. Veðurstofa Japans hefur varað við meiri flóðum og skriðufalli vegna veðurofsans. Auk þess hafa japönsk yfirvöld ráðlagt fólki á þeim svæðum sem talin eru í hvað mestri hættu að yfirgefa heimili sín. Flug- og lestarferðum hefur verið aflýst og yfirvöld hafa opnað sérstakar viðbragðsstöðvar þar sem tekið verður á móti þeim sem hafa þurft að hverfa frá heimilum sínum. Eins hafa margar verslanir og verksmiðjur lokað í aðdraganda þess að fellibylurinn nái landi. Íbúar svæðanna sem talið er að muni fara hvað verst út úr ofsaveðrinu hafa á síðustu dögum hamstrað birgðir, að ráði yfirvalda. Það er því fátt sem tekur á móti gestum stórmarkaða í og við Tókýó annað en tómar hillur. Utanríkisráðuneyti Íslands sendi á fimmtudag frá sér tilkynningu vegna Hagibis þar sem íslenskum ríkisborgurum er ráðlagt að fylgjast vel með fréttum og vera vakandi fyrir nýjustu upplýsingum frá japönskum stjórnvöldum um framvindu mála. Japan Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira
Japanir búa sig nú undir að fellibylurinn Hagibis komi að ströndum landsins, en fellibylurinn er sá kraftmesti sem sést hefur í Japan í 60 ár. Gert er ráð fyrir að veðurofsinn skelli á landinu rétt fyrir utan Tókýó síðar í dag. Þrátt fyrir að Hagibis hafi ekki enn náð landi er áhrifa fellibyljarins þegar farið að gæta í Japan og hefur ein manneskja látist vegna þeirra. Flóð eru viðvarandi á nokkrum svæðum í og við Tókýó og þúsundir heimila eru án rafmagns. Í frétt á vef breska ríkisútvarpsins kemur fram að vindstyrkur Hagibis geti náð allt að 50 metrum á sekúndu. Veðurstofa Japans hefur varað við meiri flóðum og skriðufalli vegna veðurofsans. Auk þess hafa japönsk yfirvöld ráðlagt fólki á þeim svæðum sem talin eru í hvað mestri hættu að yfirgefa heimili sín. Flug- og lestarferðum hefur verið aflýst og yfirvöld hafa opnað sérstakar viðbragðsstöðvar þar sem tekið verður á móti þeim sem hafa þurft að hverfa frá heimilum sínum. Eins hafa margar verslanir og verksmiðjur lokað í aðdraganda þess að fellibylurinn nái landi. Íbúar svæðanna sem talið er að muni fara hvað verst út úr ofsaveðrinu hafa á síðustu dögum hamstrað birgðir, að ráði yfirvalda. Það er því fátt sem tekur á móti gestum stórmarkaða í og við Tókýó annað en tómar hillur. Utanríkisráðuneyti Íslands sendi á fimmtudag frá sér tilkynningu vegna Hagibis þar sem íslenskum ríkisborgurum er ráðlagt að fylgjast vel með fréttum og vera vakandi fyrir nýjustu upplýsingum frá japönskum stjórnvöldum um framvindu mála.
Japan Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Sjá meira