Segir Íslendinga eiga að hætta við leikinn gegn Tyrkjum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. október 2019 11:54 Cenk Tosun, framherji Tyrklands, fagnar hér sigurmarki sínu gegn Albaníu með liðsfélögum sínum, að hermannasið. Vísir/Getty Illugi Jökulsson, rithöfundur og samfélagsrýnir, birti stuttan pistil á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hann segir að íslenska karlalandsliðið í fótbolta eigi að hætta skilyrðislaust við leik sinn við Tyrkland sem fer fram ytra 14. nóvember næstkomandi, þrátt fyrir að það gæti kostað liðið sæti á EM 2020. Formaður KSÍ segir ekkert slíkt vera í myndinni. Ástæðuna segir Illugi vera innrás Tyrkja inn í Sýrland. Innrásin hefur vakið hörð viðbrögð margra í alþjóðasamfélaginu og hafa ýmsir fordæmt aðgerðir Tyrkja og atferli, meðal annars forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins og Arababandalagið. Illugi segir Íslendinga þurfa að sýna af sér siðferðilega festu í málinu. „Menn segja að ekki eigi að blanda saman íþróttum og stjórnmálum. Það er stundum rétt, en í fyrsta lagi, þá er árásarstríð ekki „stjórnmál.““ Bendir Illugi einnig á að tyrkneskir leikmenn virðist sjálfir styðja innrásina inn í Sýrland þar sem þeir fögnuðu að hermannasið eftir sigurmark liðsins gegn Albaníu á föstudag. „Tyrknesku fótboltamennirnir [hafa] sjálfir tekið af skarið með þessu ljóta uppátæki í leik í fyrradag þegar þeir sýndu samstöðu með árásarsveitum landa sinna rétt í þann mund að þær voru að drepa fólk í Sýrlandi.“UEFA skoðar athæfi Tyrkja Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur staðfest að umdeild fagnaðarlæti Tyrkja séu nú til rannsóknar. Eins og áður segir fögnuðu Tyrkirnir sigurmarki sínu gegn Albaníu, sem kom á lokamínútum leiksins, með því að heilsa að hermannasið. Þeir gerðu síðan slíkt hið sama í búningsherbergjum eftir leik, og hafa margir tekið athæfinu sem stuðningsyfirlýsingu við aðgerðir Tyrkja í Sýrlandi.Ay-Yıldızlılar, galibiyeti kahraman Mehmetçiklerimizle şehit olan askerlerimiz ve vatandaşlarımıza armağan etti. pic.twitter.com/NNZKlnnWga — Milli Takımlar (@MilliTakimlar) October 11, 2019 „Ég hef ekki séð atvikið, sem hægt væri að túlka sem ögrun,“ hefur þýski miðillinn DW eftir Philip Townsend, fjölmiðlafulltrúa UEFA, „Banna reglurnar vísanir í trú- og stjórnmál? Já, og ég get lofað því að við munum taka málið til skoðunar.“Philip Townsend, fjölmiðlafulltrúi evrópska knattspyrnusambandsins UEFA.Vísir/GettyGuðni segir ekki hlutverk KSÍ að hafa eftirlit með öðrum þjóðum Eins og fótboltaunnendum á Fróni er eflaust ljóst á Ísland enn möguleika á að tryggja sig inn á EM 2020, sem haldið verður víðs vegar um Evrópu. Afleiðingar þess að hætta við leikinn yrðu þær að Tyrkjum yrði dæmdur sigur í þessum næst síðasta leik undankeppninnar og möguleiki Íslendinga á að tryggja sig inn á mótið án þess að fara í umspil myndi þannig nánast gufa upp. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir í samtali við Vísi að málið ekki hafa verið tekið til umfjöllunar hjá Knattspyrnusambandinu. „Við höfum ekki verið að taka þetta til umfjöllunar. Í sjálfu sér held ég að það sé ekki okkar hlutverk að gera slíkt. Þetta er eitthvað sem að UEFA tekur til umfjöllunar ef að til kæmi. Það er að sjálfsögðu ekki okkar að hafa eftirlit með því hvernig aðrar þjóðir fagna eða haga sér á sínum heimavelli,“ segir Guðni og vísar þar til fagnaðarláta tyrkneska liðsins í leiknum gegn Albaníu. Ef allt fer sem horfir mætir íslenska karlalandsliðið því tyrkneska í Istanbúl 14. nóvember næstkomandi. Næsti leikur Íslands er hins vegar gegn Andorra á Laugardalsvelli annað kvöld.Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir mál tyrkneska landsliðsins ekki hafa komið á borð sambandsins.Vísir/Daníel Þór EM 2020 í fótbolta KSÍ Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45 Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38 Tusk fordæmir hótanir Erdogan Tyrklandsforseti hótaði á fimmtudag að opna landamærin inn til Evrópu eftir að leiðtogar fordæmdu sókn Tyrkja inn í norðausturhluta Sýrlands. 11. október 2019 11:22 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Illugi Jökulsson, rithöfundur og samfélagsrýnir, birti stuttan pistil á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hann segir að íslenska karlalandsliðið í fótbolta eigi að hætta skilyrðislaust við leik sinn við Tyrkland sem fer fram ytra 14. nóvember næstkomandi, þrátt fyrir að það gæti kostað liðið sæti á EM 2020. Formaður KSÍ segir ekkert slíkt vera í myndinni. Ástæðuna segir Illugi vera innrás Tyrkja inn í Sýrland. Innrásin hefur vakið hörð viðbrögð margra í alþjóðasamfélaginu og hafa ýmsir fordæmt aðgerðir Tyrkja og atferli, meðal annars forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins og Arababandalagið. Illugi segir Íslendinga þurfa að sýna af sér siðferðilega festu í málinu. „Menn segja að ekki eigi að blanda saman íþróttum og stjórnmálum. Það er stundum rétt, en í fyrsta lagi, þá er árásarstríð ekki „stjórnmál.““ Bendir Illugi einnig á að tyrkneskir leikmenn virðist sjálfir styðja innrásina inn í Sýrland þar sem þeir fögnuðu að hermannasið eftir sigurmark liðsins gegn Albaníu á föstudag. „Tyrknesku fótboltamennirnir [hafa] sjálfir tekið af skarið með þessu ljóta uppátæki í leik í fyrradag þegar þeir sýndu samstöðu með árásarsveitum landa sinna rétt í þann mund að þær voru að drepa fólk í Sýrlandi.“UEFA skoðar athæfi Tyrkja Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, hefur staðfest að umdeild fagnaðarlæti Tyrkja séu nú til rannsóknar. Eins og áður segir fögnuðu Tyrkirnir sigurmarki sínu gegn Albaníu, sem kom á lokamínútum leiksins, með því að heilsa að hermannasið. Þeir gerðu síðan slíkt hið sama í búningsherbergjum eftir leik, og hafa margir tekið athæfinu sem stuðningsyfirlýsingu við aðgerðir Tyrkja í Sýrlandi.Ay-Yıldızlılar, galibiyeti kahraman Mehmetçiklerimizle şehit olan askerlerimiz ve vatandaşlarımıza armağan etti. pic.twitter.com/NNZKlnnWga — Milli Takımlar (@MilliTakimlar) October 11, 2019 „Ég hef ekki séð atvikið, sem hægt væri að túlka sem ögrun,“ hefur þýski miðillinn DW eftir Philip Townsend, fjölmiðlafulltrúa UEFA, „Banna reglurnar vísanir í trú- og stjórnmál? Já, og ég get lofað því að við munum taka málið til skoðunar.“Philip Townsend, fjölmiðlafulltrúi evrópska knattspyrnusambandsins UEFA.Vísir/GettyGuðni segir ekki hlutverk KSÍ að hafa eftirlit með öðrum þjóðum Eins og fótboltaunnendum á Fróni er eflaust ljóst á Ísland enn möguleika á að tryggja sig inn á EM 2020, sem haldið verður víðs vegar um Evrópu. Afleiðingar þess að hætta við leikinn yrðu þær að Tyrkjum yrði dæmdur sigur í þessum næst síðasta leik undankeppninnar og möguleiki Íslendinga á að tryggja sig inn á mótið án þess að fara í umspil myndi þannig nánast gufa upp. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir í samtali við Vísi að málið ekki hafa verið tekið til umfjöllunar hjá Knattspyrnusambandinu. „Við höfum ekki verið að taka þetta til umfjöllunar. Í sjálfu sér held ég að það sé ekki okkar hlutverk að gera slíkt. Þetta er eitthvað sem að UEFA tekur til umfjöllunar ef að til kæmi. Það er að sjálfsögðu ekki okkar að hafa eftirlit með því hvernig aðrar þjóðir fagna eða haga sér á sínum heimavelli,“ segir Guðni og vísar þar til fagnaðarláta tyrkneska liðsins í leiknum gegn Albaníu. Ef allt fer sem horfir mætir íslenska karlalandsliðið því tyrkneska í Istanbúl 14. nóvember næstkomandi. Næsti leikur Íslands er hins vegar gegn Andorra á Laugardalsvelli annað kvöld.Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir mál tyrkneska landsliðsins ekki hafa komið á borð sambandsins.Vísir/Daníel Þór
EM 2020 í fótbolta KSÍ Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45 Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38 Tusk fordæmir hótanir Erdogan Tyrklandsforseti hótaði á fimmtudag að opna landamærin inn til Evrópu eftir að leiðtogar fordæmdu sókn Tyrkja inn í norðausturhluta Sýrlands. 11. október 2019 11:22 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Tyrkir ná landamæraborg á sitt vald Tyrkneski herinn hefur náð sýrlensku landamæraborginni Ras al-Ayn á sitt vald, um er að ræða stærstu og mikilvægustu landvinninga Tyrkja síðan að innrás í Sýrland hófst 9. október síðastliðinn 12. október 2019 16:45
Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38
Tusk fordæmir hótanir Erdogan Tyrklandsforseti hótaði á fimmtudag að opna landamærin inn til Evrópu eftir að leiðtogar fordæmdu sókn Tyrkja inn í norðausturhluta Sýrlands. 11. október 2019 11:22