Lág laun ófaglærðra kvenna vandamál hjá fleiri sveitarfélögum en Reykjavíkurborg Sylvía Hall skrifar 13. október 2019 23:00 Lilja Alfreðsdóttir og Margrét Tryggvadóttir voru gestir Heimis Más í Víglínunni í dag. Vísir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og vísindamálaráðherra og Margrét Tryggvadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar taka undir sjónarmið Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um að rétta þurfi stöðu ófaglærðra kvenna sem vinna hjá Reykjavíkurborg. Vandamálið sé hins vegar ekki einungis bundið við Reykjavíkurborg. Í viðtali í Kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag sagði Sólveig Anna lítinn skilning vera innan Reykjavíkurborgar á kerfislægri kvenfyrirlitningu sem væri ríkjandi. Enn er ósamið við þúsundir starfsmanna Reykjavíkurborgar og sagði Sólveig Anna vandann vera uppsafnaðan. Nefndi hún sem dæmi ófaglærða leikskólakennara, sem væru lægst launuðu starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði þrátt fyrir mikið álag.Sjá einnig: Kerfislæg kvenfyrirlitning ríki gagnvart ófaglærðum konum hjá borginni „Þetta er kerfislægt vandamál, ég er algjörlega sammála Sólveigu Önnu um það. Þetta er ekkert sérstakt Reykjavíkurmál. Ófaglærðar kvennastéttir, alveg sama hvort við horfum inn á spítalana, hvort við horfum inn á leikskólanna, sem eru sannarlega í öllum sveitarfélögum landsins nema kannski þeim allra smæstu, skólaliðar í grunnskólum; störf sem eru algjörlega nauðsynleg fyrir okkur öll, því ef þau væru ekki þá lamast allt. Þetta er bara alveg rétt,“ sagði Margrét í viðtali í Víglínunni í dag. Hún sagði stöðuna vera þannig að deildir leikskóla væru heppnar ef einn faglærður starfsmaður væri þar við störf. Staðan væri þannig í næstum öllum sveitarfélögum.Sólveig Anna segir skorta skilning hjá Reykjavíkurborg.Vísir/VilhemLilja tók undir orð Margrétar og sagði þetta vera mikið áhyggjuefni. Þarna væri um að ræða mikilvæga stétt og á síðustu árum væri sífellt verið að auka áherslu á leikskólastigið í kjölfar menntarannsókna. Forysta leikskólakennara væri þó að stíga stór skref í því efla námið. „Við höfum náð núna á tiltölulega stuttum tíma að auka aðsókn í kennaranámið um fimmtíu prósent í Háskóla Íslands. Eitt af því sem við gerum, er að fimmta árið er orðið að starfsnámi. Það er bara viðurkennt og það er gert í samvinnu við skólann og það er mjög erfitt að fara til baka í það að stytta námið, það eru margir sem eru búnir með fimm ára námið og það eru tölur sem sýna alveg fram á það að aðsókn í námið minnkaði verulega, en við erum að vinna með stöðuna og við erum að sjá mikinn árangur af þessum aðgerðum okkar,“ sagði Lilja og bætti við að staðan væri að batna töluvert því áður hefði stefnt í mikinn kennaraskort innan nokkurra ára.Gamaldags viðhorf sem hafi áhrif enn í dag „Ég er sammála því að auðvitað verður staða þessara kvenna sem eru ófaglærðar í samfélaginu okkar að vera þannig að hún sé viðunandi og ég tek bara hjartanlega undir það,“ sagði Lilja. Aðspurðar hvort þetta væri ekki til marks um það viðhorf sem ríkti áður að störf kvenna væru „aukavinna“ þar sem karlinn væri fyrirvinnan sögðu þær svo vel geta verið. „Ég held þetta sé það viðhorf að þetta séu viðbótartekjur heimilisins en staðan er bara ekki þannig, en þetta eru alveg gríðarlega mikilvæg störf og við getum alls ekki án þessara starfskrafta verið og okkur ber siðferðileg skylda að meta þeirra vinnu,“ sagði Margrét og tók Lilja undir það. „Grunnurinn að öllu í okkar samfélagi er auðvitað menntakerfið og heilbrigðiskerfið og þarna starfa auðvitað mjög margir sem eru ófaglærðir og við verðum auðvitað að passa upp á það að skilyrði þeirra séu viðunandi.“ Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og vísindamálaráðherra og Margrét Tryggvadóttir varaþingmaður Samfylkingarinnar taka undir sjónarmið Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um að rétta þurfi stöðu ófaglærðra kvenna sem vinna hjá Reykjavíkurborg. Vandamálið sé hins vegar ekki einungis bundið við Reykjavíkurborg. Í viðtali í Kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag sagði Sólveig Anna lítinn skilning vera innan Reykjavíkurborgar á kerfislægri kvenfyrirlitningu sem væri ríkjandi. Enn er ósamið við þúsundir starfsmanna Reykjavíkurborgar og sagði Sólveig Anna vandann vera uppsafnaðan. Nefndi hún sem dæmi ófaglærða leikskólakennara, sem væru lægst launuðu starfsmenn á íslenskum vinnumarkaði þrátt fyrir mikið álag.Sjá einnig: Kerfislæg kvenfyrirlitning ríki gagnvart ófaglærðum konum hjá borginni „Þetta er kerfislægt vandamál, ég er algjörlega sammála Sólveigu Önnu um það. Þetta er ekkert sérstakt Reykjavíkurmál. Ófaglærðar kvennastéttir, alveg sama hvort við horfum inn á spítalana, hvort við horfum inn á leikskólanna, sem eru sannarlega í öllum sveitarfélögum landsins nema kannski þeim allra smæstu, skólaliðar í grunnskólum; störf sem eru algjörlega nauðsynleg fyrir okkur öll, því ef þau væru ekki þá lamast allt. Þetta er bara alveg rétt,“ sagði Margrét í viðtali í Víglínunni í dag. Hún sagði stöðuna vera þannig að deildir leikskóla væru heppnar ef einn faglærður starfsmaður væri þar við störf. Staðan væri þannig í næstum öllum sveitarfélögum.Sólveig Anna segir skorta skilning hjá Reykjavíkurborg.Vísir/VilhemLilja tók undir orð Margrétar og sagði þetta vera mikið áhyggjuefni. Þarna væri um að ræða mikilvæga stétt og á síðustu árum væri sífellt verið að auka áherslu á leikskólastigið í kjölfar menntarannsókna. Forysta leikskólakennara væri þó að stíga stór skref í því efla námið. „Við höfum náð núna á tiltölulega stuttum tíma að auka aðsókn í kennaranámið um fimmtíu prósent í Háskóla Íslands. Eitt af því sem við gerum, er að fimmta árið er orðið að starfsnámi. Það er bara viðurkennt og það er gert í samvinnu við skólann og það er mjög erfitt að fara til baka í það að stytta námið, það eru margir sem eru búnir með fimm ára námið og það eru tölur sem sýna alveg fram á það að aðsókn í námið minnkaði verulega, en við erum að vinna með stöðuna og við erum að sjá mikinn árangur af þessum aðgerðum okkar,“ sagði Lilja og bætti við að staðan væri að batna töluvert því áður hefði stefnt í mikinn kennaraskort innan nokkurra ára.Gamaldags viðhorf sem hafi áhrif enn í dag „Ég er sammála því að auðvitað verður staða þessara kvenna sem eru ófaglærðar í samfélaginu okkar að vera þannig að hún sé viðunandi og ég tek bara hjartanlega undir það,“ sagði Lilja. Aðspurðar hvort þetta væri ekki til marks um það viðhorf sem ríkti áður að störf kvenna væru „aukavinna“ þar sem karlinn væri fyrirvinnan sögðu þær svo vel geta verið. „Ég held þetta sé það viðhorf að þetta séu viðbótartekjur heimilisins en staðan er bara ekki þannig, en þetta eru alveg gríðarlega mikilvæg störf og við getum alls ekki án þessara starfskrafta verið og okkur ber siðferðileg skylda að meta þeirra vinnu,“ sagði Margrét og tók Lilja undir það. „Grunnurinn að öllu í okkar samfélagi er auðvitað menntakerfið og heilbrigðiskerfið og þarna starfa auðvitað mjög margir sem eru ófaglærðir og við verðum auðvitað að passa upp á það að skilyrði þeirra séu viðunandi.“
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira