Einn maður – eitt atkvæði Davíð Stefánsson skrifar 14. október 2019 07:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður Viðreisnar, ritaði grein hér í Fréttablaðið í síðustu viku þar sem hún spyr lesendur hvort megi bjóða þeim „heilan kosningarétt eða hálfan“. Það er ástæða til að taka undir þessi skrif hennar. Þorgerður er einn margra þingmanna sem hafa í gegnum tíðina haldið á lofti því eðlilega og sanngjarna sjónarmiði að jafn kosningaréttur undirstriki grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Skynsamlegast sé því að landið allt eigi að verða eitt kjördæmi. Hún minnir jafnframt á að misvægi atkvæða geti ekki og megi ekki verða skiptimynt á hinu pólitíska sviði. Flest erum við því sammála að jafnræði landsmanna til stjórnmálalegra áhrifa sé mikilvægt grundvallaratriði lýðræðis og borgaralegra réttinda. Þar er lýðræðiskrafan að einn maður þýði eitt atkvæði. Með því að gera gera landið að einu kjördæmi tökum við út misvægi atkvæða og jöfnuður næst milli kjósenda. Kosningakerfið verður einfalt og auðskilið og stjórnmálaflokkarnir ættu að fá þingfulltrúa í samræmi við fjölda atkvæða. Líklegra verður að telja að þingmenn vinni fyrir landið allt í þágu heildarhagsmuna fremur en þröngra kjördæmahagsmuna. Það að þingmenn séu allra landsmanna eykur samkennd, skilning, samstarf og yfirsýn. Í áranna rás hafa ýmsar breytingar verið gerðar á kosningakerfinu til að jafna atkvæðismun eftir landshlutum. Meðal annars með fækkun og stækkun kjördæma. En óréttlætið er enn til staðar. Á þessari vegferð eru margir þröskuldar. Líklegt er að þá takist á hagsmunir veikrar landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins sem sífellt tekur meira til sín með æ öflugra miðstjórnarvaldi. Flest hljótum við að vera sammála um að landsbyggðin eigi undir högg að sækja. Og ýmsir segja að hinum dreifðu byggðum veiti ekki af áhrifum sínum, rödd landsbyggðar muni hljóðna í þjóðmálaumræðunni og áhrif hennar minnka stórlega. Það ætti að hlusta á þessi sjónarmið þótt þessi rök vegi varla þungt gagnvart þeirri mannréttinda- og lýðræðiskröfu sem jafn kosningaréttur er. Þetta kallar á styrkingu landsbyggðar með ýmsum aðgerðum og skýrri byggðastefnu. Þar er nærtækast að stórefla sveitarstjórnarstigið. En til þess þarf öflugri og stærri sveitarfélög. Nýleg viðhorfskönnun Félagsvísindastofnunar sýnir sterkan vilja þjóðarinnar gegn því ranglæti sem felst í misvægi atkvæða. Tveir þriðju vilja jafnt vægi allra atkvæða á landinu. Einungis þriðji hver styður óbreytta kjördæmaskiptingu með sex kjördæmum. Þetta misvægi atkvæða og kjördæmaskiptingin eru úrelt og tákn gamalla tíma. Stjórnvöld verða að vinda sér í það brýna verkefni að tryggja jafnan kosningarétt, jöfn mannréttindi, allra landsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Tengdar fréttir Má bjóða þér heilan kosningarétt eða hálfan? Landið á að verða eitt kjördæmi. Sú eindregna skoðun mín að tryggja jafnan kosningarétt undirstrikar grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Saga misvægis atkvæða er saga pólitískra hrossakaupa. 10. október 2019 07:22 Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður Viðreisnar, ritaði grein hér í Fréttablaðið í síðustu viku þar sem hún spyr lesendur hvort megi bjóða þeim „heilan kosningarétt eða hálfan“. Það er ástæða til að taka undir þessi skrif hennar. Þorgerður er einn margra þingmanna sem hafa í gegnum tíðina haldið á lofti því eðlilega og sanngjarna sjónarmiði að jafn kosningaréttur undirstriki grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Skynsamlegast sé því að landið allt eigi að verða eitt kjördæmi. Hún minnir jafnframt á að misvægi atkvæða geti ekki og megi ekki verða skiptimynt á hinu pólitíska sviði. Flest erum við því sammála að jafnræði landsmanna til stjórnmálalegra áhrifa sé mikilvægt grundvallaratriði lýðræðis og borgaralegra réttinda. Þar er lýðræðiskrafan að einn maður þýði eitt atkvæði. Með því að gera gera landið að einu kjördæmi tökum við út misvægi atkvæða og jöfnuður næst milli kjósenda. Kosningakerfið verður einfalt og auðskilið og stjórnmálaflokkarnir ættu að fá þingfulltrúa í samræmi við fjölda atkvæða. Líklegra verður að telja að þingmenn vinni fyrir landið allt í þágu heildarhagsmuna fremur en þröngra kjördæmahagsmuna. Það að þingmenn séu allra landsmanna eykur samkennd, skilning, samstarf og yfirsýn. Í áranna rás hafa ýmsar breytingar verið gerðar á kosningakerfinu til að jafna atkvæðismun eftir landshlutum. Meðal annars með fækkun og stækkun kjördæma. En óréttlætið er enn til staðar. Á þessari vegferð eru margir þröskuldar. Líklegt er að þá takist á hagsmunir veikrar landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins sem sífellt tekur meira til sín með æ öflugra miðstjórnarvaldi. Flest hljótum við að vera sammála um að landsbyggðin eigi undir högg að sækja. Og ýmsir segja að hinum dreifðu byggðum veiti ekki af áhrifum sínum, rödd landsbyggðar muni hljóðna í þjóðmálaumræðunni og áhrif hennar minnka stórlega. Það ætti að hlusta á þessi sjónarmið þótt þessi rök vegi varla þungt gagnvart þeirri mannréttinda- og lýðræðiskröfu sem jafn kosningaréttur er. Þetta kallar á styrkingu landsbyggðar með ýmsum aðgerðum og skýrri byggðastefnu. Þar er nærtækast að stórefla sveitarstjórnarstigið. En til þess þarf öflugri og stærri sveitarfélög. Nýleg viðhorfskönnun Félagsvísindastofnunar sýnir sterkan vilja þjóðarinnar gegn því ranglæti sem felst í misvægi atkvæða. Tveir þriðju vilja jafnt vægi allra atkvæða á landinu. Einungis þriðji hver styður óbreytta kjördæmaskiptingu með sex kjördæmum. Þetta misvægi atkvæða og kjördæmaskiptingin eru úrelt og tákn gamalla tíma. Stjórnvöld verða að vinda sér í það brýna verkefni að tryggja jafnan kosningarétt, jöfn mannréttindi, allra landsmanna.
Má bjóða þér heilan kosningarétt eða hálfan? Landið á að verða eitt kjördæmi. Sú eindregna skoðun mín að tryggja jafnan kosningarétt undirstrikar grundvallarmannréttindi í íslensku samfélagi, óháð efnahag, kyni eða búsetu. Saga misvægis atkvæða er saga pólitískra hrossakaupa. 10. október 2019 07:22
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar