Meiriháttar björgunaraðgerðir halda áfram í Japan Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2019 09:40 Lögreglumenn leita að týndu fólki í Nagano þar sem stífla brást og vatn úr Chikuma-ánni flæddi yfir íbúðarhverfi. Vísir/EPA Á annað hundrað þúsund björgunarfólks tekur nú þátt í leit og björgun eftir að fellibylurinn Hagibis olli eyðileggingu í Japan á laugardag. Bylurinn var sá versti í sextíu ár. Að minnsta kosti 37 fórust og tuttugu er enn saknað. Hagibis hefur nú veikst og stefnir frá landi. Hann olli eyðileggingu í átta héruðum Japans og náði vindstyrkurinn um 62 metrum á sekúndu. Lögreglufólk, slökkviliðsfólk, strandgæsluliðar og hermenn reyna nú að ná til fólks sem er innlyksa af völdum aurskriðna og flóða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Skrifstofa forsætisráðherra segir að björgunarliðið einbeiti sér að húsum sem eru einangruð vegna flóða og að finna fólk sem ekkert hefur spurst til. Rúmlega 90.000 heimili eru enn sögð án rafmagns og 120.000 eru án vatns. Úrhellisrigning fylgdi Hagibis. Meira en metri úrkomu féll í bænum Hakone og hefur hún aldrei mælst meiri í Japan á 48 klukkustundum. Svo mikil var úrkoman að tíu háhraðalestir möruðu í hálfu kafi í brautarstöð í Nagano. Hver lest er metin á um 30 milljónir dollara, jafnvirði um 3,7 milljarða íslenskra króna. Japan Tengdar fréttir Japanski herinn kallaður út vegna veðurofsans Fellibylurinn Hagibis skall á Japan í gær með gríðarlegri eyðileggingu. 18 hafa týnt lífi og minnst 13 er saknað. 13. október 2019 07:36 Búa sig undir kraftmesta fellibyl síðustu 60 ára Japanir búa sig nú undir að fellibylurinn Hagibis komi að ströndum landsins, en fellibylurinn er sá kraftmesti sem sést hefur í Japan í 60 ár. Gert er ráð fyrir að veðurofsinn skelli á landinu rétt fyrir utan Tókýó síðar í dag. 12. október 2019 09:45 Sterkur fellibylur stefnir að Japan Fellibylurinn er nú fimm að stærð en veikist að líkindum áður en hann kemur að stærstu og fjölmennustu eyju Japans um helgina. 9. október 2019 16:43 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Á annað hundrað þúsund björgunarfólks tekur nú þátt í leit og björgun eftir að fellibylurinn Hagibis olli eyðileggingu í Japan á laugardag. Bylurinn var sá versti í sextíu ár. Að minnsta kosti 37 fórust og tuttugu er enn saknað. Hagibis hefur nú veikst og stefnir frá landi. Hann olli eyðileggingu í átta héruðum Japans og náði vindstyrkurinn um 62 metrum á sekúndu. Lögreglufólk, slökkviliðsfólk, strandgæsluliðar og hermenn reyna nú að ná til fólks sem er innlyksa af völdum aurskriðna og flóða, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Skrifstofa forsætisráðherra segir að björgunarliðið einbeiti sér að húsum sem eru einangruð vegna flóða og að finna fólk sem ekkert hefur spurst til. Rúmlega 90.000 heimili eru enn sögð án rafmagns og 120.000 eru án vatns. Úrhellisrigning fylgdi Hagibis. Meira en metri úrkomu féll í bænum Hakone og hefur hún aldrei mælst meiri í Japan á 48 klukkustundum. Svo mikil var úrkoman að tíu háhraðalestir möruðu í hálfu kafi í brautarstöð í Nagano. Hver lest er metin á um 30 milljónir dollara, jafnvirði um 3,7 milljarða íslenskra króna.
Japan Tengdar fréttir Japanski herinn kallaður út vegna veðurofsans Fellibylurinn Hagibis skall á Japan í gær með gríðarlegri eyðileggingu. 18 hafa týnt lífi og minnst 13 er saknað. 13. október 2019 07:36 Búa sig undir kraftmesta fellibyl síðustu 60 ára Japanir búa sig nú undir að fellibylurinn Hagibis komi að ströndum landsins, en fellibylurinn er sá kraftmesti sem sést hefur í Japan í 60 ár. Gert er ráð fyrir að veðurofsinn skelli á landinu rétt fyrir utan Tókýó síðar í dag. 12. október 2019 09:45 Sterkur fellibylur stefnir að Japan Fellibylurinn er nú fimm að stærð en veikist að líkindum áður en hann kemur að stærstu og fjölmennustu eyju Japans um helgina. 9. október 2019 16:43 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Japanski herinn kallaður út vegna veðurofsans Fellibylurinn Hagibis skall á Japan í gær með gríðarlegri eyðileggingu. 18 hafa týnt lífi og minnst 13 er saknað. 13. október 2019 07:36
Búa sig undir kraftmesta fellibyl síðustu 60 ára Japanir búa sig nú undir að fellibylurinn Hagibis komi að ströndum landsins, en fellibylurinn er sá kraftmesti sem sést hefur í Japan í 60 ár. Gert er ráð fyrir að veðurofsinn skelli á landinu rétt fyrir utan Tókýó síðar í dag. 12. október 2019 09:45
Sterkur fellibylur stefnir að Japan Fellibylurinn er nú fimm að stærð en veikist að líkindum áður en hann kemur að stærstu og fjölmennustu eyju Japans um helgina. 9. október 2019 16:43