Heimsmeistari í andahvísli vann leik í NFL-deildinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. október 2019 13:30 Hodges leiðir sitt lið til leiks í gær. vísir/getty Pittsburgh Steelers skellti LA Chargers í NFL-deildinni í nótt með Devlin Hodges sem leikstjórnanda. Sá kappi á ekki alveg sama bakgrunn og flestir aðrir í deildinni. Það var fátt sem benti til þess að Hodges myndi ná að spila í deildinni fyrir nokkrum vikum síðan. Svo meiðist Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers. Hodges var í æfingahópi Steelers og var kallaður upp í hópinn vegna meiðsla Big Ben. Svo meiðist Mason Rudolph og þá átti Steelers ekkert annað en Hodges. Hann fékk því óvænt tækifæri í byrjunarliðinu í nótt og nýtti það í botn í sigri í LA. Hodges kláraði 15 af 20 sendingum sínum í leiknum fyrir 132 jördum, einu snertimarki og einum töpuðum bolta. Ekki ónýt frumraun hjá nýliðanum. Leikstjórnandinn kom úr hinum lítt þekkta Samford-háskóla þar sem hann sló fjölda meta. Þrátt fyrir það var hann ekki eftirsóttur en Steelers sá eitthvað í honum. Það sem gerir hann svo enn sérstakari er sú staðreynd að hann er fyrrum heimsmeistari í andahvísli eða andakalli. Hann er frábær með andaflautuna á veiðum og kann betur en flestir að lokka til sín endur. Enda er hann aldrei kallaður annað en „Duck“ eða Önd. Þegar hann var 13 ára gamall vann hann heimsmeistaramót í andahvísli. Það hefur enginn annar í NFL-deildinni gert áður. Í Samford þekkir enginn Devlin. Það þekkja bara allir Duck sem æfði sig mikið með flautuna í fjölda ára.FINAL: @steelers take down the Chargers on #SNF! #PITvsLAC#HereWeGo (by @Lexus) pic.twitter.com/7Yj22Cf2Mo — NFL (@NFL) October 14, 2019 NFL Tengdar fréttir Niners er ósigrandi og Kansas tapaði aftur Það var nóg af óvæntum úrslitum í NFL-deildinni í gær og San Francisco 49ers sannaði fyrir öllum að þar er á ferðinni alvöru lið á nýjan leik. 14. október 2019 10:00 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Pittsburgh Steelers skellti LA Chargers í NFL-deildinni í nótt með Devlin Hodges sem leikstjórnanda. Sá kappi á ekki alveg sama bakgrunn og flestir aðrir í deildinni. Það var fátt sem benti til þess að Hodges myndi ná að spila í deildinni fyrir nokkrum vikum síðan. Svo meiðist Ben Roethlisberger, leikstjórnandi Steelers. Hodges var í æfingahópi Steelers og var kallaður upp í hópinn vegna meiðsla Big Ben. Svo meiðist Mason Rudolph og þá átti Steelers ekkert annað en Hodges. Hann fékk því óvænt tækifæri í byrjunarliðinu í nótt og nýtti það í botn í sigri í LA. Hodges kláraði 15 af 20 sendingum sínum í leiknum fyrir 132 jördum, einu snertimarki og einum töpuðum bolta. Ekki ónýt frumraun hjá nýliðanum. Leikstjórnandinn kom úr hinum lítt þekkta Samford-háskóla þar sem hann sló fjölda meta. Þrátt fyrir það var hann ekki eftirsóttur en Steelers sá eitthvað í honum. Það sem gerir hann svo enn sérstakari er sú staðreynd að hann er fyrrum heimsmeistari í andahvísli eða andakalli. Hann er frábær með andaflautuna á veiðum og kann betur en flestir að lokka til sín endur. Enda er hann aldrei kallaður annað en „Duck“ eða Önd. Þegar hann var 13 ára gamall vann hann heimsmeistaramót í andahvísli. Það hefur enginn annar í NFL-deildinni gert áður. Í Samford þekkir enginn Devlin. Það þekkja bara allir Duck sem æfði sig mikið með flautuna í fjölda ára.FINAL: @steelers take down the Chargers on #SNF! #PITvsLAC#HereWeGo (by @Lexus) pic.twitter.com/7Yj22Cf2Mo — NFL (@NFL) October 14, 2019
NFL Tengdar fréttir Niners er ósigrandi og Kansas tapaði aftur Það var nóg af óvæntum úrslitum í NFL-deildinni í gær og San Francisco 49ers sannaði fyrir öllum að þar er á ferðinni alvöru lið á nýjan leik. 14. október 2019 10:00 Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Niners er ósigrandi og Kansas tapaði aftur Það var nóg af óvæntum úrslitum í NFL-deildinni í gær og San Francisco 49ers sannaði fyrir öllum að þar er á ferðinni alvöru lið á nýjan leik. 14. október 2019 10:00