Hvað gerðist? Bjarni Karlsson skrifar 16. október 2019 08:15 Fyrst fæðist maður inn í einhverja fjölskyldu og býr þar í tuttugu ár. Öll hin árin er maður síðan að spyrja sig hvað var í gangi þarna? Eitt algengasta sársaukaefni hins almenna manns varðar léleg samskipti við ástvini. Þar getur margt komið til og stundum er djúpt á lausnum. Eitt er ég þó alltaf að sjá sem mig langar að benda á: Annars vegar eigum við flest okkar gömlu ástvini sem upphaflega voru í kjarnafjölskyldunni. Hins vegar eigum við líka gömul hlutverk innan fjölskyldunnar sem við báðum ekki um en fengum einhvern veginn í fangið. Margt fólk verður með tímanum svo langþreytt á hlutverki sínu innan gömlu fjölskyldunnar að það fer að hata það. Það nennir ekki lengur að vera alltaf þessi hressa og hjálpfúsa týpa eða tæknitröllið eða sáttamiðlarinn eða svarti sauðurinn eða samkomuhaldarinn eða tertuskreytirinn eða hvar maður einu sinni lenti í hlutverkalottói fjölskyldukerfisins. Og þegar maður þolir ekki lengur gamla hlutverkið sitt er stutt í að manni líði eins og maður þoli ekki fólkið sitt. Þá þarf að tala saman og samþykkja eftirfarandi: 1. Við erum ekki lengur kjarnafjölskylda heldur stórfjölskylda og þurfum hvert á öðru að halda sem slík. 2. Við þurfum ekki að vera sammála um hvað gerðist. 3. Við þurfum ekki nauðsynlega að vera vinir. En þegar við komum saman að gefnum tilefnum eins og skírnum eða nafngjöfum, afmælum, ættarmótum, útskriftum, hjónavígslum og jarðarförum þá sýnum við hvert öðru virðingu. Punktur! Með því að bera ábyrgð á sjálfum okkur og leyfa öðrum að bera ábyrgð á sér en varðveita virðinguna í samskiptum kynslóðanna hlúum við að tilfinningalegu langtímaminni stórfjölskyldunnar og verðum vitur og farsæl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Sjá meira
Fyrst fæðist maður inn í einhverja fjölskyldu og býr þar í tuttugu ár. Öll hin árin er maður síðan að spyrja sig hvað var í gangi þarna? Eitt algengasta sársaukaefni hins almenna manns varðar léleg samskipti við ástvini. Þar getur margt komið til og stundum er djúpt á lausnum. Eitt er ég þó alltaf að sjá sem mig langar að benda á: Annars vegar eigum við flest okkar gömlu ástvini sem upphaflega voru í kjarnafjölskyldunni. Hins vegar eigum við líka gömul hlutverk innan fjölskyldunnar sem við báðum ekki um en fengum einhvern veginn í fangið. Margt fólk verður með tímanum svo langþreytt á hlutverki sínu innan gömlu fjölskyldunnar að það fer að hata það. Það nennir ekki lengur að vera alltaf þessi hressa og hjálpfúsa týpa eða tæknitröllið eða sáttamiðlarinn eða svarti sauðurinn eða samkomuhaldarinn eða tertuskreytirinn eða hvar maður einu sinni lenti í hlutverkalottói fjölskyldukerfisins. Og þegar maður þolir ekki lengur gamla hlutverkið sitt er stutt í að manni líði eins og maður þoli ekki fólkið sitt. Þá þarf að tala saman og samþykkja eftirfarandi: 1. Við erum ekki lengur kjarnafjölskylda heldur stórfjölskylda og þurfum hvert á öðru að halda sem slík. 2. Við þurfum ekki að vera sammála um hvað gerðist. 3. Við þurfum ekki nauðsynlega að vera vinir. En þegar við komum saman að gefnum tilefnum eins og skírnum eða nafngjöfum, afmælum, ættarmótum, útskriftum, hjónavígslum og jarðarförum þá sýnum við hvert öðru virðingu. Punktur! Með því að bera ábyrgð á sjálfum okkur og leyfa öðrum að bera ábyrgð á sér en varðveita virðinguna í samskiptum kynslóðanna hlúum við að tilfinningalegu langtímaminni stórfjölskyldunnar og verðum vitur og farsæl.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar