Jaguar I-Pace er bíll ársins 2020 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. október 2019 18:00 Jaguar I-Pace hlýtur nafnbótina bíll ársins 2020. BÍBB/HAG Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) hefur valið bíl ársins. Jaguar I-Pace hefur hlotið heiðurinn að þessu sinni. Annað sætir hreppir Audi e-tron quattro og í þriðja sæti er Mercedes Benz EQC. Jaguar I-Pace heillaði dómnefndina með aksturseiginleikum sínum og frammistöðu í akstri ásamt þess að þykja þægilegur að sitja í. Í flokki minni fjölskyldubíla hafði Toyota Corolla vinninginn, Mazda 3 varð í öðru sæti á undan Volkswagen T-Cross. Peugeot 508 vann keppni stærri fjölskyldubíla, í öðru sæti var Mercedes Benz B-Class og Toyota Camry varð í þriðja sæti. SsangYoung Rexton hafði vinninginn í jeppaflokki, næstur kom Jeep Wrangler og Suzuki Jimny varð þriðji. Jepplingaflokkinn vann Toyota RAV4, Mazda CX-30 varð annar og Honda CRV varð þriðji.Frá prófunardegi BÍBBVísir/KÁGRafbílar Í flokki rafbíla varð Kia e-Soul hlutskarpastur og Hyundai Kona EV í öðru sæti á undan Opel Ampera sem varð í þriðja sæti. Rafjepparnir þrír skipuðu sér í fyrstu þrjú sætin í heildarvalinu. Jaguar I-Pace vann flokk rafjeppa og hafði heildarvinninginn. Audi e-tron quattro varð annar bæði í flokknum og heildarvali og Mercedes EQC varð þriðji. Bílar Tengdar fréttir Forvali lokið fyrir Bíl ársins Nú hefur forvalsnefnd lokið vali á þeim bílum sem keppa til úrslita um nafnbótina Bíll ársins að mati Bandalags íslenskra bílablaðamanna (BÍBB). 7. október 2019 14:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent
Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) hefur valið bíl ársins. Jaguar I-Pace hefur hlotið heiðurinn að þessu sinni. Annað sætir hreppir Audi e-tron quattro og í þriðja sæti er Mercedes Benz EQC. Jaguar I-Pace heillaði dómnefndina með aksturseiginleikum sínum og frammistöðu í akstri ásamt þess að þykja þægilegur að sitja í. Í flokki minni fjölskyldubíla hafði Toyota Corolla vinninginn, Mazda 3 varð í öðru sæti á undan Volkswagen T-Cross. Peugeot 508 vann keppni stærri fjölskyldubíla, í öðru sæti var Mercedes Benz B-Class og Toyota Camry varð í þriðja sæti. SsangYoung Rexton hafði vinninginn í jeppaflokki, næstur kom Jeep Wrangler og Suzuki Jimny varð þriðji. Jepplingaflokkinn vann Toyota RAV4, Mazda CX-30 varð annar og Honda CRV varð þriðji.Frá prófunardegi BÍBBVísir/KÁGRafbílar Í flokki rafbíla varð Kia e-Soul hlutskarpastur og Hyundai Kona EV í öðru sæti á undan Opel Ampera sem varð í þriðja sæti. Rafjepparnir þrír skipuðu sér í fyrstu þrjú sætin í heildarvalinu. Jaguar I-Pace vann flokk rafjeppa og hafði heildarvinninginn. Audi e-tron quattro varð annar bæði í flokknum og heildarvali og Mercedes EQC varð þriðji.
Bílar Tengdar fréttir Forvali lokið fyrir Bíl ársins Nú hefur forvalsnefnd lokið vali á þeim bílum sem keppa til úrslita um nafnbótina Bíll ársins að mati Bandalags íslenskra bílablaðamanna (BÍBB). 7. október 2019 14:00 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent
Forvali lokið fyrir Bíl ársins Nú hefur forvalsnefnd lokið vali á þeim bílum sem keppa til úrslita um nafnbótina Bíll ársins að mati Bandalags íslenskra bílablaðamanna (BÍBB). 7. október 2019 14:00