Segir Tyrki og Kúrda hafa mikinn sand til að leika sér með Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2019 15:51 „Það er mikill sandur þarna sem þeir geta leikið sér með,“ sagði Trump. AP/Evan Vucci Flestir hermenn bandaríkjanna eru nú komnir frá svæði þar sem átök eiga sér stað á milli sýrlenskra Kúrda, fyrrverandi bandamanna Bandaríkjanna, og hersveita Tyrkja. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í dag. Forsetinn sagði einnig að ef ríkisstjórn Sýrlands myndi vilja ná landi sínu til baka væri það á milli þeirra og Tyrkland. „Það er mikill sandur þarna sem þeir geta leikið sér með,“ sagði Trump, samkvæmt AP fréttaveitunni. Innrásin væri ekki vandamál Bandaríkjanna og sagði hann að sýrlenskir Kúrdar væru engir englar. Trump hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni fyrir að yfirgefa þessa bandamenn Bandaríkjanna sem misstu á annan tug þúsunda manna gegn Íslamska ríkinu.Mike Pence, varaforseti, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, munu ferðast til Tyrklands í dag með því markmiði að ræða við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um mögulegt vopnahlé. Tyrkir hófu innrás í Sýrland í síðustu viku eftir að Trump ræddi við Erdogan í síma. Í kjölfar símtalsins gaf Trump út yfirlýsingu um að bandarískir hermenn myndu fara af svæðinu og Tyrkir myndu gera innrás. Tyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði sem nær 30 kílómetra suður frá landamærum Tyrklands og Sýrlands og segjast Tyrkir ætla að senda einhverja af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem eru í Tyrklandi á svæðið. Sveitir Tyrkja eru þó víða komnar mun sunnar en það og hafa þeir útvíkkað innrásina víða. Þá hafa fregnir borist af ýmsum ódæðum uppreisnarmanna sem Tyrkir styðja og koma að innrásinni.Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastTrump sagði einnig að staðan í Sýrlandi núna væri glæsileg, með tilliti til hernaðarkænsku. Hernaðaryfirvöldum Bandaríkjanna hefur lengi þótt viðvera bandarískra hermanna í norðausturhluta Sýrlands mikilvæg og sérstaklega með tilliti til þess að sporna gegn áhrifum Íran í Sýrlandi en þau hafa stutt Assad um árabil. Yfirvöld Ísrael hafa stutt það og þá vegna þess að þeir vilja ekki að Íran nái landtengingu við Líbanon, sem mun gera Írönum auðveldara að flytja vopn og birgðir til vígamanna Hezbollah. Með brottför bandarískra hermanna gerðu sýrlenskir Kúrdar samkomulag við Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sem studdur er af Rússlandi og Íran. Rússneskir hermenn hafa birt myndir og myndbönd af sér í herstöðvum sem Bandaríkjamenn hafa yfirgefið. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira
Flestir hermenn bandaríkjanna eru nú komnir frá svæði þar sem átök eiga sér stað á milli sýrlenskra Kúrda, fyrrverandi bandamanna Bandaríkjanna, og hersveita Tyrkja. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í dag. Forsetinn sagði einnig að ef ríkisstjórn Sýrlands myndi vilja ná landi sínu til baka væri það á milli þeirra og Tyrkland. „Það er mikill sandur þarna sem þeir geta leikið sér með,“ sagði Trump, samkvæmt AP fréttaveitunni. Innrásin væri ekki vandamál Bandaríkjanna og sagði hann að sýrlenskir Kúrdar væru engir englar. Trump hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni fyrir að yfirgefa þessa bandamenn Bandaríkjanna sem misstu á annan tug þúsunda manna gegn Íslamska ríkinu.Mike Pence, varaforseti, og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, munu ferðast til Tyrklands í dag með því markmiði að ræða við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um mögulegt vopnahlé. Tyrkir hófu innrás í Sýrland í síðustu viku eftir að Trump ræddi við Erdogan í síma. Í kjölfar símtalsins gaf Trump út yfirlýsingu um að bandarískir hermenn myndu fara af svæðinu og Tyrkir myndu gera innrás. Tyrkir segjast vilja mynda öryggissvæði sem nær 30 kílómetra suður frá landamærum Tyrklands og Sýrlands og segjast Tyrkir ætla að senda einhverja af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem eru í Tyrklandi á svæðið. Sveitir Tyrkja eru þó víða komnar mun sunnar en það og hafa þeir útvíkkað innrásina víða. Þá hafa fregnir borist af ýmsum ódæðum uppreisnarmanna sem Tyrkir styðja og koma að innrásinni.Sjá einnig: Hatur á Kúrdum, þjóðremba og þrá til að auðgastTrump sagði einnig að staðan í Sýrlandi núna væri glæsileg, með tilliti til hernaðarkænsku. Hernaðaryfirvöldum Bandaríkjanna hefur lengi þótt viðvera bandarískra hermanna í norðausturhluta Sýrlands mikilvæg og sérstaklega með tilliti til þess að sporna gegn áhrifum Íran í Sýrlandi en þau hafa stutt Assad um árabil. Yfirvöld Ísrael hafa stutt það og þá vegna þess að þeir vilja ekki að Íran nái landtengingu við Líbanon, sem mun gera Írönum auðveldara að flytja vopn og birgðir til vígamanna Hezbollah. Með brottför bandarískra hermanna gerðu sýrlenskir Kúrdar samkomulag við Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, sem studdur er af Rússlandi og Íran. Rússneskir hermenn hafa birt myndir og myndbönd af sér í herstöðvum sem Bandaríkjamenn hafa yfirgefið.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira