Þorvaldur Örlygsson kemur til greina sem næsti landsliðsþjálfari Færeyja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2019 19:00 Þorvaldur Örlygsson þjálfar U19 vísir/skjáskot Þorvaldur Örlygsson, þjálfari íslenska nítján ára landsliðsins og fyrrum þjálfari liða eins og KA, Fram, ÍA og Keflavíkur, er einn af þeim sem koma til greina sem næsti landsliðsþjálfari Færeyja. Hörður Magnússon sagði frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Færeyingar eru að leita sér að nýjum landsliðsþjálfara í fyrsta sinn í tæpan áratug og á tíma voru bæði Heimir Guðjónsson og Guðjón Þórðarson orðaðir við starfið. Heimir og Guðjón þjálfuðu báðir í færeysku deildinni í ár en tvær umferðir eru eftir af henni. Heimir hefur ákveðið að koma heim og taka við Val. Þorvaldur hefur ekki þjálfað félagslið í nokkur ár en hefur vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu sína sem einn af sérfræðingum Pepsi Max markanna síðustu ár. Daninn Lars Olsen hefur þjálfað færeyska landsliðið í tæp átta ár eða síðan í nóvember 2011. Hann hefur tilkynnt það að hann hætti með liðið þegar samningur hans rennur út eftir að undankeppni EM 2020 lýkur. Færeyska landsliðið er í 109. sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins en komst hæst upp í 83. sæti í þjálfaratíð Lars Olsen en það var árið 2016. Færeyingar töpuðu sjö fyrstu leikjum sínum í undankeppni EM 2020 en unnu síðasta leik 1-0 sem var á heimavelli á móti Möltu. Rógvi Baldvinsson skoraði eina markið nítján mínútum fyrir leikslok. Þorvaldur hefur þjálfað íslenska nítján ára landsliðið frá árinu 2015. Þorvaldur er með Pro Licence sem er hæsta þjálfaragráðan hjá UEFA og það hjálpar honum vissulega í þessu ferli. Færeysk félagslið hafa einnig áhuga á Þorvaldi samkvæmt heimildum íþróttadeildar og því eru talsverðar líkur á því að hann starfi í færeyska fótboltanum á næsta ári. Færeyjar Færeyski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjá meira
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari íslenska nítján ára landsliðsins og fyrrum þjálfari liða eins og KA, Fram, ÍA og Keflavíkur, er einn af þeim sem koma til greina sem næsti landsliðsþjálfari Færeyja. Hörður Magnússon sagði frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Færeyingar eru að leita sér að nýjum landsliðsþjálfara í fyrsta sinn í tæpan áratug og á tíma voru bæði Heimir Guðjónsson og Guðjón Þórðarson orðaðir við starfið. Heimir og Guðjón þjálfuðu báðir í færeysku deildinni í ár en tvær umferðir eru eftir af henni. Heimir hefur ákveðið að koma heim og taka við Val. Þorvaldur hefur ekki þjálfað félagslið í nokkur ár en hefur vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu sína sem einn af sérfræðingum Pepsi Max markanna síðustu ár. Daninn Lars Olsen hefur þjálfað færeyska landsliðið í tæp átta ár eða síðan í nóvember 2011. Hann hefur tilkynnt það að hann hætti með liðið þegar samningur hans rennur út eftir að undankeppni EM 2020 lýkur. Færeyska landsliðið er í 109. sæti á nýjasta styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins en komst hæst upp í 83. sæti í þjálfaratíð Lars Olsen en það var árið 2016. Færeyingar töpuðu sjö fyrstu leikjum sínum í undankeppni EM 2020 en unnu síðasta leik 1-0 sem var á heimavelli á móti Möltu. Rógvi Baldvinsson skoraði eina markið nítján mínútum fyrir leikslok. Þorvaldur hefur þjálfað íslenska nítján ára landsliðið frá árinu 2015. Þorvaldur er með Pro Licence sem er hæsta þjálfaragráðan hjá UEFA og það hjálpar honum vissulega í þessu ferli. Færeysk félagslið hafa einnig áhuga á Þorvaldi samkvæmt heimildum íþróttadeildar og því eru talsverðar líkur á því að hann starfi í færeyska fótboltanum á næsta ári.
Færeyjar Færeyski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Íslandsvinurinn rekinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjá meira