Skiptir máli Hörður Ægisson skrifar 18. október 2019 07:00 Lífeyrissjóðirnir sátu fastir á bak við fjármagnshöft í átta ár. Fjárfestingar þeirra einskorðuðust við innlendar eignir og sjóðirnir gegndu lykilhlutverki við endurreisn hlutabréfamarkaðarins. Það þurfti því tæpast að koma á óvart þegar losað var um höftin í ársbyrjun 2017 að lífeyrissjóðirnir myndu fara að horfa út fyrir landsteinana – það var nauðsynlegt til að bæta áhættudreifingu í eignasafni þeirra. Sú hefur orðið raunin en erlendar eignir sjóðanna hafa aukist um þriðjung og eru nærri 30 prósentum af heildareignum. Árleg nettó iðgjöld nema um 150 milljörðum og meirihluta þeirra fjármuna, sparnaði landsmanna, er ráðstafað til kaupa á erlendum eignum. Þessi þróun er jákvæð og fyrirséð að hún muni halda áfram. Þetta hefur hins vegar líka haft aðrar og síðri afleiðingar í för með sér. Lífeyrissjóðirnir eru langsamlega umsvifamestu leikendurnir, með samanlagt um helming allra skráðra hlutabréfa, og á sama tíma og sjóðirnir hafa nánast sagt skilið við markaðinn hafa aðrir – einkafjárfestar, verðbréfasjóðir, erlendir fjárfestar eða almenningur – ekki fyllt upp í skarð þeirra. Niðurstaðan hefur verið fyrirsjáanleg. Það hefur dregið úr virkri stýringu og seljanleiki er mun minni en áður. Þetta veldur því, eins og Hannes Árdal, framkvæmdastjóri Íslenskra fjárfesta, nefndi réttilega í viðtali við Markaðinn í vikunni, að hlutabréfamarkaðurinn er ekki að sinna því hlutverki sínu að vera framsýnn og gefa sem réttastar upplýsingar um verðmyndun fyrirtækja í Kauphöllinni hverju sinni. Þetta er áhyggjuefni. Hvað er til ráða? Ætli sjóðirnir sér að fjárfesta í stórum stíl erlendis þá skiptir sköpum, ef við viljum viðhalda stöðugleika í fjármagnsflæði til og frá landinu svo ekki myndist of mikill þrýstingur til gengisveikingar, að innlendi markaðurinn sé í lagi. Þar hafa lífeyrissjóðirnir hlutverki að gegna og þeir hljóta að spyrja sig hvað þeir geti gert til að bæta virkni á markaði. Ein mikilvæg forsenda þess að erlendir sjóðir sýni markaðinum áhuga, með tilheyrandi innflæði fjármagns, er að það sé virk verðmyndun og seljanleiki – að öðrum kosti verða fjárfestingar þeirra aðeins hverfandi. Því er ekki fyrir að fara í dag og birtist meðal annars í því að veltan, sem hlutfall af markaðsvirði fyrirtækja, hefur dregist saman og miklar og ýktar sveiflur einkenna markaðinn. Það eru ekki hagsmunir stærstu eigenda fyrirtækja í Kauphöllinni að slík staða verði viðvarandi. Fáir deila líklega um vandann. Fyrir stjórnvöld er augljóst hvað þau geta gert. Sem fyrsta skref væri nærtækast að heimila landsmönnum að ráðstafa séreignarsparnaði sínum til virkra verðbréfasjóða sem væri til þess fallið að auka skoðanaskipti á markaði. Heilbrigður og öflugur hlutabréfamarkaður, sem veitir upplýsingar um gang mála í hagkerfinu hverju sinni og er þá um leið grunnur að viðskiptum á öðrum eignamörkuðum, skiptir hagsmuni almennings máli. Hættan er hins vegar sú að stórir hluthafar fyrirtækja, sem fullyrða má að eru hugsi yfir stöðunni, sjái ekki lengur hag sínum borgið í því að vera í Kauphöllinni og muni því sækjast eftir afskráningu á markaði. Með sama framhaldi er einsýnt að sú verður niðurstaðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir sátu fastir á bak við fjármagnshöft í átta ár. Fjárfestingar þeirra einskorðuðust við innlendar eignir og sjóðirnir gegndu lykilhlutverki við endurreisn hlutabréfamarkaðarins. Það þurfti því tæpast að koma á óvart þegar losað var um höftin í ársbyrjun 2017 að lífeyrissjóðirnir myndu fara að horfa út fyrir landsteinana – það var nauðsynlegt til að bæta áhættudreifingu í eignasafni þeirra. Sú hefur orðið raunin en erlendar eignir sjóðanna hafa aukist um þriðjung og eru nærri 30 prósentum af heildareignum. Árleg nettó iðgjöld nema um 150 milljörðum og meirihluta þeirra fjármuna, sparnaði landsmanna, er ráðstafað til kaupa á erlendum eignum. Þessi þróun er jákvæð og fyrirséð að hún muni halda áfram. Þetta hefur hins vegar líka haft aðrar og síðri afleiðingar í för með sér. Lífeyrissjóðirnir eru langsamlega umsvifamestu leikendurnir, með samanlagt um helming allra skráðra hlutabréfa, og á sama tíma og sjóðirnir hafa nánast sagt skilið við markaðinn hafa aðrir – einkafjárfestar, verðbréfasjóðir, erlendir fjárfestar eða almenningur – ekki fyllt upp í skarð þeirra. Niðurstaðan hefur verið fyrirsjáanleg. Það hefur dregið úr virkri stýringu og seljanleiki er mun minni en áður. Þetta veldur því, eins og Hannes Árdal, framkvæmdastjóri Íslenskra fjárfesta, nefndi réttilega í viðtali við Markaðinn í vikunni, að hlutabréfamarkaðurinn er ekki að sinna því hlutverki sínu að vera framsýnn og gefa sem réttastar upplýsingar um verðmyndun fyrirtækja í Kauphöllinni hverju sinni. Þetta er áhyggjuefni. Hvað er til ráða? Ætli sjóðirnir sér að fjárfesta í stórum stíl erlendis þá skiptir sköpum, ef við viljum viðhalda stöðugleika í fjármagnsflæði til og frá landinu svo ekki myndist of mikill þrýstingur til gengisveikingar, að innlendi markaðurinn sé í lagi. Þar hafa lífeyrissjóðirnir hlutverki að gegna og þeir hljóta að spyrja sig hvað þeir geti gert til að bæta virkni á markaði. Ein mikilvæg forsenda þess að erlendir sjóðir sýni markaðinum áhuga, með tilheyrandi innflæði fjármagns, er að það sé virk verðmyndun og seljanleiki – að öðrum kosti verða fjárfestingar þeirra aðeins hverfandi. Því er ekki fyrir að fara í dag og birtist meðal annars í því að veltan, sem hlutfall af markaðsvirði fyrirtækja, hefur dregist saman og miklar og ýktar sveiflur einkenna markaðinn. Það eru ekki hagsmunir stærstu eigenda fyrirtækja í Kauphöllinni að slík staða verði viðvarandi. Fáir deila líklega um vandann. Fyrir stjórnvöld er augljóst hvað þau geta gert. Sem fyrsta skref væri nærtækast að heimila landsmönnum að ráðstafa séreignarsparnaði sínum til virkra verðbréfasjóða sem væri til þess fallið að auka skoðanaskipti á markaði. Heilbrigður og öflugur hlutabréfamarkaður, sem veitir upplýsingar um gang mála í hagkerfinu hverju sinni og er þá um leið grunnur að viðskiptum á öðrum eignamörkuðum, skiptir hagsmuni almennings máli. Hættan er hins vegar sú að stórir hluthafar fyrirtækja, sem fullyrða má að eru hugsi yfir stöðunni, sjái ekki lengur hag sínum borgið í því að vera í Kauphöllinni og muni því sækjast eftir afskráningu á markaði. Með sama framhaldi er einsýnt að sú verður niðurstaðan.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun