Ronaldo skoraði er Juventus jók forystu sína á toppi deildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. október 2019 20:30 Markaskorar Juventus, og Sami Khedira, fagna marki Pjanic í dag. vísir/getty Staðan var markalaus á Allianz vellinum í Torinó þangað til á 20. mínútu en þá skoraði Cristiano Ronaldo með góðu skoti á nærstöngina. Hans þriðja mark í deildinni í vetur og hans 701. mark á ferlinum. Aðeins sex mínútum síðar jafnaði Danilo, þó ekki leikmaður Juventus þar sem hann var á bekknum, metin fyrir Bologna með glæsilegu skoti sem Gianluigi Buffon réð ekkert við í marki Juventus. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún þegar Massimiliano Irrati, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks. Þegar níu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik kom sigurmark leiksins. Boltinn datt þá fyrir fætur Miralem Pjanic sem lætur ekki bjóða sér slík tækifæri tvisvar og skrúfaði hann boltann í netið. Pjanic einnig að skora sitt þriðja mark á leiktíðinni. Staðan orðin 2-1 og þó Bologna hafi verið nálægt því að jafna metin, settu knöttinn í slánna sem og Buffon varði meistaralega, þá reyndust þetta lokatölur leiksins. Var þetta sjöundi sigur Juventus í fyrstu átta leikjum deildarinnar en liðið er sem stendur með 22 stig eftir að hafa gert eitt jafntefli ásamt þessum sjö sigrum. Inter Milan er í 2. sætinu með 18 stig en eiga leik til góða á morgun gegn Sassulo. Fyrr í dag vann Napoli svo öruggan 2-0 sigur á Verona þökk sé tvennu frá hinum pólska Arek Milik. Napoli er í 4. sæti með 16 stig á meðan Verona situr í 11. sæti með níu stig. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Lazio bjargaði stigi á heimavelli Lazio kom til baka gegn Atalanta og náði í jafntefli í mikilvægum leik í toppbaráttunni í ítölsku úrvalsdeildinni. 19. október 2019 15:03
Staðan var markalaus á Allianz vellinum í Torinó þangað til á 20. mínútu en þá skoraði Cristiano Ronaldo með góðu skoti á nærstöngina. Hans þriðja mark í deildinni í vetur og hans 701. mark á ferlinum. Aðeins sex mínútum síðar jafnaði Danilo, þó ekki leikmaður Juventus þar sem hann var á bekknum, metin fyrir Bologna með glæsilegu skoti sem Gianluigi Buffon réð ekkert við í marki Juventus. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún þegar Massimiliano Irrati, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks. Þegar níu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik kom sigurmark leiksins. Boltinn datt þá fyrir fætur Miralem Pjanic sem lætur ekki bjóða sér slík tækifæri tvisvar og skrúfaði hann boltann í netið. Pjanic einnig að skora sitt þriðja mark á leiktíðinni. Staðan orðin 2-1 og þó Bologna hafi verið nálægt því að jafna metin, settu knöttinn í slánna sem og Buffon varði meistaralega, þá reyndust þetta lokatölur leiksins. Var þetta sjöundi sigur Juventus í fyrstu átta leikjum deildarinnar en liðið er sem stendur með 22 stig eftir að hafa gert eitt jafntefli ásamt þessum sjö sigrum. Inter Milan er í 2. sætinu með 18 stig en eiga leik til góða á morgun gegn Sassulo. Fyrr í dag vann Napoli svo öruggan 2-0 sigur á Verona þökk sé tvennu frá hinum pólska Arek Milik. Napoli er í 4. sæti með 16 stig á meðan Verona situr í 11. sæti með níu stig.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Lazio bjargaði stigi á heimavelli Lazio kom til baka gegn Atalanta og náði í jafntefli í mikilvægum leik í toppbaráttunni í ítölsku úrvalsdeildinni. 19. október 2019 15:03
Lazio bjargaði stigi á heimavelli Lazio kom til baka gegn Atalanta og náði í jafntefli í mikilvægum leik í toppbaráttunni í ítölsku úrvalsdeildinni. 19. október 2019 15:03
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti