Mattis hæddist að Trump Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2019 12:05 James Mattis. AP/Mary Altaffer James Mattis, fyrrverandi hershöfðingi og fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hæddist að Donald Trump í gærkvöldi. Það gerði hann eftir að forsetinn kallaði Mattis „ofmetnasta hershöfðingja“ sögunnar á undarlegum fundi í Hvíta húsinu í fyrradag. Þar gagnrýndi Trump sinn fyrrverandi varnarmálaráðherra og sagði hann ekki hafa verið nógu harðan í horn að taka.Sjá einnig: Sagan á bakvið myndina umdeilduÍ ræðu á góðgerðarviðburði í New York í gær sagðist Mattis ánægður með að Trump hefði sagt sig vera ofmetinn. Hann hefði sagt það sama um leikkonuna Meryl Streep. „Ætli það geri mig ekki að Meryl Streep hershöfðingjanna,“ sagði Mattis. „Það hljómar nokkuð vel, finnst mér:“ Það næsta sem Mattis sagði um Trump, er erfitt að þýða yfir á íslensku svo það haldi samhengi sínu. Mattis sagði í ræðu sinni að hann hefði verið spurður hvort ummæli forsetans færu fyrir brjóstið á honum. Hann sagði svo ekki vera. Hann hefði unnið fyrir sporum sínum, eða „spurs“, á vígvöllum. Donald Trump hefðu fengið sína spora í bréfi frá lækni. Eins og frægt er komst Trump hjá herskyldu í Víetnam stríðinu með því að fá læknisleyfi frá herskyldu vegna hælspora, sem á ensku kallast „bonespurs“. Það að vinna sér inn spora sína (e. Earn your spurs) er gamalt máltæki varðandi það að sanna sig. Innan herafla Bandaríkjanna má rekja rætur þess til riddaraliðsins. Mattis var þó ekki hættur að hæðast að Trump. Hann sagðist viss um að eini meðlimur herafla Bandaríkjanna sem Trump taldi ekki vera ofmetinn væri Sanders offursti. Colonel Harland David Sanders var, eins og margir vita ef til vill, stofnandi Kentucky Fried Chicken. Hann var þó ekki í rauninni offursti og var titill hans heiðursnafnbót sem veitt var af ríkisstjóra Kentucky. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mattis hættir sem varnarmálaráðherra Samband hans og Trump hefur þó beðið hnekki að undanförnu og var hann verulega andsnúinn ákvörðun Trump að draga hermenn Bandaríkjanna í skyndi frá Sýrlandi. 20. desember 2018 22:37 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira
James Mattis, fyrrverandi hershöfðingi og fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hæddist að Donald Trump í gærkvöldi. Það gerði hann eftir að forsetinn kallaði Mattis „ofmetnasta hershöfðingja“ sögunnar á undarlegum fundi í Hvíta húsinu í fyrradag. Þar gagnrýndi Trump sinn fyrrverandi varnarmálaráðherra og sagði hann ekki hafa verið nógu harðan í horn að taka.Sjá einnig: Sagan á bakvið myndina umdeilduÍ ræðu á góðgerðarviðburði í New York í gær sagðist Mattis ánægður með að Trump hefði sagt sig vera ofmetinn. Hann hefði sagt það sama um leikkonuna Meryl Streep. „Ætli það geri mig ekki að Meryl Streep hershöfðingjanna,“ sagði Mattis. „Það hljómar nokkuð vel, finnst mér:“ Það næsta sem Mattis sagði um Trump, er erfitt að þýða yfir á íslensku svo það haldi samhengi sínu. Mattis sagði í ræðu sinni að hann hefði verið spurður hvort ummæli forsetans færu fyrir brjóstið á honum. Hann sagði svo ekki vera. Hann hefði unnið fyrir sporum sínum, eða „spurs“, á vígvöllum. Donald Trump hefðu fengið sína spora í bréfi frá lækni. Eins og frægt er komst Trump hjá herskyldu í Víetnam stríðinu með því að fá læknisleyfi frá herskyldu vegna hælspora, sem á ensku kallast „bonespurs“. Það að vinna sér inn spora sína (e. Earn your spurs) er gamalt máltæki varðandi það að sanna sig. Innan herafla Bandaríkjanna má rekja rætur þess til riddaraliðsins. Mattis var þó ekki hættur að hæðast að Trump. Hann sagðist viss um að eini meðlimur herafla Bandaríkjanna sem Trump taldi ekki vera ofmetinn væri Sanders offursti. Colonel Harland David Sanders var, eins og margir vita ef til vill, stofnandi Kentucky Fried Chicken. Hann var þó ekki í rauninni offursti og var titill hans heiðursnafnbót sem veitt var af ríkisstjóra Kentucky.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mattis hættir sem varnarmálaráðherra Samband hans og Trump hefur þó beðið hnekki að undanförnu og var hann verulega andsnúinn ákvörðun Trump að draga hermenn Bandaríkjanna í skyndi frá Sýrlandi. 20. desember 2018 22:37 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira
Mattis hættir sem varnarmálaráðherra Samband hans og Trump hefur þó beðið hnekki að undanförnu og var hann verulega andsnúinn ákvörðun Trump að draga hermenn Bandaríkjanna í skyndi frá Sýrlandi. 20. desember 2018 22:37