Þeir! Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 19. október 2019 09:30 Áslaug Arna dómsmálaráðherra skrifaði grein um þolendur kynferðisofbeldis. Greinin fjallar um vilja hennar til að bæta stöðu brotaþola og augljóst er hvar hennar hugur liggur. En hún notar á einum stað orðið „þeir“. Og þar með var þið-vitið-hver laus. Augljóst var hver hugur Áslaugar er í þessum málum. En þá ryðjast fram sjálfskipaðir rétthafar orðræðunnar, hengja sig í orðið „þeir“ sem er karlægt orð og upp gýs heilög reiði og vandlæting. Sagði hún þeir, ÞEIR!!?? Þessi dólgaaðferð, að horfa ekki til efnis heldur að hengja sig í orðin er tilraun til að þagga niður í öllum þeim sem ekki hafa tileinkað sér það orðfæri sem fámennur en hávær hópur samþykkir sem rétt. Ein þessara orðhafa lenti í mótvindi á netinu vegna hneykslunar sinnar og bar það fyrir sig að árás sín á Áslaugu væri réttmæt m.a. vegna þess að Áslaug er ekki „úr blokk í Fellunum“ og tilheyrði því yfirstétt. Nú skulum við gefa okkur að þessi „rökstuðningur“ fyrir valdastöðu Áslaugar endurspegli ekki fordóma og fyrirlitningu viðkomandi gagnvart íbúum Breiðholts (sem er auðvitað ekki útilokað). Gefum okkur fremur að hún sé að reyna að koma orðum að þeirri hugsun að stjórnmálamenn verði stöðu sinnar vegna að þola harða gagnrýni en farist það svona herfilega úr hendi. Sú hugsun á fullan rétt á sér og það er sjálfsagt að veita svigrúm fyrir þá túlkun. En væri ekki gott ef þetta viðvarandi sármóðgaða fólk drægi nú andann aðeins og veitti öllum eðlilegt svigrúm til að tjá sig rétt eins og það krefst til handa sjálfu sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Áslaug Arna dómsmálaráðherra skrifaði grein um þolendur kynferðisofbeldis. Greinin fjallar um vilja hennar til að bæta stöðu brotaþola og augljóst er hvar hennar hugur liggur. En hún notar á einum stað orðið „þeir“. Og þar með var þið-vitið-hver laus. Augljóst var hver hugur Áslaugar er í þessum málum. En þá ryðjast fram sjálfskipaðir rétthafar orðræðunnar, hengja sig í orðið „þeir“ sem er karlægt orð og upp gýs heilög reiði og vandlæting. Sagði hún þeir, ÞEIR!!?? Þessi dólgaaðferð, að horfa ekki til efnis heldur að hengja sig í orðin er tilraun til að þagga niður í öllum þeim sem ekki hafa tileinkað sér það orðfæri sem fámennur en hávær hópur samþykkir sem rétt. Ein þessara orðhafa lenti í mótvindi á netinu vegna hneykslunar sinnar og bar það fyrir sig að árás sín á Áslaugu væri réttmæt m.a. vegna þess að Áslaug er ekki „úr blokk í Fellunum“ og tilheyrði því yfirstétt. Nú skulum við gefa okkur að þessi „rökstuðningur“ fyrir valdastöðu Áslaugar endurspegli ekki fordóma og fyrirlitningu viðkomandi gagnvart íbúum Breiðholts (sem er auðvitað ekki útilokað). Gefum okkur fremur að hún sé að reyna að koma orðum að þeirri hugsun að stjórnmálamenn verði stöðu sinnar vegna að þola harða gagnrýni en farist það svona herfilega úr hendi. Sú hugsun á fullan rétt á sér og það er sjálfsagt að veita svigrúm fyrir þá túlkun. En væri ekki gott ef þetta viðvarandi sármóðgaða fólk drægi nú andann aðeins og veitti öllum eðlilegt svigrúm til að tjá sig rétt eins og það krefst til handa sjálfu sér.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun