Gervigreind vélhönd leysir Rubikskubb Ari Brynjólfsson skrifar 19. október 2019 09:30 Fínhreyfingar þarf svo vélhöndin geti handleikið kubbinn. Mynd/OpenAI Gervigreind og hreyfanleiki vélmenna eru komin á þann stað að ein vélhönd getur nú leyst Rubikskubb. Fyrir utan flókna þraut fyrir marga þá er um að ræða fínhreyfingar sem flest fólk hefur mikið fyrir að ná. Hreyfingarnar eru þó nokkuð klunnalegar, má jafnvel kalla þær ónáttúrulegar. Vélhöndin sem getur þetta er framleidd af Shadow Robot Company og er komin í almenna sölu. Getur höndin meðal annars handleikið egg án þess að brjóta það. Hugbúnaðurinn er forritaður af OpenAI, forritunarhúsi sem hefur meðal annars hannað gervigreind sem hefur betur en mannfólk í tölvuleiknum Dota 2. Teymi OpenAI notaði tækni sem grundvallast á því að kenna vélhendinni með jákvæðri styrkingu. „Til að byrja með veit höndin ekki hvernig hún á að hreyfast eða hvernig kubburinn bregst við þegar það er ýtt við honum,“ segir Peter Welinder, einn rannsakenda í samtali við tímaritið New Scientist.Vélhöndin er með öfluga skynjara sem gera henni kleift að handleika hænuegg.Nordicphotos/GettyVélar hafa áður verið forritaðar til að leysa Rubikskubba, metið eiga verkfræðingar hjá MIT-háskóla sem hönnuðu vél sem leysir kubbinn á 0,38 sekúndum. Munurinn er að nú er verið að nota vél sem getur gert fleiri hluti en að leysa Rubikskubba auk þess að vera með fingur í líki mannsfingra. Notast var við jákvæða styrkingu með því að forrita höndina til að vilja stig og gefa hendinni stig í hvert skipti sem hún leysti nýtt verkefni á borð við að snúa kubbnum við. Gervigreind lærir mun hraðar en mannshugurinn, ef sama aðferð yrði notuð á manneskju myndi það taka rúmlega 13.000 ár. Vélhöndin er ekki með nein augu þannig að notast er við þar til gerða nema í fingrunum. Gat hún svo lært af mistökum sínum, til dæmis ef hún sneri kubbnum of langt. Welinder segir það allt velta á hversu ruglaður kubburinn er hversu lengi vélhöndin er að leysa þrautina. Besta tilraunin tók um þrjár mínútur. Næsta verkefni er að kenna hendinni að mála og brjóta saman pappír. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Gervigreind og hreyfanleiki vélmenna eru komin á þann stað að ein vélhönd getur nú leyst Rubikskubb. Fyrir utan flókna þraut fyrir marga þá er um að ræða fínhreyfingar sem flest fólk hefur mikið fyrir að ná. Hreyfingarnar eru þó nokkuð klunnalegar, má jafnvel kalla þær ónáttúrulegar. Vélhöndin sem getur þetta er framleidd af Shadow Robot Company og er komin í almenna sölu. Getur höndin meðal annars handleikið egg án þess að brjóta það. Hugbúnaðurinn er forritaður af OpenAI, forritunarhúsi sem hefur meðal annars hannað gervigreind sem hefur betur en mannfólk í tölvuleiknum Dota 2. Teymi OpenAI notaði tækni sem grundvallast á því að kenna vélhendinni með jákvæðri styrkingu. „Til að byrja með veit höndin ekki hvernig hún á að hreyfast eða hvernig kubburinn bregst við þegar það er ýtt við honum,“ segir Peter Welinder, einn rannsakenda í samtali við tímaritið New Scientist.Vélhöndin er með öfluga skynjara sem gera henni kleift að handleika hænuegg.Nordicphotos/GettyVélar hafa áður verið forritaðar til að leysa Rubikskubba, metið eiga verkfræðingar hjá MIT-háskóla sem hönnuðu vél sem leysir kubbinn á 0,38 sekúndum. Munurinn er að nú er verið að nota vél sem getur gert fleiri hluti en að leysa Rubikskubba auk þess að vera með fingur í líki mannsfingra. Notast var við jákvæða styrkingu með því að forrita höndina til að vilja stig og gefa hendinni stig í hvert skipti sem hún leysti nýtt verkefni á borð við að snúa kubbnum við. Gervigreind lærir mun hraðar en mannshugurinn, ef sama aðferð yrði notuð á manneskju myndi það taka rúmlega 13.000 ár. Vélhöndin er ekki með nein augu þannig að notast er við þar til gerða nema í fingrunum. Gat hún svo lært af mistökum sínum, til dæmis ef hún sneri kubbnum of langt. Welinder segir það allt velta á hversu ruglaður kubburinn er hversu lengi vélhöndin er að leysa þrautina. Besta tilraunin tók um þrjár mínútur. Næsta verkefni er að kenna hendinni að mála og brjóta saman pappír.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira