Helför gegn litlum og fallegum fugli Ole Anton Bieltvedt skrifar 1. október 2019 08:00 Eins og allir vita, er rjúpan fallegur, skaðlaus og varnarlaus lítill fugl, sem auðgar og skreytir lífríkið. Rjúpan er lykiltegund í íslenzku vistkerfi og einn einkennisfugla íslenzkrar náttúru. Flestum, sem unna dýralífi, náttúru og umhverfi, mun þykja afar vænt um þessa litlu, fallegu og friðsælu lífveru, sem prýðir og gleður með fegurð sinni og líflegu korri. Karrinn helgar sér óðal í apríl, og 2-3 vikum síðar veljast hæna og karri saman. Ef bæði lifa, bindast þau böndum saman all ævi. Rjúpan er því „einkvænisdýr“. Óðal karrans verður þeirra sameiginlega heimili, svo lengi, sem bæði lifa. Við eðlilegar aðstæður getur hænan orpið allt að 12 eggjum. Meðalvarp hér á Íslandi er hins vegar aðeins 6-8 ungar. Meðan ungarnir eru að vaxa úr grasi, dvelst karrinn í nánd við hreiðrið og gætir hænu og unga. Báðir foreldrar afla fæðu og fóðra ungana saman.Hörð lífsbarátta Fæðuleit er oftast einföld á sumrin, en rjúpan lifir aðallega á rjúpnalaufi, krækilyngi, bláberjalyngi, birki og grasvíði. Þegar haustar verður lífsbarátta rjúpunnar hins vegar oft hörð, einkum í harðæri og miklum snjóavetrum. Til marks um gáfnafar og þroska rjúpunnar, má nefna, að á vetrum byggja þær, 5-15 saman, snjóhús, þar sem þær dvelja að mestu yfir daginn. Í morgunsárið fara þær af stað í fæðisleit, sem oftast er hópvinna. Það er því langt í frá, að rjúpan sé „skynlaus skepna“ frekar en neitt annað dýr. Rjúpan hefur verið elt, ofsótt og drepin í gegnum tíðina, framan af af þörf, í harðbýlu landi, en þessi þörf er ekki lengur til staðar. Nú flokkast rjúpnadráp undir tómstundagaman og skemmtun, jafnvel sport. Í mín eyru er orðið „sport“ yfir að elta, ofsækja, limlesta og níða niður saklausar og varnarlausar lífverur, sem ekkert hafa sér til saka unnið, óheyrilegt. Náttúran hefur gefið rjúpunni 3 fjaðurhami á ári, til að verjast erkifjandanum, manninum, en það dugar skammt. Rjúpnaveiðimenn eru vopnaðir nýjustu sjónaukum og sjálfvirkum haglabyssum – marghlæðum – og er rjúpunni vart undankomu auðið, þegar dauðasveitin, yfirleitt um 6.000 veiðimenn, er komin í veiðiham.Stofninn á alvarlegri niðurleið Skv. nýlegri greinargerð Náttúrufræðistofnunar Íslands, „Ástand rjúpnastofnsins 2019“, er allt að 70% niðursveifla í stofnstærð rjúpunnar, á 26 af 32 talningarsvæðum, en á Suðurlandi, og þá einkum á Suðausturlandi, er stofninn hruninn; þar fundust nú aðeins 2 karrar á ferkílómetra, en, þegar mest var þar síðustu áratugi, voru þeir allt að 40. – Um allt Suðausturland, Suðurland, Vestfirði og Norðvesturland er rjúpnastofninn á frá 20% upp í 70% niðurleið, á 12 talningarsvæðum af 13, aðeins á 5 svæðum af 18 á Norðausturlandi og Austurlandi hefur stofninn styrkst. Ætti því fuglinn skilyrðislaust að vera friðaður í ár alls staðar, nema þá helzt á Norðausturlandi. Þrátt fyrir þessa gífurlegu niðursveiflu rjúpnastofnsins 2019, miðað við 2018, er veiðitími nú aukinn, úr 15 dögum í fyrra og 12 dögum 2017, í 22 daga í ár. Er þeim mönnum, sem þessu stjórna, ekki sjálfrátt!? 2011 og 2012 voru veiðidagar 9. Hér hafa stjórnvöld, og þá einkum Umhverfisstofnun, látið undan þrýstingi og kröfum veiðimanna, og er eina vonin, að Guðmundur Ingi taki af skarið og stórminnki veiðisvæði og veiðitíma. Að fara með allt landið og veiðiákvarðanir sem eitt mál, við þessi skilyrði, er vitaskuld út í hött. Hér er að mestu um það að ræða, að veiðimenn skjóta á fljúgandi fugla, sem eru að reyna að forða sér, limlesta þá og særa, án þess að drepa þá endanlega, og geta þessi blessuðu helsærðu dýr komið sér undan, til þess eins þó, að kveljast til dauða – oft úr blóðeitrun – fjarri veiðimanni. - Er greinilegt, að tugþúsundir fugla hafa verið níddar til dauða með þessum ömurlega hætti ár hvert, en þetta er kallað „veiðiafföll“, þó að níðdráp væri réttnefni. Þessir fuglar eru auðvitað ekki taldir með í veiðitölum.Rjúpan er á válista Náttúrufræðistofnun Íslands heldur „Válista fugla“. Á þessum lista stendur rjúpan undir fyrirsögninni „Tegundir í yfirvofandi hættu“ árið 2018. Árið 2019, er ástand rjúpnastofnsins orðið miklu verra. Sluppu hér einhverjir, sem að veiðiákvörðun standa, út af Kleppi? Fáar verur á Íslandi hafa verið ofsóttar og hrelldar, meiddar og níddar til dauða í jafnmiklum mæli og rjúpan. Það er mál til komið, að fuglinn fagri og friðsæli, sem er lykiltegund í íslenzku vistkerfi og prýðir það og skreytir, fái grið og frið. Ég og þúsundir dýra- og rjúpnavina setjum traust okkar á Guðmund Inga – sem hefur tekið vel á loftslagsmálum, en lítið gert í dýravernd til þessa – með það, að hann taki nú nauðsynleg skref blessaðri rjúpunni til verndar og velferðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dýr Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Eins og allir vita, er rjúpan fallegur, skaðlaus og varnarlaus lítill fugl, sem auðgar og skreytir lífríkið. Rjúpan er lykiltegund í íslenzku vistkerfi og einn einkennisfugla íslenzkrar náttúru. Flestum, sem unna dýralífi, náttúru og umhverfi, mun þykja afar vænt um þessa litlu, fallegu og friðsælu lífveru, sem prýðir og gleður með fegurð sinni og líflegu korri. Karrinn helgar sér óðal í apríl, og 2-3 vikum síðar veljast hæna og karri saman. Ef bæði lifa, bindast þau böndum saman all ævi. Rjúpan er því „einkvænisdýr“. Óðal karrans verður þeirra sameiginlega heimili, svo lengi, sem bæði lifa. Við eðlilegar aðstæður getur hænan orpið allt að 12 eggjum. Meðalvarp hér á Íslandi er hins vegar aðeins 6-8 ungar. Meðan ungarnir eru að vaxa úr grasi, dvelst karrinn í nánd við hreiðrið og gætir hænu og unga. Báðir foreldrar afla fæðu og fóðra ungana saman.Hörð lífsbarátta Fæðuleit er oftast einföld á sumrin, en rjúpan lifir aðallega á rjúpnalaufi, krækilyngi, bláberjalyngi, birki og grasvíði. Þegar haustar verður lífsbarátta rjúpunnar hins vegar oft hörð, einkum í harðæri og miklum snjóavetrum. Til marks um gáfnafar og þroska rjúpunnar, má nefna, að á vetrum byggja þær, 5-15 saman, snjóhús, þar sem þær dvelja að mestu yfir daginn. Í morgunsárið fara þær af stað í fæðisleit, sem oftast er hópvinna. Það er því langt í frá, að rjúpan sé „skynlaus skepna“ frekar en neitt annað dýr. Rjúpan hefur verið elt, ofsótt og drepin í gegnum tíðina, framan af af þörf, í harðbýlu landi, en þessi þörf er ekki lengur til staðar. Nú flokkast rjúpnadráp undir tómstundagaman og skemmtun, jafnvel sport. Í mín eyru er orðið „sport“ yfir að elta, ofsækja, limlesta og níða niður saklausar og varnarlausar lífverur, sem ekkert hafa sér til saka unnið, óheyrilegt. Náttúran hefur gefið rjúpunni 3 fjaðurhami á ári, til að verjast erkifjandanum, manninum, en það dugar skammt. Rjúpnaveiðimenn eru vopnaðir nýjustu sjónaukum og sjálfvirkum haglabyssum – marghlæðum – og er rjúpunni vart undankomu auðið, þegar dauðasveitin, yfirleitt um 6.000 veiðimenn, er komin í veiðiham.Stofninn á alvarlegri niðurleið Skv. nýlegri greinargerð Náttúrufræðistofnunar Íslands, „Ástand rjúpnastofnsins 2019“, er allt að 70% niðursveifla í stofnstærð rjúpunnar, á 26 af 32 talningarsvæðum, en á Suðurlandi, og þá einkum á Suðausturlandi, er stofninn hruninn; þar fundust nú aðeins 2 karrar á ferkílómetra, en, þegar mest var þar síðustu áratugi, voru þeir allt að 40. – Um allt Suðausturland, Suðurland, Vestfirði og Norðvesturland er rjúpnastofninn á frá 20% upp í 70% niðurleið, á 12 talningarsvæðum af 13, aðeins á 5 svæðum af 18 á Norðausturlandi og Austurlandi hefur stofninn styrkst. Ætti því fuglinn skilyrðislaust að vera friðaður í ár alls staðar, nema þá helzt á Norðausturlandi. Þrátt fyrir þessa gífurlegu niðursveiflu rjúpnastofnsins 2019, miðað við 2018, er veiðitími nú aukinn, úr 15 dögum í fyrra og 12 dögum 2017, í 22 daga í ár. Er þeim mönnum, sem þessu stjórna, ekki sjálfrátt!? 2011 og 2012 voru veiðidagar 9. Hér hafa stjórnvöld, og þá einkum Umhverfisstofnun, látið undan þrýstingi og kröfum veiðimanna, og er eina vonin, að Guðmundur Ingi taki af skarið og stórminnki veiðisvæði og veiðitíma. Að fara með allt landið og veiðiákvarðanir sem eitt mál, við þessi skilyrði, er vitaskuld út í hött. Hér er að mestu um það að ræða, að veiðimenn skjóta á fljúgandi fugla, sem eru að reyna að forða sér, limlesta þá og særa, án þess að drepa þá endanlega, og geta þessi blessuðu helsærðu dýr komið sér undan, til þess eins þó, að kveljast til dauða – oft úr blóðeitrun – fjarri veiðimanni. - Er greinilegt, að tugþúsundir fugla hafa verið níddar til dauða með þessum ömurlega hætti ár hvert, en þetta er kallað „veiðiafföll“, þó að níðdráp væri réttnefni. Þessir fuglar eru auðvitað ekki taldir með í veiðitölum.Rjúpan er á válista Náttúrufræðistofnun Íslands heldur „Válista fugla“. Á þessum lista stendur rjúpan undir fyrirsögninni „Tegundir í yfirvofandi hættu“ árið 2018. Árið 2019, er ástand rjúpnastofnsins orðið miklu verra. Sluppu hér einhverjir, sem að veiðiákvörðun standa, út af Kleppi? Fáar verur á Íslandi hafa verið ofsóttar og hrelldar, meiddar og níddar til dauða í jafnmiklum mæli og rjúpan. Það er mál til komið, að fuglinn fagri og friðsæli, sem er lykiltegund í íslenzku vistkerfi og prýðir það og skreytir, fái grið og frið. Ég og þúsundir dýra- og rjúpnavina setjum traust okkar á Guðmund Inga – sem hefur tekið vel á loftslagsmálum, en lítið gert í dýravernd til þessa – með það, að hann taki nú nauðsynleg skref blessaðri rjúpunni til verndar og velferðar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar