Þingeyingar vilja rök fyrir tilnefningu sveitarfélaga í fiskeldisnefnd Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. október 2019 07:00 Sjókvíaeldi í Súgandafirði. Nordicphotos/Getty Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar vill skýringar frá stjórn Sambands sveitarfélaga á tilnefningum hennar í samráðsnefnd sjávarútvegsráðherra um fiskeldi. Stjórn Sambands sveitarfélaga samþykkti 30. ágúst síðastliðinn að tilnefna Sigríði Ólöfu Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, eða Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóra í Fjarðabyggð, sem fulltrúa sambandsins í samráðsnefndina. Lætur stjórnin ráðherra það eftir að ákveða hvort þeirra verður fyrir valinu og að það þeirra sem ráðherra velur ekki sem aðalmann verði þá varamaður hins. Þau Sigríður Ólöf og Karl Óttar eru bæði úr sjókvíaeldishéruðum. Vestfjarðastofa hefur unnið að framgangi sjókvíaeldis. „Þar sem ekki verður séð á ályktunum Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga undanfarin ár að afstaða hafi verið tekin með laxeldi í sjókvíum við Ísland óskar sveitarstjórn eftir rökstuðningi stjórnar sambandsins fyrir því af hverju viðkomandi fulltrúar voru tilnefndir í samráðsnefnd um fiskeldi fyrir hönd sambandsins,“ segir í bókun sveitarstjórnar Þingeyinga. „Hagsmunir sveitarfélaga í þessu máli eru mismunandi og því mikilvægt að hlutleysis sé gætt,“ undirstrikar sveitarstjórnin. „Veiðar á villtum laxi er mikilvægur atvinnuvegur í Þingeyjarsveit og fleiri sveitarfélögum. Það er að mati sveitarstjórnar ekki hægt að sjá að í þeim áformum sem fyrir liggja um laxeldi í sjó við Ísland muni villtir laxastofnar njóta vafans með nógu óyggjandi hætti.“ Aðrir sem sem eiga fulltrúa í samráðsnefndinni eru sjávarútvegsráðherra sjálfur, sem skipar formann, Hafrannsóknastofnun, Samtök fiskeldisfyrirtækja, Landssamband veiðifélaga og umhverfis- og auðlindaráðherra. Hlutverk nefndarinnar er að vera ráðherra til ráðgjafar, meðal annars varðandi áhættumat erfðablöndunar. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Sveitarstjórnarmál Þingeyjarsveit Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar vill skýringar frá stjórn Sambands sveitarfélaga á tilnefningum hennar í samráðsnefnd sjávarútvegsráðherra um fiskeldi. Stjórn Sambands sveitarfélaga samþykkti 30. ágúst síðastliðinn að tilnefna Sigríði Ólöfu Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu, eða Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóra í Fjarðabyggð, sem fulltrúa sambandsins í samráðsnefndina. Lætur stjórnin ráðherra það eftir að ákveða hvort þeirra verður fyrir valinu og að það þeirra sem ráðherra velur ekki sem aðalmann verði þá varamaður hins. Þau Sigríður Ólöf og Karl Óttar eru bæði úr sjókvíaeldishéruðum. Vestfjarðastofa hefur unnið að framgangi sjókvíaeldis. „Þar sem ekki verður séð á ályktunum Landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga undanfarin ár að afstaða hafi verið tekin með laxeldi í sjókvíum við Ísland óskar sveitarstjórn eftir rökstuðningi stjórnar sambandsins fyrir því af hverju viðkomandi fulltrúar voru tilnefndir í samráðsnefnd um fiskeldi fyrir hönd sambandsins,“ segir í bókun sveitarstjórnar Þingeyinga. „Hagsmunir sveitarfélaga í þessu máli eru mismunandi og því mikilvægt að hlutleysis sé gætt,“ undirstrikar sveitarstjórnin. „Veiðar á villtum laxi er mikilvægur atvinnuvegur í Þingeyjarsveit og fleiri sveitarfélögum. Það er að mati sveitarstjórnar ekki hægt að sjá að í þeim áformum sem fyrir liggja um laxeldi í sjó við Ísland muni villtir laxastofnar njóta vafans með nógu óyggjandi hætti.“ Aðrir sem sem eiga fulltrúa í samráðsnefndinni eru sjávarútvegsráðherra sjálfur, sem skipar formann, Hafrannsóknastofnun, Samtök fiskeldisfyrirtækja, Landssamband veiðifélaga og umhverfis- og auðlindaráðherra. Hlutverk nefndarinnar er að vera ráðherra til ráðgjafar, meðal annars varðandi áhættumat erfðablöndunar.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Sveitarstjórnarmál Þingeyjarsveit Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira