Uppsagnir í bönkum og sérstök skattlagning Sigurgeir Jónasson skrifar 2. október 2019 07:15 Mikla athygli vakti þegar forsvarsmenn Arion banka gripu til þungrar hagræðingaraðgerðar í lok september þar sem um 100 manns var sagt upp. Á ársgrunni er hagræðingin talin lækka rekstrarkostnað bankans um 1,3 milljarða króna. Ein af ástæðunum sem Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, nefndi í fjölmiðlum fyrir uppsögnunum var að bankinn greiðir um 5 milljarða króna á ári í sértæka skatta og íþyngi þeir bankanum mjög í rekstrinum. Yfirlýst stefna Arion banka er að ná arðsemi eigin fjár upp í 10% en árið 2018 var hún einungis 3,8%. Það er lakari ávöxtun en hefur fengist í hefðbundnum lausafjársjóðum síðustu ár en lausafjársjóðir hafa verið með ávöxtun á milli 4-5% og teljast með áhættuminnstu fjárfestingakostunum sem eru í boði. Hefðu þessar sparnaðaraðgerðir, sem kynntar voru nú fyrir skemmstu, tekið gildi í byrjun ársins 2018 hefðu þær aukið arðsemi bankans um 70 punkta og hún þá farið upp í 4,5% að öllu öðru óbreyttu.Skattpíndir bankar Árið 2018 greiddi Arion banki tæpa 3,4 milljarða króna í bankaskatt (0,376% af heildarskuldum) og á þá eftir að taka tillit til sérstöku fjársýsluskattanna sem reiknast á hagnað umfram einn milljarð (6%) og laun starfsmanna fjármálafyrirtækja (5,5%) sem bætast við önnur launatengd gjöld. Þetta eru allt sérstakir skattar á fjármálafyrirtæki sem draga úr arðseminni. Bankaskatturinn er ekki innheimtur í Noregi eða Danmörku en í Svíþjóð er hann 0,036%, eða um einn tíundi af skattinum hér á landi. Ef við skoðum arðsemi Arion árið 2018 aftur og tökum nú tillit til þess hver hún hefði verið ef ekki væri fyrir bankaskattinn þá sjáum við að arðsemin hefði verið 5,5%, eða um 1,7 prósentustigum hærri en raunin varð. Ef við tökum arðsemina og skoðum hver hún væri ef kæmi til afnáms allra þessara sérstöku skatta þá næmi arðsemin 6,3%, eða væri 2,5 prósentustigum hærri. Sömu sögu má segja um Íslandsbanka og Landsbanka sem greiddu um 3,3 og 3,9 milljarða í bankaskatt árið 2018. Af þessu er nokkuð augljóst að séríslenskar kvaðir og álögur sem einungis fjármálafyrirtæki greiða hafa margfalt meiri neikvæð áhrif á arðsemi banka en um 100 starfsmenn eins banka. Augljóst er hvað þarf að gera. Hið opinbera þarf að létta á álögum og kvöðum íslenskra fjármálafyrirtækja sem allra fyrst, öllum til heilla. Að lokum má því spyrja sig þessarar einföldu spurningar: Hversu margir hefðu getað haldið starfi sínu í Arion ef hið opinbera væri búið að afnema bankaskattinn og hina sérstöku fjársýsluskatta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Mikla athygli vakti þegar forsvarsmenn Arion banka gripu til þungrar hagræðingaraðgerðar í lok september þar sem um 100 manns var sagt upp. Á ársgrunni er hagræðingin talin lækka rekstrarkostnað bankans um 1,3 milljarða króna. Ein af ástæðunum sem Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, nefndi í fjölmiðlum fyrir uppsögnunum var að bankinn greiðir um 5 milljarða króna á ári í sértæka skatta og íþyngi þeir bankanum mjög í rekstrinum. Yfirlýst stefna Arion banka er að ná arðsemi eigin fjár upp í 10% en árið 2018 var hún einungis 3,8%. Það er lakari ávöxtun en hefur fengist í hefðbundnum lausafjársjóðum síðustu ár en lausafjársjóðir hafa verið með ávöxtun á milli 4-5% og teljast með áhættuminnstu fjárfestingakostunum sem eru í boði. Hefðu þessar sparnaðaraðgerðir, sem kynntar voru nú fyrir skemmstu, tekið gildi í byrjun ársins 2018 hefðu þær aukið arðsemi bankans um 70 punkta og hún þá farið upp í 4,5% að öllu öðru óbreyttu.Skattpíndir bankar Árið 2018 greiddi Arion banki tæpa 3,4 milljarða króna í bankaskatt (0,376% af heildarskuldum) og á þá eftir að taka tillit til sérstöku fjársýsluskattanna sem reiknast á hagnað umfram einn milljarð (6%) og laun starfsmanna fjármálafyrirtækja (5,5%) sem bætast við önnur launatengd gjöld. Þetta eru allt sérstakir skattar á fjármálafyrirtæki sem draga úr arðseminni. Bankaskatturinn er ekki innheimtur í Noregi eða Danmörku en í Svíþjóð er hann 0,036%, eða um einn tíundi af skattinum hér á landi. Ef við skoðum arðsemi Arion árið 2018 aftur og tökum nú tillit til þess hver hún hefði verið ef ekki væri fyrir bankaskattinn þá sjáum við að arðsemin hefði verið 5,5%, eða um 1,7 prósentustigum hærri en raunin varð. Ef við tökum arðsemina og skoðum hver hún væri ef kæmi til afnáms allra þessara sérstöku skatta þá næmi arðsemin 6,3%, eða væri 2,5 prósentustigum hærri. Sömu sögu má segja um Íslandsbanka og Landsbanka sem greiddu um 3,3 og 3,9 milljarða í bankaskatt árið 2018. Af þessu er nokkuð augljóst að séríslenskar kvaðir og álögur sem einungis fjármálafyrirtæki greiða hafa margfalt meiri neikvæð áhrif á arðsemi banka en um 100 starfsmenn eins banka. Augljóst er hvað þarf að gera. Hið opinbera þarf að létta á álögum og kvöðum íslenskra fjármálafyrirtækja sem allra fyrst, öllum til heilla. Að lokum má því spyrja sig þessarar einföldu spurningar: Hversu margir hefðu getað haldið starfi sínu í Arion ef hið opinbera væri búið að afnema bankaskattinn og hina sérstöku fjársýsluskatta?
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar