Myndi ekki kvarta undan haustlægð Benedikt Bóas skrifar 1. október 2019 14:00 Blikakonur fara til Parísar að etja kappi við PSG í 16. liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „PSG er risalið og eitt af fjórum til sex bestu í Evrópu að mínum dómi,“ segir Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, en liðið dróst gegn PSG í 16 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í gær. PSG er á toppi deildarinnar ásamt Lyon eftir fjóra leiki með markatölu upp á 19 mörk í plús. Þær léku til úrslita í Meistaradeildinni 2015 og 2017 en biðu lægri hlut í bæði skipti. Þær urðu bikarmeistarar í fyrra og hafa sjö sinnum endað í öðru sæti í deildinni enda með nánast hið ósigrandi Lyon í deild. Liðið spilar á Jean-Bouin vellinum sem rúmar um 20 þúsund manns í sæti. Þjálfarinn er Olivier Echouafni sem stýrði landsliði Frakka í rúm tvö ár. Hann spilaði yfir 400 leiki í Ligue 1 sem miðjumaður og lék með Marseille, Strasbourg, Rennais og Nice þar sem hann var í sjö ár. Hann tók við í júní í fyrra. Í liðinu eru margar landsliðskonur Frakka meðal annars Nadia Nadim, sem er ein þekktasta knattspyrnukona heims en hún flúði til Danmerkur frá Afganistan eftir að faðir hennar var skotinn. Miðjumaðurinn Grace Geyoro er aðeins 22 ára en hefur spilað 25 landsleiki fyrir Frakka, Kadidiatou Diani hefur spilað 53 landsleiki og þá stendur Christiane Endler í rammanum – sem er af flestum talin einn besti markvörður heims um þessar mundir. „Þetta verður strembið en skemmtilegt. Fyrirfram verður þetta mjög erfitt en við höfum trú á okkur og að við getum gert eitthvað. Í liðinu er kannski ekkert mikið af risanöfnunum sem allir þekkja. Fyrirliði þeirra er Formica sem hefur spilað á sjö heimsmeistaramótum. Það þekkja hana einhverjir en svo eru þarna margar sem eru greinilega mjög góðir leikmenn. Þetta er mjög gott lið og það er ekkert hægt að fela það,“ segir Þorsteinn. Breiðablik sló Sparta Prag út í 32 liða úrslitunum en fyrri leikurinn fer fram í París 16. eða 17. október. Síðari leikurinn fer fram tveimur vikum síðar á Kópavogsvelli. „Það væri ekkert verra að fá smá haustlægð en það er aldrei gaman ef við viljum fá fólk á völlinn og fá smá stemningu,“ segir Þorsteinn. Hann bætir við að Blikar muni fá kostnaðinn að mestu endurgreiddan frá UEFA og stelpurnar þurfi því ekki að fara hina klassísku leið, að selja klósettpappír eða happdrættismiða til að eiga fyrir ferðalaginu. „Þegar maður er kominn svona langt þá fáum við upp í kostnaðinn. Ég held að við töpum ekki á þessu – ekki nema við hefðum endað í ferðalagi sem væri mun lengra.“ Íslandsmótinu lauk 21. september og Þorsteinn segir að átta stelpur séu í landsliðsverkefni. Hann hefur ekki nokkrar áhyggjur af sínum stelpum – þær muni mæta klárar. „Ég sé ekki allar stelpurnar aftur fyrr en 10. október. Við munum æfa vel fram að þessum leik. Erum í smá fríi núna og svo tökum við næsta mánuðinn á fullu. Þetta styttir bara undirbúningstímabilið sem er ekkert nema jákvætt,“ segir Þorsteinn. Kópavogur Meistaradeild Evrópu Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
„PSG er risalið og eitt af fjórum til sex bestu í Evrópu að mínum dómi,“ segir Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, en liðið dróst gegn PSG í 16 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í gær. PSG er á toppi deildarinnar ásamt Lyon eftir fjóra leiki með markatölu upp á 19 mörk í plús. Þær léku til úrslita í Meistaradeildinni 2015 og 2017 en biðu lægri hlut í bæði skipti. Þær urðu bikarmeistarar í fyrra og hafa sjö sinnum endað í öðru sæti í deildinni enda með nánast hið ósigrandi Lyon í deild. Liðið spilar á Jean-Bouin vellinum sem rúmar um 20 þúsund manns í sæti. Þjálfarinn er Olivier Echouafni sem stýrði landsliði Frakka í rúm tvö ár. Hann spilaði yfir 400 leiki í Ligue 1 sem miðjumaður og lék með Marseille, Strasbourg, Rennais og Nice þar sem hann var í sjö ár. Hann tók við í júní í fyrra. Í liðinu eru margar landsliðskonur Frakka meðal annars Nadia Nadim, sem er ein þekktasta knattspyrnukona heims en hún flúði til Danmerkur frá Afganistan eftir að faðir hennar var skotinn. Miðjumaðurinn Grace Geyoro er aðeins 22 ára en hefur spilað 25 landsleiki fyrir Frakka, Kadidiatou Diani hefur spilað 53 landsleiki og þá stendur Christiane Endler í rammanum – sem er af flestum talin einn besti markvörður heims um þessar mundir. „Þetta verður strembið en skemmtilegt. Fyrirfram verður þetta mjög erfitt en við höfum trú á okkur og að við getum gert eitthvað. Í liðinu er kannski ekkert mikið af risanöfnunum sem allir þekkja. Fyrirliði þeirra er Formica sem hefur spilað á sjö heimsmeistaramótum. Það þekkja hana einhverjir en svo eru þarna margar sem eru greinilega mjög góðir leikmenn. Þetta er mjög gott lið og það er ekkert hægt að fela það,“ segir Þorsteinn. Breiðablik sló Sparta Prag út í 32 liða úrslitunum en fyrri leikurinn fer fram í París 16. eða 17. október. Síðari leikurinn fer fram tveimur vikum síðar á Kópavogsvelli. „Það væri ekkert verra að fá smá haustlægð en það er aldrei gaman ef við viljum fá fólk á völlinn og fá smá stemningu,“ segir Þorsteinn. Hann bætir við að Blikar muni fá kostnaðinn að mestu endurgreiddan frá UEFA og stelpurnar þurfi því ekki að fara hina klassísku leið, að selja klósettpappír eða happdrættismiða til að eiga fyrir ferðalaginu. „Þegar maður er kominn svona langt þá fáum við upp í kostnaðinn. Ég held að við töpum ekki á þessu – ekki nema við hefðum endað í ferðalagi sem væri mun lengra.“ Íslandsmótinu lauk 21. september og Þorsteinn segir að átta stelpur séu í landsliðsverkefni. Hann hefur ekki nokkrar áhyggjur af sínum stelpum – þær muni mæta klárar. „Ég sé ekki allar stelpurnar aftur fyrr en 10. október. Við munum æfa vel fram að þessum leik. Erum í smá fríi núna og svo tökum við næsta mánuðinn á fullu. Þetta styttir bara undirbúningstímabilið sem er ekkert nema jákvætt,“ segir Þorsteinn.
Kópavogur Meistaradeild Evrópu Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira