Samkvæmt árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna verða KR-ingar Íslandsmeistarar sjöunda árið í röð en spáin var opinberuð í gær. KR hefur haft heljartak á meistaratitlinum í karlaflokki undanfarin ár og unnið meistaratitilinn síðustu sex ár og níu sinnum á síðustu fjórtán árum.
KR fékk vænan liðsstyrk í sumar þegar bræðurnir Jakob Örn og Matthías Orri Sigurðarson, Brynjar Þór Björnsson og Michael Craion komu aftur í KR. Pavel Ermolinskij er horfinn á braut og leikur með nágrannafélaginu Val í vetur en ljóst er að KR hefur á að skipa gríðarlega sterku liði sem er byggt upp af heimamönnum sem þekkja vart neitt annað en að taka á móti Íslandsmeistaratitli á vorin.
„Það er í blóðinu í KR að ætlast til að vinna titla og við þekkjum ekkert annað. Þetta kemur í raun ekkert á óvart,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, aðspurður út í árlegu spána sem var birt í gær.
„Það verða öll lið deildarinnar vel mönnuð sem er afleiðing Bosman-reglunnar. Það styrkir deildina svakalega, gæðin eru orðin meiri og um leið kröfurnar. Ég á ekki von á því að eitthvert eitt lið verði í sérflokki í vetur þó svo að umræðan sé svoleiðis,“ segir Ingi sem segir enn hungur í mönnum eftir sigurgöngu síðustu ára.
„Það er mikið hungur í hópnum og metnaður fyrir því að ná í Íslandsmeistaratitilinn í vor. Það er auðvelt að detta í þægindaramma og gleyma sér en þessi leikmannahópur mun ekki leyfa því að gerast.“
Ef spáin rætist munu nýliðarnir í Þór Akureyri og Fjölnir kveðja deildina í vor eftir stutt stopp.
Það er í blóði KR-inga að ætlast til að vinna titla
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti


„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti



„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn

„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
