Margt sem Íslendingar geti lært af Nýsjálendingum í ferðaþjónustu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. október 2019 13:28 Ferðaþjónustudagurinn fer fram í Silfurbergi í Hörpu og hefst klukkan tvö. Jóhannes Þór Skúlason, formaður samtaka ferðaþjónustunnar, segir að aðalmarkmiðið í dag sé að finna praktískar leiðir til að ná settum markmiðum. Vísir/vilhelm Í dag er ferðaþjónustudagurinn, árviss viðburður á vegum Samtaka ferðaþjónustunnar. Formaður samtakanna hefur fengið ferðaþjónustusérfræðing frá Nýja Sjálandi til landsins til að miðla af þekkingu sinni. Margt sé líkt með eyríkjunum tveimur. Ferðaþjónustudagurinn fer fram í Silfurbergi í Hörpu og hefst klukkan tvö. Jóhannes Þór Skúlason, formaður samtaka ferðaþjónustunnar, segir að aðalmarkmiðið í dag sé að finna praktískar leiðir til að ná settum markmiðum. „Í þetta sinn ætlum við að horfa svolítið í framrúðuna; skoða framtíðarsýnina og velta því fyrir okkar hvað við þurfum að gera til að ná þeim markmiðum sem er búið að setja fram í samvinnu stjórnvalda, atvinnugreinarinnar og sveitarfélaganna um framtíðarsýn þessarar atvinnugreinar til 2030,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Aðalfyrirlesari dagsins er hinn nýsjálenski Ray Salter, ráðgjafi hjá TRC New Zealand og fyrrverandi ráðuneytisstjóri í ferðamálaráðuneyti Nýja Sjálands. Salter hefur starfað við ferðaþjónustu og umhverfismál í 30 ár og hefur yfirgripsmikla reynslu af stefnumótun, skipulagningu, þróun, rannsóknum og fjárfestingu í greininni. Salter hefur verið innlendum stjórnvöldum innan handar við gerð hins svokallaða jafnvægisáss sem er mælitæki til að mæla álag vegna ferðamanna á umhverfi og innviði. „Hann hefur þekkingu á íslenskri ferðaþjónustu og getur borið hana saman við þessa uppbyggingu sem orðið hefur og þá þróun sem orðið hefur í stefnumótun og árangri á Nýja Sjálandi. Þessi lönd eru gríðarlega lík að mörgu leyti. Ferðaþjónustan í báðum löndum byggist á náttúru og ævintýraferðamennsku og það er margt sem þessi lönd hafa lært hvort af öðru. Við höfum dregið marga lærdóma af þróun ferðaþjónustunnar á Nýja Sjálandi á undanförnum árum og horfum töluvert þangað. Það hefur síðan komið í ljós að Nýsjálendingar hafa horft töluvert hingað lika og hafa tekið upp verkefni sem hafa heppnast vel á Íslandi,“ segir Jóhannes Þór. Ferðamennska á Íslandi Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Bein útsending: Framtíðarsýn ferðaþjónustunnar til 2030 kynnt Verkefnin Framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til ársins 2030 og Jafnvægisás ferðamála verða kynnt á opnum fundi sem ferðamálaráðherra býður til. 27. september 2019 12:30 Bein útsending: Kynna leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, mun kynna hugmyndir samtakanna um tíu leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni klukkan 10:30 í dag. 20. september 2019 09:57 Markaðssetja þurfi vannýtt svæði á landsbyggðinni Breytt samkeppnisstaða Íslands hefur valdið því að samsetning ferðamanna og ferðahegðun á Íslandi hefur tekið breytingum. Slíkar sveiflur hafa ekki síst þrengt að ferðaþjónustufyrirtækjum á landsbyggðinni. 20. september 2019 12:59 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Í dag er ferðaþjónustudagurinn, árviss viðburður á vegum Samtaka ferðaþjónustunnar. Formaður samtakanna hefur fengið ferðaþjónustusérfræðing frá Nýja Sjálandi til landsins til að miðla af þekkingu sinni. Margt sé líkt með eyríkjunum tveimur. Ferðaþjónustudagurinn fer fram í Silfurbergi í Hörpu og hefst klukkan tvö. Jóhannes Þór Skúlason, formaður samtaka ferðaþjónustunnar, segir að aðalmarkmiðið í dag sé að finna praktískar leiðir til að ná settum markmiðum. „Í þetta sinn ætlum við að horfa svolítið í framrúðuna; skoða framtíðarsýnina og velta því fyrir okkar hvað við þurfum að gera til að ná þeim markmiðum sem er búið að setja fram í samvinnu stjórnvalda, atvinnugreinarinnar og sveitarfélaganna um framtíðarsýn þessarar atvinnugreinar til 2030,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Aðalfyrirlesari dagsins er hinn nýsjálenski Ray Salter, ráðgjafi hjá TRC New Zealand og fyrrverandi ráðuneytisstjóri í ferðamálaráðuneyti Nýja Sjálands. Salter hefur starfað við ferðaþjónustu og umhverfismál í 30 ár og hefur yfirgripsmikla reynslu af stefnumótun, skipulagningu, þróun, rannsóknum og fjárfestingu í greininni. Salter hefur verið innlendum stjórnvöldum innan handar við gerð hins svokallaða jafnvægisáss sem er mælitæki til að mæla álag vegna ferðamanna á umhverfi og innviði. „Hann hefur þekkingu á íslenskri ferðaþjónustu og getur borið hana saman við þessa uppbyggingu sem orðið hefur og þá þróun sem orðið hefur í stefnumótun og árangri á Nýja Sjálandi. Þessi lönd eru gríðarlega lík að mörgu leyti. Ferðaþjónustan í báðum löndum byggist á náttúru og ævintýraferðamennsku og það er margt sem þessi lönd hafa lært hvort af öðru. Við höfum dregið marga lærdóma af þróun ferðaþjónustunnar á Nýja Sjálandi á undanförnum árum og horfum töluvert þangað. Það hefur síðan komið í ljós að Nýsjálendingar hafa horft töluvert hingað lika og hafa tekið upp verkefni sem hafa heppnast vel á Íslandi,“ segir Jóhannes Þór.
Ferðamennska á Íslandi Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Bein útsending: Framtíðarsýn ferðaþjónustunnar til 2030 kynnt Verkefnin Framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til ársins 2030 og Jafnvægisás ferðamála verða kynnt á opnum fundi sem ferðamálaráðherra býður til. 27. september 2019 12:30 Bein útsending: Kynna leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, mun kynna hugmyndir samtakanna um tíu leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni klukkan 10:30 í dag. 20. september 2019 09:57 Markaðssetja þurfi vannýtt svæði á landsbyggðinni Breytt samkeppnisstaða Íslands hefur valdið því að samsetning ferðamanna og ferðahegðun á Íslandi hefur tekið breytingum. Slíkar sveiflur hafa ekki síst þrengt að ferðaþjónustufyrirtækjum á landsbyggðinni. 20. september 2019 12:59 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Bein útsending: Framtíðarsýn ferðaþjónustunnar til 2030 kynnt Verkefnin Framtíðarsýn og leiðarljós íslenskrar ferðaþjónustu til ársins 2030 og Jafnvægisás ferðamála verða kynnt á opnum fundi sem ferðamálaráðherra býður til. 27. september 2019 12:30
Bein útsending: Kynna leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, mun kynna hugmyndir samtakanna um tíu leiðir til að efla ferðaþjónustu á landsbyggðinni klukkan 10:30 í dag. 20. september 2019 09:57
Markaðssetja þurfi vannýtt svæði á landsbyggðinni Breytt samkeppnisstaða Íslands hefur valdið því að samsetning ferðamanna og ferðahegðun á Íslandi hefur tekið breytingum. Slíkar sveiflur hafa ekki síst þrengt að ferðaþjónustufyrirtækjum á landsbyggðinni. 20. september 2019 12:59